Innflutningur er ekki bændum um að kenna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. mars 2024 21:01 Steinþór Logi Arnarsson, formaður ungra bænda, sem segir að mikill innflutningur á matvælum til landsins sé ekki bændum að kenna, þar þurfi aðrir að sýna vilja verki og þá á hann við íslensk stjórnvöld. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill innflutningur á matvælum til landsins er ekki íslenskum bændum að kenna segir formaður ungra bænda og vísar þar til stjórnvalda, sem verði að sýna vilja í verki. Steinþór Logi Arnarsson, formaður ungra bænda fer víða um og heldur erindi þar sem hann fer yfir stöðu bænda og framtíð þeirra á Íslandi. Hann var til dæmis á fjölmennri ráðstefnu í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum þar sem hann fór yfir stöðuna eins og hún blasir við honum í dag. En hvar eru mestu tækifærin? „Það er bara fyrst og fremst að anna matvælaþörf hér innanlands fyrir þjóð okkar og ferðamenn, sem sækja okkur heim og standa þannig vörð um sérstöðu okkar,” segir Steinþór Logi. Það er verið að flytja inn mikið af matvælum til landsins. Hvað viltu segja við því? „Já, það er þá svolítið úr okkar höndum hvernig við gerum hlutina. Innflutningur matvæla stendur kannski ekki á sama plani og þessar kröfur og markmið, sem við setjum okkur hvað varðar umhverfismál, dýravelferð og margt fleira.” Steinþór Logi var með mjög áhugavert erindi á ráðstefnum I Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki hálflélegt af bændum að geta ekki framleitt nóg af matvælum fyrir þjóð sína eða hvað? „Nei, ég vil nú ekki segja að það sé bændum að kenna, það eru aðrir aðilar sem þurfa að taka sig aðeins til og sýna vilja í verki og þar á ég við stjórnvöld,” segir Steinþór Logi og bætir við. „Það er bara okkar verkefni sameiginlega, bænda og neytenda að upplýsa hvort annað um hvað bændur eru að gera og hvað neytendur vilja. Þannig að það eru mörg tækifæri þar.” En af hverju ætti ungt fólk að gerast bændur í dag? „Af því að vera bóndi er frábært starf í frábæru umhverfi. Það er gaman að takast á við áskoranir náttúrunnar og uppskera eftir því landi og þjóð til heilla,” segir formaður ungra bænda á Íslandi. Steinþór Logi segir að það sé frábært að vera bóndi á Íslandi. Hér er fallega hyrndur hrútur úr Þingvallasveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Steinþór Logi Arnarsson, formaður ungra bænda fer víða um og heldur erindi þar sem hann fer yfir stöðu bænda og framtíð þeirra á Íslandi. Hann var til dæmis á fjölmennri ráðstefnu í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum þar sem hann fór yfir stöðuna eins og hún blasir við honum í dag. En hvar eru mestu tækifærin? „Það er bara fyrst og fremst að anna matvælaþörf hér innanlands fyrir þjóð okkar og ferðamenn, sem sækja okkur heim og standa þannig vörð um sérstöðu okkar,” segir Steinþór Logi. Það er verið að flytja inn mikið af matvælum til landsins. Hvað viltu segja við því? „Já, það er þá svolítið úr okkar höndum hvernig við gerum hlutina. Innflutningur matvæla stendur kannski ekki á sama plani og þessar kröfur og markmið, sem við setjum okkur hvað varðar umhverfismál, dýravelferð og margt fleira.” Steinþór Logi var með mjög áhugavert erindi á ráðstefnum I Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki hálflélegt af bændum að geta ekki framleitt nóg af matvælum fyrir þjóð sína eða hvað? „Nei, ég vil nú ekki segja að það sé bændum að kenna, það eru aðrir aðilar sem þurfa að taka sig aðeins til og sýna vilja í verki og þar á ég við stjórnvöld,” segir Steinþór Logi og bætir við. „Það er bara okkar verkefni sameiginlega, bænda og neytenda að upplýsa hvort annað um hvað bændur eru að gera og hvað neytendur vilja. Þannig að það eru mörg tækifæri þar.” En af hverju ætti ungt fólk að gerast bændur í dag? „Af því að vera bóndi er frábært starf í frábæru umhverfi. Það er gaman að takast á við áskoranir náttúrunnar og uppskera eftir því landi og þjóð til heilla,” segir formaður ungra bænda á Íslandi. Steinþór Logi segir að það sé frábært að vera bóndi á Íslandi. Hér er fallega hyrndur hrútur úr Þingvallasveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira