Telja að eldgosinu sé líklega að ljúka Lovísa Arnardóttir skrifar 31. mars 2024 15:49 Gervitunglamyndir teknar 30. mars, til vinstri, og 29. mars, til hægri, sýna mjög ólíka virkni. Gervitunglamyndir frá NASA og ESA benda til þess að kvikustreymi í eldgosinu við Sundhnúk hafi dregist saman um allt að helming síðasta sólarhringinn. Mögulega þýðir það að eldgosinu lýkur fljótlega. Það hófst þann 16. mars og hafði því staðið í tvær vikur í gær. Þetta kemur fram í nýrri færslu á Facebook hjá Rannsóknareiningu í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands. Þar segir að síðustu daga hafi verið góð veðurskilyrði fyrir gervitunglaathuganir og að í samanburði á myndum frá Sentinel megi sjá að dregið hefur úr hraunflæði nær gígunum. Þá hefur virkni í hraunbreiðunni dregist að Hagafelli. „,,,ennfremur þá verður gígur þrjú ekki eins greinilegur á mynd frá 29. mars,“ segir í færslunni en fram kom í fréttum í morgun að líklega sé slokknað í einum gígnum. Þeim syðsta og minnsta. Í færslu rannsóknareiningarinnar eru birtar fjórar myndir. Frá Sentinel sem teknar eru 27. og 29. mars og svo frá Landsat sem teknar eru 29 .mars og 30. Mars. „Heilt yfir dregur verulega úr varmaútgeislun frá frá eldstöðvunum á þessum eina sólarhring. Þetta kemur heim og saman við það sem sést á vefmyndavélum, en nyrsti gígurinn er sá eini sem er virkur að einhverju ráði í dag. Það dregur því nær endalokum þessa eldgos sem staðið hefur yfir í rétt rúmar 2 vikur,“ segir að lokum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. 30. mars 2024 22:52 Náðu tökum á gróðureldum við gosstöðvar í gær Slökkviliðsmenn náðu að slökkva í gróðureldum sem blossuðu upp við gosstöðvarnar í gær. Slökkvilið frá Grindavík, Suðurnesjum og Árnessýslu voru við störf og verður áfram viðvera í dag. Mjög þurrt er á svæðinu og engin rigning í kortunum. 30. mars 2024 09:29 „Reynum allt til að missa þetta ekki í sömu stærð“ Slökkvilið Grindavíkur gerir nú hvað það getur til að koma í veg fyrir að gróðureldar við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga breiði úr sér og verði jafn stórir og þeir urðu í gosinu í júlí á síðasta ári. Hjálpin kemur víða að. 29. mars 2024 14:27 Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“ Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út. 28. mars 2024 20:47 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri færslu á Facebook hjá Rannsóknareiningu í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands. Þar segir að síðustu daga hafi verið góð veðurskilyrði fyrir gervitunglaathuganir og að í samanburði á myndum frá Sentinel megi sjá að dregið hefur úr hraunflæði nær gígunum. Þá hefur virkni í hraunbreiðunni dregist að Hagafelli. „,,,ennfremur þá verður gígur þrjú ekki eins greinilegur á mynd frá 29. mars,“ segir í færslunni en fram kom í fréttum í morgun að líklega sé slokknað í einum gígnum. Þeim syðsta og minnsta. Í færslu rannsóknareiningarinnar eru birtar fjórar myndir. Frá Sentinel sem teknar eru 27. og 29. mars og svo frá Landsat sem teknar eru 29 .mars og 30. Mars. „Heilt yfir dregur verulega úr varmaútgeislun frá frá eldstöðvunum á þessum eina sólarhring. Þetta kemur heim og saman við það sem sést á vefmyndavélum, en nyrsti gígurinn er sá eini sem er virkur að einhverju ráði í dag. Það dregur því nær endalokum þessa eldgos sem staðið hefur yfir í rétt rúmar 2 vikur,“ segir að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. 30. mars 2024 22:52 Náðu tökum á gróðureldum við gosstöðvar í gær Slökkviliðsmenn náðu að slökkva í gróðureldum sem blossuðu upp við gosstöðvarnar í gær. Slökkvilið frá Grindavík, Suðurnesjum og Árnessýslu voru við störf og verður áfram viðvera í dag. Mjög þurrt er á svæðinu og engin rigning í kortunum. 30. mars 2024 09:29 „Reynum allt til að missa þetta ekki í sömu stærð“ Slökkvilið Grindavíkur gerir nú hvað það getur til að koma í veg fyrir að gróðureldar við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga breiði úr sér og verði jafn stórir og þeir urðu í gosinu í júlí á síðasta ári. Hjálpin kemur víða að. 29. mars 2024 14:27 Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“ Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út. 28. mars 2024 20:47 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. 30. mars 2024 22:52
Náðu tökum á gróðureldum við gosstöðvar í gær Slökkviliðsmenn náðu að slökkva í gróðureldum sem blossuðu upp við gosstöðvarnar í gær. Slökkvilið frá Grindavík, Suðurnesjum og Árnessýslu voru við störf og verður áfram viðvera í dag. Mjög þurrt er á svæðinu og engin rigning í kortunum. 30. mars 2024 09:29
„Reynum allt til að missa þetta ekki í sömu stærð“ Slökkvilið Grindavíkur gerir nú hvað það getur til að koma í veg fyrir að gróðureldar við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga breiði úr sér og verði jafn stórir og þeir urðu í gosinu í júlí á síðasta ári. Hjálpin kemur víða að. 29. mars 2024 14:27
Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“ Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út. 28. mars 2024 20:47