Síðasta vígi norrænna seðla fallið Árni Sæberg skrifar 4. apríl 2024 13:54 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Stöð 2/Einar Landsbanki Íslands hefur hætt kaupum og sölu á norskum krónum og mun frá og með 3. maí 2024 hætta að kaupa og selja sænskar eða danskar krónur. Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að bankinn hafi boðið upp á kaup og sölu á norskum, sænskum og dönskum myntum eins lengi og unnt var, en þar sem viðskiptabankar í móttökulandi hafi tekið fyrir skipti á reiðufé frá öðrum löndum sé ljóst að því verður ekki fram haldið. Notkun fari minnkandi Í tilkynningunni segir að notkun reiðufjár fari minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafi flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafi einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti hafi verið hertar, aftur sérstaklega á Norðurlöndunum. Fólk komi aftur heim með seðlana Samhliða þessum breytingum hafi eftirspurn viðskiptavina eftir erlendu reiðufé minnkað verulega undanfarin ár. Það verði sífellt erfiðara að greiða með reiðufé á alþjóðavettvangi. Starfsfólk í útibúum Landsbankans sé í mörgum tilfellum að taka á móti gjaldeyri sem viðskiptavinir gátu ekki notað til að inna af hendi greiðslur á ferðalögum sínum erlendis. Síðasta vígið fallið Þegar breytingar Landsbankans taka gildi verða engir norrænir seðlar fáanlegir í viðskiptabönkum hér á landi. Í byrjun árs tilkynnti Íslandsbanki að bankinn hefði þegar hætt að taka við dönskum, norskum og sænskum seðlum. Arion banki tilkynnti mánuði seinna að frá og með 15. mars 2024 myndi bankinn aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum. Greiðslumiðlun Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Danmörk Noregur Svíþjóð Tengdar fréttir Hætta viðskiptum með seðla í öllum erlendum myntum nema fjórum Frá og með 15. mars 2024 mun Arion banki aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum. 2. febrúar 2024 14:37 Taka ekki lengur við dönskum seðlum Frá og með áramótum hætti Íslandsbanki að taka á móti seðlum í dönskum krónum. 4. janúar 2024 10:14 Hætta að taka við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum Arion banki hefur tilkynnt að ekki verði lengur tekið við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum frá og með áramótum. 19. desember 2023 13:47 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að bankinn hafi boðið upp á kaup og sölu á norskum, sænskum og dönskum myntum eins lengi og unnt var, en þar sem viðskiptabankar í móttökulandi hafi tekið fyrir skipti á reiðufé frá öðrum löndum sé ljóst að því verður ekki fram haldið. Notkun fari minnkandi Í tilkynningunni segir að notkun reiðufjár fari minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafi flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafi einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti hafi verið hertar, aftur sérstaklega á Norðurlöndunum. Fólk komi aftur heim með seðlana Samhliða þessum breytingum hafi eftirspurn viðskiptavina eftir erlendu reiðufé minnkað verulega undanfarin ár. Það verði sífellt erfiðara að greiða með reiðufé á alþjóðavettvangi. Starfsfólk í útibúum Landsbankans sé í mörgum tilfellum að taka á móti gjaldeyri sem viðskiptavinir gátu ekki notað til að inna af hendi greiðslur á ferðalögum sínum erlendis. Síðasta vígið fallið Þegar breytingar Landsbankans taka gildi verða engir norrænir seðlar fáanlegir í viðskiptabönkum hér á landi. Í byrjun árs tilkynnti Íslandsbanki að bankinn hefði þegar hætt að taka við dönskum, norskum og sænskum seðlum. Arion banki tilkynnti mánuði seinna að frá og með 15. mars 2024 myndi bankinn aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum.
Greiðslumiðlun Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Danmörk Noregur Svíþjóð Tengdar fréttir Hætta viðskiptum með seðla í öllum erlendum myntum nema fjórum Frá og með 15. mars 2024 mun Arion banki aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum. 2. febrúar 2024 14:37 Taka ekki lengur við dönskum seðlum Frá og með áramótum hætti Íslandsbanki að taka á móti seðlum í dönskum krónum. 4. janúar 2024 10:14 Hætta að taka við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum Arion banki hefur tilkynnt að ekki verði lengur tekið við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum frá og með áramótum. 19. desember 2023 13:47 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Hætta viðskiptum með seðla í öllum erlendum myntum nema fjórum Frá og með 15. mars 2024 mun Arion banki aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum. 2. febrúar 2024 14:37
Taka ekki lengur við dönskum seðlum Frá og með áramótum hætti Íslandsbanki að taka á móti seðlum í dönskum krónum. 4. janúar 2024 10:14
Hætta að taka við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum Arion banki hefur tilkynnt að ekki verði lengur tekið við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum frá og með áramótum. 19. desember 2023 13:47