Rise of the Ronin: Kunnuglegur leikur frá Team Ninja Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2024 08:45 Team Ninja Framleiðendur Rise of the Ronin hjá Team Ninja virðast við fyrstu sýn hafa hent haug af leikjum eins og Nioh, Dark souls og jafnvel smá dass af Assassins Creed. Leikurinn gerist í Japan á seinni hluta nítjándu aldarinnar, þegar þriggja alda einangrun eyríkisins var að ljúka, með tilheyrandi óreiðu. Þá var bandarískum flota siglt til Japan og þess krafist að ríkið yrði opnað fyrir umheiminum á nýjan leik, með tilheyrandi viðskiptum. Leikurinn setur spilara í spor bardagakappa sem hefur örlög Japan í höndunum meðan hann leitar að týndum félaga sínum. Það tekur ROTR merkilega langan tíma að komast í gang. Fyrstu klukkustundirnar eru eitthvað sem ég þurfti að rembast við að komast í gegnum. Leikurinn gerist í nokkuð stórum opnum heimi sem virðist koma niður á grafík leiksins en bardagakerfið stendur upp úr en þar hafa starfsmenn Team Ninja mikla reynslu. Bardagakerfið býður þó upp á lítið nýtt. Eins og í svo mörgum öðrum leikjum frá Team Ninja skiptir tímasetning öllu máli í bardögum. Maður hefur ekki endalausa orku til að gera árásir og besta leiðin til að veikja varnir óvina er oftar en ekki að verjast árásum þeirra. Takist manni að tímasetja parry rétt, þá opnar maður fyrir afgerandi högg á óvini. Team Ninja Það eru nokkrar tegundir vopna í leiknum sem spilarar geta notað. Ég valdi mér hið hefðbundna sverð sem aðalvopn og spjót sem varavopn. Því meira sem maður notar vopnin, því betri verður persónan í notkun þeirra og með því gerir maður meiri skaða og árásir kosta minni orku. Einnig er hægt að nota mismunandi bardagastýla fyrir mismunandi vopn. Þessi fjölbreytni gerir mann líklegan til að spila leikinn aftur og þá beita öðruvísi vopnum og hæfileikum. Þó leikurinn beri með sér anga Souls-leikjanna er manni ekki refsað grimmilega fyrir að deyja, sem er jákvætt. Manni er refsað og það getur verið pirrandi en oftar en ekki hefur það lítil áhrif á mann. Það er líka hægt að vista leikinn hvar sem er. Það þykir mér mjög jákvætt. Undarleg grafík fyrir PS5 leik Þegar kemur að útlit Rise of the Ronin, hef ég blendnar tilfinningar. Grafíkin er svo sannarlega ekkert til að hrópa húrra fyrir og þá sérstaklega miðað við það að leikurinn er hannaður eingöngu fyrir PlayStation 5 leikjatölvur. Hægt er að velja milli nokkurra grafíkstillinga sem hafa áhrifa á upplausn og rammafjölda á sekúndur, eftir því hvernig spilarar vilja upplifa leikinn. Mér er þó persónulega yfirleitt nokkuð sama um upplausn og hina hefðbundnu góðu grafík, ef útlit leiks skapar rétt og gott andrúmsloft. Þetta er ekkert besta grafík í heimi en í leikjum sem þessum er það spilunin sem skiptir mestu máli. Það er allavega mín skoðun, sem þið hafið einhvern veginn slysast til að lesa hérna. Team Ninja Andrúmsloft Rise of the Ronin er hið fínasta enda er sögusviðið áhugavert og Japan er alltaf fallegt, nánast sama hvað leik maður spilar sem gerist þar. Það er þó eitthvað við borgi og bæi sem stuðar mig. Þau umhverfi líta ekki jafn vel út og óbyggðir og eru einhvern veginn of hrá, ef svo má segja. Stór opinn heimur Rise of the Ronin gerist í nokkuð stórum opnum heimi, sem er í fyrsta sinn fyrir Team Ninja, en korti leiksins er skipt upp í nokkra hluta. Helstu verkefni leiksins, sem fleyta sögunni áfram, gerast þó á stökum og smærri kortum. Flest eru þessi verkefni nákvæmlega eins. Farðu þangað, dreptu alla sem þú sérð þar til þú sérð stóran kall. Dreptu hann líka og talaðu svo við einhvern. Þá er það upptalið en þetta á eins og svo margt annað í ROTR við marga aðra sambærilega leiki. Team Ninja En þegar kemur að opnum heimi leiksins býður hann einnig upp á fátt nýtt. Það er kort, sem þú þarft að opna og yfirleitt með því að drepa gaura. Þá þarf maður að taka myndir af ákveðnum hlutum, finna ketti og klappa þeim (auðvitað), finna skríni til að fá hæfileikastig og þurrka út ribbalda í yfirgefnum bæjum eða virkjum. Maður getur ferðast um heiminn á tveimur jafnfljótum eða hesti og notað tól eins og krók og jafnvel svifdreka til að ferðast um. Þetta er allt saman voðalega beisik. Það er þó líka hægt að finna ýmis hliðarverkefni sem hjálpa til við að brjóta leikinn upp. Hægt að spila leikinn með vini og í helstu verkefnum leiksins berst maður stundum með tölvustýrðum persónum, sem er mjög gott fyrir fólk sem á enga eða ömurlega vini. Team Ninja Endalaust af dóti Þegar maður drepur karla og finnur kistur, getur maður öðlast ný vopn, ný föt og slíkt. Betri búnað til að eiga auðveldara með erfiðari óvini. Þetta er eitthvað sem gengur og gerist í flestum leikjum og allir ættu að kannast við. Að mörgu leyti eykur þetta á fjölbreytileikann varðandi samsetningu kallsins míns en mér finnst þó eiginlega of mikið af sjitti í leiknum. Maður er sífellt að skipta um föt fyrir oggulítið meiri varnir gegn árásum. Team Ninja Sömuleiðis finnur maður haug af drasli út í náttúrunni og á dauðum óvinum sem maður getur notað til að búa til aukabúnað eins og kasthnífa, eitur og annað dót sem getur hjálpað manni. Eins og með svo margt annað, þá er þetta ekkert nýtt í svona leikjum. Mér finnst þó svolítið mikið af þessu. Það getur orðið smá yfirþyrmandi og sömuleiðis er pirrandi að vera sífellt að skipta um klæðnað á kallinum. Nánast um leið og ég finn eitthvað gott og flott, finn ég eitthvað aðeins betra en ljótt. Þegar ég skrifa þetta, þá hljómar þetta svolítið eins og ég sé vandamálið frekar en leikurinn. Það er kannski eitthvað sem ég þarf að eiga samtal við sjálfan mig um. Vonandi endar það ekki í forsetaframboði. Team Ninja Samantekt-ish Ég hef fátt slæmt að segja um Rise of the Ronin, fyrir utan grafíkina sjálfa en það er eiginlega ekki slæmt, í rauninni. Meira skrítið. Bardagakerfi leiksins er líklega það sem stendur upp úr í leiknum en það getur verið krefjandi og það hjálpar að manni er ekki refsað of harkalega þegar manni misheppnast. Það er einnig mjög gaman að heimsækja Japan á mjög áhugaverðu tímabili í sögu þessa merkilega ríkis. Helsti galli leiksins er í raun að það er annars lítið sem stendur upp úr. Þetta er að mestu leyti hefðbund leikur sem gerist í opnum heimi. Hann er þó langt frá því að vera slæmur sem slíkur. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Þá var bandarískum flota siglt til Japan og þess krafist að ríkið yrði opnað fyrir umheiminum á nýjan leik, með tilheyrandi viðskiptum. Leikurinn setur spilara í spor bardagakappa sem hefur örlög Japan í höndunum meðan hann leitar að týndum félaga sínum. Það tekur ROTR merkilega langan tíma að komast í gang. Fyrstu klukkustundirnar eru eitthvað sem ég þurfti að rembast við að komast í gegnum. Leikurinn gerist í nokkuð stórum opnum heimi sem virðist koma niður á grafík leiksins en bardagakerfið stendur upp úr en þar hafa starfsmenn Team Ninja mikla reynslu. Bardagakerfið býður þó upp á lítið nýtt. Eins og í svo mörgum öðrum leikjum frá Team Ninja skiptir tímasetning öllu máli í bardögum. Maður hefur ekki endalausa orku til að gera árásir og besta leiðin til að veikja varnir óvina er oftar en ekki að verjast árásum þeirra. Takist manni að tímasetja parry rétt, þá opnar maður fyrir afgerandi högg á óvini. Team Ninja Það eru nokkrar tegundir vopna í leiknum sem spilarar geta notað. Ég valdi mér hið hefðbundna sverð sem aðalvopn og spjót sem varavopn. Því meira sem maður notar vopnin, því betri verður persónan í notkun þeirra og með því gerir maður meiri skaða og árásir kosta minni orku. Einnig er hægt að nota mismunandi bardagastýla fyrir mismunandi vopn. Þessi fjölbreytni gerir mann líklegan til að spila leikinn aftur og þá beita öðruvísi vopnum og hæfileikum. Þó leikurinn beri með sér anga Souls-leikjanna er manni ekki refsað grimmilega fyrir að deyja, sem er jákvætt. Manni er refsað og það getur verið pirrandi en oftar en ekki hefur það lítil áhrif á mann. Það er líka hægt að vista leikinn hvar sem er. Það þykir mér mjög jákvætt. Undarleg grafík fyrir PS5 leik Þegar kemur að útlit Rise of the Ronin, hef ég blendnar tilfinningar. Grafíkin er svo sannarlega ekkert til að hrópa húrra fyrir og þá sérstaklega miðað við það að leikurinn er hannaður eingöngu fyrir PlayStation 5 leikjatölvur. Hægt er að velja milli nokkurra grafíkstillinga sem hafa áhrifa á upplausn og rammafjölda á sekúndur, eftir því hvernig spilarar vilja upplifa leikinn. Mér er þó persónulega yfirleitt nokkuð sama um upplausn og hina hefðbundnu góðu grafík, ef útlit leiks skapar rétt og gott andrúmsloft. Þetta er ekkert besta grafík í heimi en í leikjum sem þessum er það spilunin sem skiptir mestu máli. Það er allavega mín skoðun, sem þið hafið einhvern veginn slysast til að lesa hérna. Team Ninja Andrúmsloft Rise of the Ronin er hið fínasta enda er sögusviðið áhugavert og Japan er alltaf fallegt, nánast sama hvað leik maður spilar sem gerist þar. Það er þó eitthvað við borgi og bæi sem stuðar mig. Þau umhverfi líta ekki jafn vel út og óbyggðir og eru einhvern veginn of hrá, ef svo má segja. Stór opinn heimur Rise of the Ronin gerist í nokkuð stórum opnum heimi, sem er í fyrsta sinn fyrir Team Ninja, en korti leiksins er skipt upp í nokkra hluta. Helstu verkefni leiksins, sem fleyta sögunni áfram, gerast þó á stökum og smærri kortum. Flest eru þessi verkefni nákvæmlega eins. Farðu þangað, dreptu alla sem þú sérð þar til þú sérð stóran kall. Dreptu hann líka og talaðu svo við einhvern. Þá er það upptalið en þetta á eins og svo margt annað í ROTR við marga aðra sambærilega leiki. Team Ninja En þegar kemur að opnum heimi leiksins býður hann einnig upp á fátt nýtt. Það er kort, sem þú þarft að opna og yfirleitt með því að drepa gaura. Þá þarf maður að taka myndir af ákveðnum hlutum, finna ketti og klappa þeim (auðvitað), finna skríni til að fá hæfileikastig og þurrka út ribbalda í yfirgefnum bæjum eða virkjum. Maður getur ferðast um heiminn á tveimur jafnfljótum eða hesti og notað tól eins og krók og jafnvel svifdreka til að ferðast um. Þetta er allt saman voðalega beisik. Það er þó líka hægt að finna ýmis hliðarverkefni sem hjálpa til við að brjóta leikinn upp. Hægt að spila leikinn með vini og í helstu verkefnum leiksins berst maður stundum með tölvustýrðum persónum, sem er mjög gott fyrir fólk sem á enga eða ömurlega vini. Team Ninja Endalaust af dóti Þegar maður drepur karla og finnur kistur, getur maður öðlast ný vopn, ný föt og slíkt. Betri búnað til að eiga auðveldara með erfiðari óvini. Þetta er eitthvað sem gengur og gerist í flestum leikjum og allir ættu að kannast við. Að mörgu leyti eykur þetta á fjölbreytileikann varðandi samsetningu kallsins míns en mér finnst þó eiginlega of mikið af sjitti í leiknum. Maður er sífellt að skipta um föt fyrir oggulítið meiri varnir gegn árásum. Team Ninja Sömuleiðis finnur maður haug af drasli út í náttúrunni og á dauðum óvinum sem maður getur notað til að búa til aukabúnað eins og kasthnífa, eitur og annað dót sem getur hjálpað manni. Eins og með svo margt annað, þá er þetta ekkert nýtt í svona leikjum. Mér finnst þó svolítið mikið af þessu. Það getur orðið smá yfirþyrmandi og sömuleiðis er pirrandi að vera sífellt að skipta um klæðnað á kallinum. Nánast um leið og ég finn eitthvað gott og flott, finn ég eitthvað aðeins betra en ljótt. Þegar ég skrifa þetta, þá hljómar þetta svolítið eins og ég sé vandamálið frekar en leikurinn. Það er kannski eitthvað sem ég þarf að eiga samtal við sjálfan mig um. Vonandi endar það ekki í forsetaframboði. Team Ninja Samantekt-ish Ég hef fátt slæmt að segja um Rise of the Ronin, fyrir utan grafíkina sjálfa en það er eiginlega ekki slæmt, í rauninni. Meira skrítið. Bardagakerfi leiksins er líklega það sem stendur upp úr í leiknum en það getur verið krefjandi og það hjálpar að manni er ekki refsað of harkalega þegar manni misheppnast. Það er einnig mjög gaman að heimsækja Japan á mjög áhugaverðu tímabili í sögu þessa merkilega ríkis. Helsti galli leiksins er í raun að það er annars lítið sem stendur upp úr. Þetta er að mestu leyti hefðbund leikur sem gerist í opnum heimi. Hann er þó langt frá því að vera slæmur sem slíkur.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira