Ljósadýrð á himni í kvöld Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 18:16 Það stefnir í sjónarspil á festingunni í kvöld að sögn Veðurstofunnar. Vísir/Vilhelm Það viðrar vel til norðurljósa í kvöld að sögn vakthafanda hjá Veðurstofu Íslands og búist er við því að litrík og sterk norðurljós prýði festinguna í kvöld. „Það var það sem kallast sólgos. Það þýðir að ógurlega mikið af ögnum sem koma af sólinni sem eru að skella á segulsviðinu. Það er það samspil sem býr til norðurljósin. Það er ástæðan fyrir því að búist er við mjög miklum norðurljósum í kvöld,“ segir vakthafandi í samtali við fréttastofu. Samkvæmt sérfræðingunum á Veðurstofunni er spáð frekar mikilli norðurljósavirkni hér á landi en það sem er óvenjulegt í þessu tilfelli er hvað norðurljósin ná sunnarlega. Það gætu til dæmis sést til norðurljósa suður í Póllandi sem vakthafandi segir að komi alveg fyrir en sé ekki daglegt brauð. Sævar Helgi Bragason, sérfræðingur við Náttúrufræðistofu Kópavogs sem er landsmönnum kunnugur undir nafninu Stjörnu-Sævar, birti í dag færslu á reikning sinn á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þar sem hann brýnir til landsmanna að horfa til himins í kvöld. Allir mælar á yfirsnúningi því kröftug kórónuskvetta er mætt og ber kröftuglega á segulsviðinu og andrúmsloftinu okkar.Það þýðir blússandi og litrík norðurljós í kvöld. Fylgist með mælum og skýjahulu á nýja norðurljósavefnum, https://t.co/8sS3859BSX @mblfrettir pic.twitter.com/VWrPSk1uAe— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) March 24, 2024 „Allir mælar á yfirsnúningi því kröftug kórónuskvetta er mætt og ber kröftuglega á segulsviðinu og andrúmsloftinu okkar. Það þýðir blússandi og litrík norðurljós í kvöld,“ segir Stjörnu-Sævar. Hann segir að segulstormur af stærðinni 8 á Kp-skalanum sé í gangi en Kp-skalinn er notaður til að mæla segulvirkni í andrúmslofti Jarðar. Vefur Aurora Forecast lýsir því sjónarspili sem segulstormur af slíkri stærð veldur á Íslandi sem björtum, kvikum og litríkum norðurljósum sem sjást suður að fimmtugustu breiddargráðu. Geimurinn Veður Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Það var það sem kallast sólgos. Það þýðir að ógurlega mikið af ögnum sem koma af sólinni sem eru að skella á segulsviðinu. Það er það samspil sem býr til norðurljósin. Það er ástæðan fyrir því að búist er við mjög miklum norðurljósum í kvöld,“ segir vakthafandi í samtali við fréttastofu. Samkvæmt sérfræðingunum á Veðurstofunni er spáð frekar mikilli norðurljósavirkni hér á landi en það sem er óvenjulegt í þessu tilfelli er hvað norðurljósin ná sunnarlega. Það gætu til dæmis sést til norðurljósa suður í Póllandi sem vakthafandi segir að komi alveg fyrir en sé ekki daglegt brauð. Sævar Helgi Bragason, sérfræðingur við Náttúrufræðistofu Kópavogs sem er landsmönnum kunnugur undir nafninu Stjörnu-Sævar, birti í dag færslu á reikning sinn á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þar sem hann brýnir til landsmanna að horfa til himins í kvöld. Allir mælar á yfirsnúningi því kröftug kórónuskvetta er mætt og ber kröftuglega á segulsviðinu og andrúmsloftinu okkar.Það þýðir blússandi og litrík norðurljós í kvöld. Fylgist með mælum og skýjahulu á nýja norðurljósavefnum, https://t.co/8sS3859BSX @mblfrettir pic.twitter.com/VWrPSk1uAe— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) March 24, 2024 „Allir mælar á yfirsnúningi því kröftug kórónuskvetta er mætt og ber kröftuglega á segulsviðinu og andrúmsloftinu okkar. Það þýðir blússandi og litrík norðurljós í kvöld,“ segir Stjörnu-Sævar. Hann segir að segulstormur af stærðinni 8 á Kp-skalanum sé í gangi en Kp-skalinn er notaður til að mæla segulvirkni í andrúmslofti Jarðar. Vefur Aurora Forecast lýsir því sjónarspili sem segulstormur af slíkri stærð veldur á Íslandi sem björtum, kvikum og litríkum norðurljósum sem sjást suður að fimmtugustu breiddargráðu.
Geimurinn Veður Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira