Vísbendingar um að gosið geti varað lengi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. mars 2024 11:16 Svona var staðan á eldstöðvunum um tíuleytið í morgun. Vísir/vilhelm Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn stöðug nú þegar hátt í fjórir sólarhringar eru frá því það hófst. Jarðeðlisfræðingur segir vísbendingar um að þetta eldgos gæti orðið svipað þeim sem urðu í Fagradalsfjalli og því varað lengur. Fjórða eldgosið á jafn mörgum mánuðum á Reykjanesi hófst milli Hagafells og Stóra Skófells á laugardagskvöld. Hin þrjú eldgosin voru stutt en þetta er nú þegar orðið það langlífasta af eldgosunum fjórum. „Eldgosið sjálft virðist bara nokkuð stöðugt og búið að vera síðan í fyrradag. Við erum ekki að sjá miklar breytingar á því. Þannig þetta virðist vera í einhverju jafnvægi eins og er. Þenslan í Svartsengi það virðist vera að draga úr henni. Þannig að það kannski eru vísbendingar um að þetta sé svona að komast í jafnvægi að flæðið að neðan fari beint upp í eldgosið,“ segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og jafnframt að land rísi enn undir Svartsengi. „Það er enn þá samt að mælast eitthvað landris í Svartsengi en ég held að við verðum að bíða alveg fram yfir helgi með að geta metið það hvort að í rauninni það heldur áfram landrisið þar eða hvort að við erum bara að sjá kviku koma beint upp í eldgosið.“ Hraunið rennur úr gígunum.Vísir/vilhelm Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í morgun og nú er verið að leggja mat á hraunflæðið. Benedikt telur þó ólíklegt að eldgosið muni hafa áhrif á byggð á næstu dögum og vikum. „Jaðrarnir við Suðurstrandaveg og Svartsengi hafa ekki hreyfst. Þeir eru bara stopp. Hraunið virðist bara vera núna ofan á upphaflega hrauninu og það er mest að renna til suðurs en nú er náttúrulega flæðið miklu minna heldur en það var í upphafi.“ Hann segir erfitt að meta framhaldið á þessari stundu. „Það eru kannski vísbendingar um að við séum að fá eitthvað svipuðu gos eins og í Fagradalsfjalli núna. Svona stöðugt gos sem er ekkert mjög stórt eða mikið en heldur áfram kannski til einhvers lengri tíma en það er alveg fullt snemmt að vera að spá einhverju slíku. við verðum pínu bara að sjá það.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhiti Almannavarnir Tengdar fréttir Bein útsending: Svona er staðan á gosstöðvunum Sprungan sem gýs á milli Stóra-Skógfells og Hagafells virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Lítið dró úr eldgosi í nótt. 20. mars 2024 10:38 Umfjöllun um eldsumbrot vísar ferðamönnum frá Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. 19. mars 2024 22:17 Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa Sjá meira
Fjórða eldgosið á jafn mörgum mánuðum á Reykjanesi hófst milli Hagafells og Stóra Skófells á laugardagskvöld. Hin þrjú eldgosin voru stutt en þetta er nú þegar orðið það langlífasta af eldgosunum fjórum. „Eldgosið sjálft virðist bara nokkuð stöðugt og búið að vera síðan í fyrradag. Við erum ekki að sjá miklar breytingar á því. Þannig þetta virðist vera í einhverju jafnvægi eins og er. Þenslan í Svartsengi það virðist vera að draga úr henni. Þannig að það kannski eru vísbendingar um að þetta sé svona að komast í jafnvægi að flæðið að neðan fari beint upp í eldgosið,“ segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og jafnframt að land rísi enn undir Svartsengi. „Það er enn þá samt að mælast eitthvað landris í Svartsengi en ég held að við verðum að bíða alveg fram yfir helgi með að geta metið það hvort að í rauninni það heldur áfram landrisið þar eða hvort að við erum bara að sjá kviku koma beint upp í eldgosið.“ Hraunið rennur úr gígunum.Vísir/vilhelm Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í morgun og nú er verið að leggja mat á hraunflæðið. Benedikt telur þó ólíklegt að eldgosið muni hafa áhrif á byggð á næstu dögum og vikum. „Jaðrarnir við Suðurstrandaveg og Svartsengi hafa ekki hreyfst. Þeir eru bara stopp. Hraunið virðist bara vera núna ofan á upphaflega hrauninu og það er mest að renna til suðurs en nú er náttúrulega flæðið miklu minna heldur en það var í upphafi.“ Hann segir erfitt að meta framhaldið á þessari stundu. „Það eru kannski vísbendingar um að við séum að fá eitthvað svipuðu gos eins og í Fagradalsfjalli núna. Svona stöðugt gos sem er ekkert mjög stórt eða mikið en heldur áfram kannski til einhvers lengri tíma en það er alveg fullt snemmt að vera að spá einhverju slíku. við verðum pínu bara að sjá það.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhiti Almannavarnir Tengdar fréttir Bein útsending: Svona er staðan á gosstöðvunum Sprungan sem gýs á milli Stóra-Skógfells og Hagafells virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Lítið dró úr eldgosi í nótt. 20. mars 2024 10:38 Umfjöllun um eldsumbrot vísar ferðamönnum frá Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. 19. mars 2024 22:17 Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa Sjá meira
Bein útsending: Svona er staðan á gosstöðvunum Sprungan sem gýs á milli Stóra-Skógfells og Hagafells virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Lítið dró úr eldgosi í nótt. 20. mars 2024 10:38
Umfjöllun um eldsumbrot vísar ferðamönnum frá Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. 19. mars 2024 22:17
Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53