Þórsarar enn ósigraðir á tímabilinu Arnar Gauti Bjarkason skrifar 10. apríl 2024 17:02 Leiklýsendurnir kvöldsins voru félagarnir Steingrímur Viðar Karlsson eða ,,Fenrisúlfur” og Kristófer Óli Birkisson eða ,,Coca_Kroli" GR Verk deildin í Rocket League hóf göngu sína á ný í gær með byrjun 3. umferðar þar sem þrjár viðureignir voru spilaðar. OMON áttu fyrstu viðureign kvöldsins gegn 354 en sú viðureign hófst með tæpum 2-1 sigri, 354 í vil. OMON svöruðu andstæðingum sínum þó af mikilli hörku í leik tvö sem fór 2-0 fyrir OMON en 354 voru greinilega gráir fyrir járnum í þessari viðureign þar sem næstu tveir leikir fóru 4-2 og síðan 7-2, 354 í vil. Lauk þeirri viðureign þar af leiðandi 3-1 fyrir 354. Mikil eftirvænting var fyrir toppbaráttu DUSTY og OGV en þó tókst DUSTY-mönnum að gjörsigra viðureignina. Fyrsti leikurinn fór 2-0 fyrir DUSTY og reyndu OGV að leita hefnda í öðrum leiknum sem gekk þó ekki upp þar sem DUSTY skoruðu lokamarkið í 8 sekúndna framlengingu. Sá leikur endaði með 6-5 sigri DUSTY-manna. OGV létu þó ekki deigan síga í þriðja leik viðureignarinnar og börðust af miklum krafti en það dugði ekki til þar sem DUSTY náði yfirhöndinni að lokum og skoruðu lokamark viðureignarinnar í framlengingu sem stóð í 1 mínútu og 43 sekúndur. Lokatölur þessa leiks voru 2-1 fyrir DUSTY og þar af leiðandi 3-0 í viðureigninni sjálfri. Þórsarar og Quick Esports mættust í síðustu viðureign kvöldsins en Quick Esports höfðu ekki roð við Þórsum þar sem að þeir náðu aðeins að skora 1 mark í allri viðureigninni. Fyrsti leikurinn fór 6-0, annar leikurinn 5-1 og sá þriðji 5-0 þar sem Þórsarar fóru með sigur af hólmi í viðureign sinni gegn Quick Esports. Þórsarar eru efstir í deildinni og hafa enn ekki tapað leik. Stutt á eftir koma DUSTY sem hafa einnig unnið allar viðureignir sínar en þó tapað einum leik gegn OMON í síðustu viku. Á eftir DUSTY koma síðan OGV sem hafa aðeins tapað einni viðureign. Síðan koma 354 Esports með stigaskorið 1-2 og þar á eftir OMON og Quick Esports sem eiga enn eftir að sigra viðureign. Nálgast má stöðu deildarinnar á Liquipedia síðu deildarinnar. Á Liquipedia síðu deildarinnar má sjá að Þórsar hafa ekki tapað 1 leik í viðureignum sínum Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu næstu umferðar á morgun þann 11. apríl kl. 19:40 á streymisrás íslenska Rocket League samfélagsins. Rafíþróttir Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn
OMON áttu fyrstu viðureign kvöldsins gegn 354 en sú viðureign hófst með tæpum 2-1 sigri, 354 í vil. OMON svöruðu andstæðingum sínum þó af mikilli hörku í leik tvö sem fór 2-0 fyrir OMON en 354 voru greinilega gráir fyrir járnum í þessari viðureign þar sem næstu tveir leikir fóru 4-2 og síðan 7-2, 354 í vil. Lauk þeirri viðureign þar af leiðandi 3-1 fyrir 354. Mikil eftirvænting var fyrir toppbaráttu DUSTY og OGV en þó tókst DUSTY-mönnum að gjörsigra viðureignina. Fyrsti leikurinn fór 2-0 fyrir DUSTY og reyndu OGV að leita hefnda í öðrum leiknum sem gekk þó ekki upp þar sem DUSTY skoruðu lokamarkið í 8 sekúndna framlengingu. Sá leikur endaði með 6-5 sigri DUSTY-manna. OGV létu þó ekki deigan síga í þriðja leik viðureignarinnar og börðust af miklum krafti en það dugði ekki til þar sem DUSTY náði yfirhöndinni að lokum og skoruðu lokamark viðureignarinnar í framlengingu sem stóð í 1 mínútu og 43 sekúndur. Lokatölur þessa leiks voru 2-1 fyrir DUSTY og þar af leiðandi 3-0 í viðureigninni sjálfri. Þórsarar og Quick Esports mættust í síðustu viðureign kvöldsins en Quick Esports höfðu ekki roð við Þórsum þar sem að þeir náðu aðeins að skora 1 mark í allri viðureigninni. Fyrsti leikurinn fór 6-0, annar leikurinn 5-1 og sá þriðji 5-0 þar sem Þórsarar fóru með sigur af hólmi í viðureign sinni gegn Quick Esports. Þórsarar eru efstir í deildinni og hafa enn ekki tapað leik. Stutt á eftir koma DUSTY sem hafa einnig unnið allar viðureignir sínar en þó tapað einum leik gegn OMON í síðustu viku. Á eftir DUSTY koma síðan OGV sem hafa aðeins tapað einni viðureign. Síðan koma 354 Esports með stigaskorið 1-2 og þar á eftir OMON og Quick Esports sem eiga enn eftir að sigra viðureign. Nálgast má stöðu deildarinnar á Liquipedia síðu deildarinnar. Á Liquipedia síðu deildarinnar má sjá að Þórsar hafa ekki tapað 1 leik í viðureignum sínum Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu næstu umferðar á morgun þann 11. apríl kl. 19:40 á streymisrás íslenska Rocket League samfélagsins.
Rafíþróttir Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn