Allir spenntir nema Halldór: „Ég meika þetta ekki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. apríl 2024 08:41 Halldór Smári í leiknum við Val á mánudag. Honum var síðar vísað af velli. Vísir/Hulda Margrét Halldór Smári Sigurðsson, fyrirliði Víkings, verður á hliðarlínunni þegar hans menn opna Bestu deild karla gegn Stjörnunni í Víkinni í kvöld. Hann kvíðir því að þurfa að horfa á leikinn úr stúkunni. Halldór fékk að líta rautt spjald gegn Val í Meistarakeppni KSÍ í vikunni og er af þeim sökum í leikbanni í kvöld. Hann segir meira stress fyrir kvöldinu í því ljósi að hann geti ekki spilað. Honum þykir erfitt að horfa á leiki síns liðs án þess að geta haft áhrif. „Það er meiri. Alveg klárlega. Síðast var ég í stúkunni í undanúrslitum gegn KR núna seinasta haust. Þá sat ég hérna með Matta Vill og ég var bara farinn út í Elliðaárdal á fertugustu mínútu. Ég meika þetta ekki,“ segir Halldór í samtali við Stöð 2. Klippa: Erfið kvöldstund fram undan Stjörnunni gekk afar vel á seinni hluta mótsins í fyrra og Halldór býst við að Garðbæingar mæti öflugir til leiks í kvöld. „Manni líður svipað, umtalið er gott og ekkert að ástæðulausu. Þeir spila frábæran bolta og gengur mjög vel. Þetta er strembinn fyrsti leikur. Fyrir Stjörnuna að koma inn í þennan leik gegn meisturunum hafa þeir engu að tapa, þannig lagað,“ „Þetta er fínn leikur fyrir þá til að byrja mótið. Við þurfum heldur betur að vera klárir í þetta vegna þess að þetta verður hrikalega tough,“ segir Halldór. Bæði lið sækja gjarnan til sigurs og því von á skemmtilegum leik. Fyrir alla nema Halldór sem verður ráfandi um stúkuna og Fossvoginn. „Já, alla nema mig. Ég vona náttúrulega bara að það verði hérna 3-0 fyrir okkur í fyrri hálfleik og að þetta verði ekki skemmtilegt fyrir Stjörnuna. En fyrir hlutlausa vona ég að þetta verði góð skemmtun,“ segir Halldór. Leikur Víkings og Stjörnunnar er klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 18:45 þar sem hitað verður upp fyrir leiki helgarinnar. Rætt verður nánar við Halldór Smára í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Viðtalið við hann í heild verður birt á Vísi á sunnudagsmorgun. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Tengdar fréttir „Held að þeir séu ekki síður hungraðir en í fyrra“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Íslandsmeistarar Víkings geti bætt enn frekar í og segir að spennandi tímabil sé í vændum í Fossvoginum. 6. apríl 2024 09:31 Besta-spáin 2024: Miða á stjörnurnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2024 09:00 Besta-spáin 2024: Knattspyrnuhald undir Jökli Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2024 09:01 „Hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir Stjörnuna vera spurningarmerki skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. 5. apríl 2024 09:30 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Halldór fékk að líta rautt spjald gegn Val í Meistarakeppni KSÍ í vikunni og er af þeim sökum í leikbanni í kvöld. Hann segir meira stress fyrir kvöldinu í því ljósi að hann geti ekki spilað. Honum þykir erfitt að horfa á leiki síns liðs án þess að geta haft áhrif. „Það er meiri. Alveg klárlega. Síðast var ég í stúkunni í undanúrslitum gegn KR núna seinasta haust. Þá sat ég hérna með Matta Vill og ég var bara farinn út í Elliðaárdal á fertugustu mínútu. Ég meika þetta ekki,“ segir Halldór í samtali við Stöð 2. Klippa: Erfið kvöldstund fram undan Stjörnunni gekk afar vel á seinni hluta mótsins í fyrra og Halldór býst við að Garðbæingar mæti öflugir til leiks í kvöld. „Manni líður svipað, umtalið er gott og ekkert að ástæðulausu. Þeir spila frábæran bolta og gengur mjög vel. Þetta er strembinn fyrsti leikur. Fyrir Stjörnuna að koma inn í þennan leik gegn meisturunum hafa þeir engu að tapa, þannig lagað,“ „Þetta er fínn leikur fyrir þá til að byrja mótið. Við þurfum heldur betur að vera klárir í þetta vegna þess að þetta verður hrikalega tough,“ segir Halldór. Bæði lið sækja gjarnan til sigurs og því von á skemmtilegum leik. Fyrir alla nema Halldór sem verður ráfandi um stúkuna og Fossvoginn. „Já, alla nema mig. Ég vona náttúrulega bara að það verði hérna 3-0 fyrir okkur í fyrri hálfleik og að þetta verði ekki skemmtilegt fyrir Stjörnuna. En fyrir hlutlausa vona ég að þetta verði góð skemmtun,“ segir Halldór. Leikur Víkings og Stjörnunnar er klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 18:45 þar sem hitað verður upp fyrir leiki helgarinnar. Rætt verður nánar við Halldór Smára í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Viðtalið við hann í heild verður birt á Vísi á sunnudagsmorgun.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Tengdar fréttir „Held að þeir séu ekki síður hungraðir en í fyrra“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Íslandsmeistarar Víkings geti bætt enn frekar í og segir að spennandi tímabil sé í vændum í Fossvoginum. 6. apríl 2024 09:31 Besta-spáin 2024: Miða á stjörnurnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2024 09:00 Besta-spáin 2024: Knattspyrnuhald undir Jökli Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2024 09:01 „Hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir Stjörnuna vera spurningarmerki skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. 5. apríl 2024 09:30 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
„Held að þeir séu ekki síður hungraðir en í fyrra“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Íslandsmeistarar Víkings geti bætt enn frekar í og segir að spennandi tímabil sé í vændum í Fossvoginum. 6. apríl 2024 09:31
Besta-spáin 2024: Miða á stjörnurnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2024 09:00
Besta-spáin 2024: Knattspyrnuhald undir Jökli Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2024 09:01
„Hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir Stjörnuna vera spurningarmerki skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. 5. apríl 2024 09:30
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð