Hjólhýsabyggðin á Laugarvatni og Húsið á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2024 20:30 Margar mjög skemmtilegar myndir eru á sýningunni frá tímum hjólhýsabyggðarinnar á Laugarvatni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ljósmyndasýning með broti af því besta frá hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni hefur verið opnuð í Húsinu á Eyrarbakka en svæðið var starfrækt í 45 ár, eða þar til því var lokað af öryggisástæðum. Ljósmyndararnir Þórdís Erla Ágústsdóttir og Sigríður Marrow mynduðu hjólhýsabyggðina á Laugarvatni í þrjú sumur á meðan hún var og hét og er afraksturinn nú til sýnis hjá Byggðasafni Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka en þar áður var sýningin í Þjóðminjasafni Íslands. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ákvað að loka svæðinu 2022 af öryggisástæðum vegna eldhættu. Sýningin heitir; “Ef garðálfar gætu talað”. „Við vorum ekki alveg vissar hvernig okkur yrði tekið eða hvað tæki á móti okkur en við tók þessi blómlega og fallega byggð og okkur svo vel tekið alls staðar. Það vildu allir vera með, þetta var svo yndislegt fólk og bara einstakur heimur,” segir Sigríður. „Salurinn hérna passar mjög vel fyrir þessa sýningu því hann gefur þessa hlýlegu vídd, auka vídd á myndirnar. Þetta er svolítið eins og að vera í sólskini, sumri og sólskini þegar maður kemur hérna inn í þennan sal og sér þessar myndir og gefur innsýn inn í það hvað þessi heimur var góður,” segir Þórdís Erla og bætir við. „Og hvað það var góð stemming þarna, það er líka málið, fólki leið vel, fólk tengdist vinaböndum og var kannski með heilu fjölskyldurnar með sér í hjólhýsunum.” Vinkonurnar og ljósmyndararnir, Þórdís Erla Ágústsdóttir (t.v.) og Sigríður Marrow, sem tóku myndirnar á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Linda Ásdísardóttir, safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga átti upphaflegu hugmyndina að sýningunni. „Og hún breytist auðvitað alveg gríðarlega við það að fara úr stórum sal, myndasalnum í Þjóðminjasafninu í þessa litlu borðstofu. Það verður einhvern vegin svona meira sólskin kannski hérna eins og þið sjáið og gardínurnar meira að segja hérna í stofunni,” segir Linda. Linda Ásdísardóttir safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga, sem átti upphaflegu hugmyndina að sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ljósmyndasýningin verður opin í Húsinu á Eyrarbakka alla páskana, frítt inn og allir velkomnir. Heimasíða Byggðasafns Árnesinga Hjólhýsabyggðin var á Laugarvatni í 45 ár og eiga margir mjög góðar minningar þaðan.Magnús Hlynur Hreiðarsson Húsið á Eyrarbakka þar sem sýningin er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Bláskógabyggð Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Menning Ljósmyndun Sýningar á Íslandi Söfn Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira
Ljósmyndararnir Þórdís Erla Ágústsdóttir og Sigríður Marrow mynduðu hjólhýsabyggðina á Laugarvatni í þrjú sumur á meðan hún var og hét og er afraksturinn nú til sýnis hjá Byggðasafni Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka en þar áður var sýningin í Þjóðminjasafni Íslands. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ákvað að loka svæðinu 2022 af öryggisástæðum vegna eldhættu. Sýningin heitir; “Ef garðálfar gætu talað”. „Við vorum ekki alveg vissar hvernig okkur yrði tekið eða hvað tæki á móti okkur en við tók þessi blómlega og fallega byggð og okkur svo vel tekið alls staðar. Það vildu allir vera með, þetta var svo yndislegt fólk og bara einstakur heimur,” segir Sigríður. „Salurinn hérna passar mjög vel fyrir þessa sýningu því hann gefur þessa hlýlegu vídd, auka vídd á myndirnar. Þetta er svolítið eins og að vera í sólskini, sumri og sólskini þegar maður kemur hérna inn í þennan sal og sér þessar myndir og gefur innsýn inn í það hvað þessi heimur var góður,” segir Þórdís Erla og bætir við. „Og hvað það var góð stemming þarna, það er líka málið, fólki leið vel, fólk tengdist vinaböndum og var kannski með heilu fjölskyldurnar með sér í hjólhýsunum.” Vinkonurnar og ljósmyndararnir, Þórdís Erla Ágústsdóttir (t.v.) og Sigríður Marrow, sem tóku myndirnar á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Linda Ásdísardóttir, safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga átti upphaflegu hugmyndina að sýningunni. „Og hún breytist auðvitað alveg gríðarlega við það að fara úr stórum sal, myndasalnum í Þjóðminjasafninu í þessa litlu borðstofu. Það verður einhvern vegin svona meira sólskin kannski hérna eins og þið sjáið og gardínurnar meira að segja hérna í stofunni,” segir Linda. Linda Ásdísardóttir safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga, sem átti upphaflegu hugmyndina að sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ljósmyndasýningin verður opin í Húsinu á Eyrarbakka alla páskana, frítt inn og allir velkomnir. Heimasíða Byggðasafns Árnesinga Hjólhýsabyggðin var á Laugarvatni í 45 ár og eiga margir mjög góðar minningar þaðan.Magnús Hlynur Hreiðarsson Húsið á Eyrarbakka þar sem sýningin er.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Bláskógabyggð Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Menning Ljósmyndun Sýningar á Íslandi Söfn Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira