Landris geti leitt til lengra goss Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 19. mars 2024 20:53 Um þrír sólarhringar eru síðan eldgos hófst við Sundhnúksgíga. Björn ræddi stöðuna á gosinu í dag. Vísir Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. Lillý Valgerður ræddi við Björn Oddsson sérfræðing hjá Almannavörnum nærri gosstöðvunum í dag. „Þetta hefur náttúrlega dregið sig saman í þessa gíga sem við sjáum fyrir aftan okkur, syðst á þeirri sprungu sem opnaðist á laugardagskvöldið. Og eru sunnan vatnaskilanna þannig að hraunið rennur í suðurátt,“ segir Björn. Hann segir flæðið hafa verið nokkuð stöðugt síðustu 36 klukkustundirnar. Gosið sé byrjað að draga sig saman í tvo stærri gíga og minni sunnan til. „Svo höfum við séð að það brotnar úr gígbörmunum og þá koma svona flakkarar hérna niður.“ Björn segir mikilvægt að fylgst verði með framvindu gossins, hvort hraun nái niður að varnargörðunum og nái að byggja sér þar upp. „Og svo á einhverjum tímapunkti nær þetta kannski suðurstrandarvegi.“ Hvernig metið þið framhaldið núna? „Það sem er sérstakt við þessa atburðarás núna er að á sama tíma og við erum með eldgos er landris hafið aftur í kring um Svartsengi. Sem þýðir að kvika flæði aftur inn í kvikuhólfið. Þannig að við erum að sjá til hvort þá haldi áfram að gjósa á sama tíma og við fáum flæði inn í hólfið. Og svo nákvæmlega hvernig þessi kerfi tengjast saman, hvort að þessi aðfærsluæð sé opin og þá fáum við lengra gos en það verður tíminn bara að leiða í ljós.“ Björn segir ekki hægt að spá fyrir um hversu langt gosið, sem er það lengsta af þeim fjórum sem orðið hafa síðustu þremur mánuðum, gæti orðið. Tíminn verði að leiða það í ljós. Hann segir að þegar tekur að gjósa lýkur ákveðinni óvissu. Tíminn milli gosa sé erfiðastur þegar fólk veit ekki hverju það á von á. „Þannig að það er ósk að móðir náttúra leyfi þessu aðeins að lifa og hraunið dreifist á þessu svæði þar sem engir innviðir verða skemmdir.“ Þannig að það er engin hætta hér eins og stendur? „Hættan snýst aðallega um gas sem getur komið frá gosinu og er þá háð vindátt. Í gær eða fyrradag lá vindurinn yfir Svartsengissvæðið og þá mældist SO2 mengun þar. Og þá er bara brugðist við því þegar slíkar aðstæður koma upp. Og síðan þá hætta tengd hraunrennslinu ef þetta gos verður lengra og hraunið nær að mjaka sér hérna niður eftir.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til frambúðar Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. 19. mars 2024 19:05 Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06 Opna Grindavík aftur Grindavík hefur verið opnuð aftur og Grindvíkingum og þeim sem starfa í bænum leyft að dvelja þar og vinna. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að lítil sem engin hreyfing sé á hraunrennsli, bæði inn í Svartsengi og fyrir ofan Suðurstrandaveg. 19. mars 2024 10:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Lillý Valgerður ræddi við Björn Oddsson sérfræðing hjá Almannavörnum nærri gosstöðvunum í dag. „Þetta hefur náttúrlega dregið sig saman í þessa gíga sem við sjáum fyrir aftan okkur, syðst á þeirri sprungu sem opnaðist á laugardagskvöldið. Og eru sunnan vatnaskilanna þannig að hraunið rennur í suðurátt,“ segir Björn. Hann segir flæðið hafa verið nokkuð stöðugt síðustu 36 klukkustundirnar. Gosið sé byrjað að draga sig saman í tvo stærri gíga og minni sunnan til. „Svo höfum við séð að það brotnar úr gígbörmunum og þá koma svona flakkarar hérna niður.“ Björn segir mikilvægt að fylgst verði með framvindu gossins, hvort hraun nái niður að varnargörðunum og nái að byggja sér þar upp. „Og svo á einhverjum tímapunkti nær þetta kannski suðurstrandarvegi.“ Hvernig metið þið framhaldið núna? „Það sem er sérstakt við þessa atburðarás núna er að á sama tíma og við erum með eldgos er landris hafið aftur í kring um Svartsengi. Sem þýðir að kvika flæði aftur inn í kvikuhólfið. Þannig að við erum að sjá til hvort þá haldi áfram að gjósa á sama tíma og við fáum flæði inn í hólfið. Og svo nákvæmlega hvernig þessi kerfi tengjast saman, hvort að þessi aðfærsluæð sé opin og þá fáum við lengra gos en það verður tíminn bara að leiða í ljós.“ Björn segir ekki hægt að spá fyrir um hversu langt gosið, sem er það lengsta af þeim fjórum sem orðið hafa síðustu þremur mánuðum, gæti orðið. Tíminn verði að leiða það í ljós. Hann segir að þegar tekur að gjósa lýkur ákveðinni óvissu. Tíminn milli gosa sé erfiðastur þegar fólk veit ekki hverju það á von á. „Þannig að það er ósk að móðir náttúra leyfi þessu aðeins að lifa og hraunið dreifist á þessu svæði þar sem engir innviðir verða skemmdir.“ Þannig að það er engin hætta hér eins og stendur? „Hættan snýst aðallega um gas sem getur komið frá gosinu og er þá háð vindátt. Í gær eða fyrradag lá vindurinn yfir Svartsengissvæðið og þá mældist SO2 mengun þar. Og þá er bara brugðist við því þegar slíkar aðstæður koma upp. Og síðan þá hætta tengd hraunrennslinu ef þetta gos verður lengra og hraunið nær að mjaka sér hérna niður eftir.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til frambúðar Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. 19. mars 2024 19:05 Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06 Opna Grindavík aftur Grindavík hefur verið opnuð aftur og Grindvíkingum og þeim sem starfa í bænum leyft að dvelja þar og vinna. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að lítil sem engin hreyfing sé á hraunrennsli, bæði inn í Svartsengi og fyrir ofan Suðurstrandaveg. 19. mars 2024 10:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til frambúðar Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. 19. mars 2024 19:05
Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06
Opna Grindavík aftur Grindavík hefur verið opnuð aftur og Grindvíkingum og þeim sem starfa í bænum leyft að dvelja þar og vinna. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að lítil sem engin hreyfing sé á hraunrennsli, bæði inn í Svartsengi og fyrir ofan Suðurstrandaveg. 19. mars 2024 10:30