Bóndi dæmdur í fimm ára bann frá nautgripum Jón Þór Stefánsson skrifar 19. mars 2024 15:34 Nautgripirnir sem voru dauðir voru sjö talsins. Myndin er úr safni. Getty Bóndi hlaut í síðustu viku þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundna til tveggja ára, í Héraðsdómi Austurlands fyrir vanrækslu á dýrum. Þá er honum óheimilt að hafa nautgripi í sinni umsjá, versla með þá, eða sýsla með öðrum hætti næstu fimm ár frá uppkvaðningu dómsins. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa um einhvern tíma frá árinu 2021 þangað til í nóvember mánaðar 2022 misboðið nautgripum á búi sínu. Samkvæmt dómnum létust sjö nautgripanna. Bóndanum var gefið að sök að vanrækt það að fæða og vatna nautin, tryggja ekki að þeir myndu fá læknismeðferð eða að þeir yrðu aflífaðir. Heldur yfirgefa þá í bjarglausu ástandi með þeim afleiðingum að sjö nautgripir drápust og lágu dauðir og afskiptalausir í úthúsunum í allnokkurn tíma. Lögreglunni á Höfn í Hornafirði barst fyrst tilkynning um málið þann átjánda nóvember 2022. Það var dýralæknir sem tilkynnti að sér hefðu borist upplýsingar um dauða nautgripi við heimili mannsins. Lögreglumenn fóru á vettvang og hittu manninn sem benti á nautgripina sjö, tvö naut, tvær kýr, kvígu og tvo kálfa. Dómurinn féll í Héraðsdómi Austurlands.Vísir/Vilhelm „Gripirnir virðast skinhoraðir þótt erfitt sé að meta það þar sem þeir hafa legið dauðir,“ segir í skýrslu dýralæknis sem var gerð við frumrannsókn málsins þar sem vettvangur fjárhússins var ljósmyndaður, en þar mátti sjá nautgripina í tveimur stíum. Í kjölfarið ákvað Matvælastofnun að svipta manninn til bráðabirgða allri heimild til að hafa eða sjá um dýr. Síðan kærði Matvælastofnun hann til lögreglu fyrir brot á lögum um velferð dýra. Viðurkenndi að hafa ekki fóðrað gripina nægjanlega vel Bóndinn var yfirheyrður af lögreglu. Hann sagði að nægjanlegt vatn hefði verið hjá gripunum, en að hann hefði hins vegar eigi sinnt fóðrun þeirra nægjanlega vel haustið 2021. Þar að auki hefði heyfóðrið verið lélegt. Þá sagði hann að gripirnir hefðu veikst. Hann sagði að vegna eigin aðstæðna hefði hann ekki haft rænu á að kalla eftir aðstoð. Þá sagði hann gripina hafa drepist hver af öðrum. Dómurinn sakfelldi manninn fyrir það sem honum var gefið að sök í ákærunni, en sýknaði hann af því að hafa ekki tryggt nautgripunum nægjanlegt drykkjarvatn. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára. Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa um einhvern tíma frá árinu 2021 þangað til í nóvember mánaðar 2022 misboðið nautgripum á búi sínu. Samkvæmt dómnum létust sjö nautgripanna. Bóndanum var gefið að sök að vanrækt það að fæða og vatna nautin, tryggja ekki að þeir myndu fá læknismeðferð eða að þeir yrðu aflífaðir. Heldur yfirgefa þá í bjarglausu ástandi með þeim afleiðingum að sjö nautgripir drápust og lágu dauðir og afskiptalausir í úthúsunum í allnokkurn tíma. Lögreglunni á Höfn í Hornafirði barst fyrst tilkynning um málið þann átjánda nóvember 2022. Það var dýralæknir sem tilkynnti að sér hefðu borist upplýsingar um dauða nautgripi við heimili mannsins. Lögreglumenn fóru á vettvang og hittu manninn sem benti á nautgripina sjö, tvö naut, tvær kýr, kvígu og tvo kálfa. Dómurinn féll í Héraðsdómi Austurlands.Vísir/Vilhelm „Gripirnir virðast skinhoraðir þótt erfitt sé að meta það þar sem þeir hafa legið dauðir,“ segir í skýrslu dýralæknis sem var gerð við frumrannsókn málsins þar sem vettvangur fjárhússins var ljósmyndaður, en þar mátti sjá nautgripina í tveimur stíum. Í kjölfarið ákvað Matvælastofnun að svipta manninn til bráðabirgða allri heimild til að hafa eða sjá um dýr. Síðan kærði Matvælastofnun hann til lögreglu fyrir brot á lögum um velferð dýra. Viðurkenndi að hafa ekki fóðrað gripina nægjanlega vel Bóndinn var yfirheyrður af lögreglu. Hann sagði að nægjanlegt vatn hefði verið hjá gripunum, en að hann hefði hins vegar eigi sinnt fóðrun þeirra nægjanlega vel haustið 2021. Þar að auki hefði heyfóðrið verið lélegt. Þá sagði hann að gripirnir hefðu veikst. Hann sagði að vegna eigin aðstæðna hefði hann ekki haft rænu á að kalla eftir aðstoð. Þá sagði hann gripina hafa drepist hver af öðrum. Dómurinn sakfelldi manninn fyrir það sem honum var gefið að sök í ákærunni, en sýknaði hann af því að hafa ekki tryggt nautgripunum nægjanlegt drykkjarvatn. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára.
Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira