Sjáðu mörkin fimm úr úrslitaleik Breiðabliks og ÍA Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 12:46 Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks. Hann fékk að lyfta Lengjubikarnum í gærkvöldi eftir sigur Breiðabliks á ÍA í úrslitaleik mótsins. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik er Lengjubikarmeistari karla árið 2024 eftir sigur á ÍA í úrslitaleik mótsins sem fram fór á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Svo fór að Blikar unnu leikinn nokkuð örugglega, lokatölur 4-1 sigur. Það var Kristófer Ingi Kristinsson sem kom Blikum yfir með snotru skallamarki sínu um miðbik seinni hálfleiks. Fyrirgjöf Arons Bjarnasonar rataði beint á kollinn á Kristófer Inga sem skallaði boltann af stakri prýði í netið. Marko Vardic jafnaði metin fyrir Skagamenn skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks með stórglæsilegu marki. Vardic þrumaði boltanum rétt utan vítateigs Blika og knötturinn söng í samskeytunum. Óverjandi fyrir Anton Ara Einarsson, markvörð Breiðabliks. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, endurheimti síðan forskot Kópavogsliðsins með marki sínu beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Skot Höskuldar var hnitmiðað og rataði í fjærhornið. Staðan 2-1 í hálfleik. Jason Daði Sveinþórsson kom svo Blikum í 3-1 með fallegu marki sínu í upphafi seinni hálfleiks. Andri Rafn Yeoman átti þá flotta stungusendingu á Jason Daða sem tók boltann vel með sér og vippaði honum yfir Árna Marínó. Fjórða mark Blika var af dýrari gerðinni. Kristinn Steindórsson vippaði þá boltanum innfyrir vörn Skagamanna á Höskuld sem skoraði með viðstöðulausu skoti á lofti. Breiðablik tryggði sér þar með sigurinn í Lengjubikarnum í þriðja skipti í sögu félagsins en síðast vann liðið mótið árið 2015. Blikar komast þar af leiðandi upp að hlið Skagaliðsins á listanum yfir fjölda titla í þessu móti. Rétt rúm vika er þar til flautað verður til leiks í Bestu deild karla. Blikar fara með ansi gott veganesti inn í mótið. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Lengjubikar karla Breiðablik ÍA Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - ÍA 4-1 | Blikar unnu Lengjubikarinn með sigri gegn Skaganum Breiðablik er Lengjubikarmeistari karla í fótbolta árið 2024 eftir þægilegan 4-1 sigur á ÍA í Kópavogi í kvöld. 27. mars 2024 21:10 Mest lesið Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira
Það var Kristófer Ingi Kristinsson sem kom Blikum yfir með snotru skallamarki sínu um miðbik seinni hálfleiks. Fyrirgjöf Arons Bjarnasonar rataði beint á kollinn á Kristófer Inga sem skallaði boltann af stakri prýði í netið. Marko Vardic jafnaði metin fyrir Skagamenn skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks með stórglæsilegu marki. Vardic þrumaði boltanum rétt utan vítateigs Blika og knötturinn söng í samskeytunum. Óverjandi fyrir Anton Ara Einarsson, markvörð Breiðabliks. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, endurheimti síðan forskot Kópavogsliðsins með marki sínu beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Skot Höskuldar var hnitmiðað og rataði í fjærhornið. Staðan 2-1 í hálfleik. Jason Daði Sveinþórsson kom svo Blikum í 3-1 með fallegu marki sínu í upphafi seinni hálfleiks. Andri Rafn Yeoman átti þá flotta stungusendingu á Jason Daða sem tók boltann vel með sér og vippaði honum yfir Árna Marínó. Fjórða mark Blika var af dýrari gerðinni. Kristinn Steindórsson vippaði þá boltanum innfyrir vörn Skagamanna á Höskuld sem skoraði með viðstöðulausu skoti á lofti. Breiðablik tryggði sér þar með sigurinn í Lengjubikarnum í þriðja skipti í sögu félagsins en síðast vann liðið mótið árið 2015. Blikar komast þar af leiðandi upp að hlið Skagaliðsins á listanum yfir fjölda titla í þessu móti. Rétt rúm vika er þar til flautað verður til leiks í Bestu deild karla. Blikar fara með ansi gott veganesti inn í mótið. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Lengjubikar karla Breiðablik ÍA Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - ÍA 4-1 | Blikar unnu Lengjubikarinn með sigri gegn Skaganum Breiðablik er Lengjubikarmeistari karla í fótbolta árið 2024 eftir þægilegan 4-1 sigur á ÍA í Kópavogi í kvöld. 27. mars 2024 21:10 Mest lesið Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - ÍA 4-1 | Blikar unnu Lengjubikarinn með sigri gegn Skaganum Breiðablik er Lengjubikarmeistari karla í fótbolta árið 2024 eftir þægilegan 4-1 sigur á ÍA í Kópavogi í kvöld. 27. mars 2024 21:10