Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum sunnudaginn 21. apríl. Íþróttadeild spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið falli niður í Lengjudeildina. Ef gamla fyrirkomulagið hefði enn verið við lýði hefði Keflavík fallið úr Bestu deildinni í fyrra. Eftir átján umferðir var liðið nefnilega í 9. sæti. Sem betur fer fyrir Keflvíkinga var úrslitakeppnin eftir og þar sýndu þeir styrk sinn. Keflavík gerði jafntefli við Tindastóll en vann svo ÍBV og Selfoss og hélt sér uppi. Keflvíkingar máttu því vel við árangurinn á fyrsta tímabilinu undir stjórn Jonathans Glenn una. Áttunda sætið varð niðurstaðan þriðja árið í röð. grafík/bjarki Það mátti samt vart tæpara standa og ljóst var að þær dökkbláu þyrftu að spýta í lófana í vetur. En það hefur ekki verið gert. Keflavík hefur misst sterka leikmenn og liðið virðist talsvert veikara en í fyrra. Og það veit ekki á gott. Förum aðeins nánar yfir það sem Keflavík hefur misst. Nær öll vörnin er farin (Caroline Slambrouck, Mikaela Nótt Pétursdóttir og Sandra Voitane), sem og Dröfn Einarsdóttir, Amelía Rún Fjeldsted og Margrét Lea Gísladóttir. Allir þessir leikmenn voru í stórum hlutverkum í fyrra og skörð þeirra hafa ekki verið fyllt. grafík/bjarki Þá fór kínverski framherjinn Linli Tu til Breiðabliks um mitt síðasta tímabil og hún kemur ekki aftur til Keflavíkur. Markaskorun var aðal vandamál Keflvíkinga í fyrra en liðið skoraði aðeins fimmtán mörk í Bestu deildinni, þar af einungis sex á heimavelli sem hálf neyðarleg tölfræði. Það er því kannski ekki að ástæðulausu að tveir af þremur erlendu leikmönnum sem Keflavík hefur fengið í vetur spila framarlega á vellinum; Saorla Miller og Elianna Beard. Þá fengu Keflvíkingar einnig bakvörðinn Sue Friedrichs sem lék áður með Selfossi. Hin kanadíska Miller kemur úr bandaríska háskólaboltanum á meðan Beard er með flotta ferilskrá og hefur meðal annars leikið í Meistaradeild Evrópu og er landsliðskona Ísraels. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Keflavi kur (@keflavikfc) Þær verða að vera góðar ef liðið ætlar að eiga möguleika á að halda sér í Bestu deildinni. Hin finnska Vera Varis þarf líka að eiga dúndur sumar í marki Keflvíkinga. En eins og staðan er núna virðist geta brugðið til beggja vona með liðið í þeirri hörðu fallbaráttu sem er væntanlega framundan. Lykilmenn Vera Varis, 30 ára markvörður Kristrún Ýr Holm, 28 ára varnarmaður Elianna Beard, 27 ára miðjumaður Fylgist með Í liði Keflavíkur eru nokkrir ungir og spennandi leikmenn, meðal annars miðjumaðurinn Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir sem er fædd 2008. Hún lék fjóra af fimm leikjum Keflvíkinga í Lengjubikarnum og verður væntanlega í byrjunarliði þeirra í sumar. Í besta/versta falli Keflvíkingar verða þéttir fyrir og vel skipulagðir undir stjórn Glenns en liðið er tæplega nógu gott til að halda sér uppi. Til að það gerist þarf að koma góður liðsstyrkur á næstu dögum en annars er erfitt að sjá annað en að Keflavík verði í öðru af tveimur neðstu sætunum. Besta deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum sunnudaginn 21. apríl. Íþróttadeild spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið falli niður í Lengjudeildina. Ef gamla fyrirkomulagið hefði enn verið við lýði hefði Keflavík fallið úr Bestu deildinni í fyrra. Eftir átján umferðir var liðið nefnilega í 9. sæti. Sem betur fer fyrir Keflvíkinga var úrslitakeppnin eftir og þar sýndu þeir styrk sinn. Keflavík gerði jafntefli við Tindastóll en vann svo ÍBV og Selfoss og hélt sér uppi. Keflvíkingar máttu því vel við árangurinn á fyrsta tímabilinu undir stjórn Jonathans Glenn una. Áttunda sætið varð niðurstaðan þriðja árið í röð. grafík/bjarki Það mátti samt vart tæpara standa og ljóst var að þær dökkbláu þyrftu að spýta í lófana í vetur. En það hefur ekki verið gert. Keflavík hefur misst sterka leikmenn og liðið virðist talsvert veikara en í fyrra. Og það veit ekki á gott. Förum aðeins nánar yfir það sem Keflavík hefur misst. Nær öll vörnin er farin (Caroline Slambrouck, Mikaela Nótt Pétursdóttir og Sandra Voitane), sem og Dröfn Einarsdóttir, Amelía Rún Fjeldsted og Margrét Lea Gísladóttir. Allir þessir leikmenn voru í stórum hlutverkum í fyrra og skörð þeirra hafa ekki verið fyllt. grafík/bjarki Þá fór kínverski framherjinn Linli Tu til Breiðabliks um mitt síðasta tímabil og hún kemur ekki aftur til Keflavíkur. Markaskorun var aðal vandamál Keflvíkinga í fyrra en liðið skoraði aðeins fimmtán mörk í Bestu deildinni, þar af einungis sex á heimavelli sem hálf neyðarleg tölfræði. Það er því kannski ekki að ástæðulausu að tveir af þremur erlendu leikmönnum sem Keflavík hefur fengið í vetur spila framarlega á vellinum; Saorla Miller og Elianna Beard. Þá fengu Keflvíkingar einnig bakvörðinn Sue Friedrichs sem lék áður með Selfossi. Hin kanadíska Miller kemur úr bandaríska háskólaboltanum á meðan Beard er með flotta ferilskrá og hefur meðal annars leikið í Meistaradeild Evrópu og er landsliðskona Ísraels. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Keflavi kur (@keflavikfc) Þær verða að vera góðar ef liðið ætlar að eiga möguleika á að halda sér í Bestu deildinni. Hin finnska Vera Varis þarf líka að eiga dúndur sumar í marki Keflvíkinga. En eins og staðan er núna virðist geta brugðið til beggja vona með liðið í þeirri hörðu fallbaráttu sem er væntanlega framundan. Lykilmenn Vera Varis, 30 ára markvörður Kristrún Ýr Holm, 28 ára varnarmaður Elianna Beard, 27 ára miðjumaður Fylgist með Í liði Keflavíkur eru nokkrir ungir og spennandi leikmenn, meðal annars miðjumaðurinn Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir sem er fædd 2008. Hún lék fjóra af fimm leikjum Keflvíkinga í Lengjubikarnum og verður væntanlega í byrjunarliði þeirra í sumar. Í besta/versta falli Keflvíkingar verða þéttir fyrir og vel skipulagðir undir stjórn Glenns en liðið er tæplega nógu gott til að halda sér uppi. Til að það gerist þarf að koma góður liðsstyrkur á næstu dögum en annars er erfitt að sjá annað en að Keflavík verði í öðru af tveimur neðstu sætunum.