Fjölbrautaskóli Suðurlands mætir Tækniskólanum í úrslitum Arnar Gauti Bjarkason skrifar 11. apríl 2024 19:03 Fjölbrautaskóli Suðurlands mætir Tækniskólanum í úrslitum FRÍS, Framhaldsskólaleika Rafíþróttasambands Íslands, næsta miðvikudag 17. apríl kl. 19:30 eftir sigur gegn Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í gær, miðvikudaginn 10. apríl. FG og FSu voru í 2. og 3. sæti hvort fyrir sig í undankeppni leikanna. Keppt var í Valorant, Counter-Strike 2 og síðan Rocket League að lokum. Viðureignin hófst með sigri FSu í Valorant á kortinu ,,Ascent” en fór leikurinn 13-7 fyrir Framhaldsskóla Suðurlands þar sem FG valdi varnarhelming. Mikið var í húfi fyrir FG þar sem að skólinn þurfti að vinna Counter-Strike til þess að halda sér í viðureigninni en Fjölbrautaskólanum í Garðabæ tókst að klóra sig í gegnum Counter-Strike leikinn 13-11 eftir harða baráttu. Valdi FG einnig varnarhelming í þeim leik. Valt því sigur viðureignarinnar á niðurstöðu Rocket League leikjanna. Fyrsta leikinn unnu FSu með naumindum 3-2 en FG harðneituðu að láta senda sig heim og svöruðu mótherjum sínum með tæpum 2-1 sigri í öðrum leiknum. Þó dugði það ekki til þar sem að FSu unnu þriðja leikinn 3-1 og með sigrinum tryggði skólinn sig í úrslit gegn Tækniskólanum með 2-1 sigri í viðureigninni. Tækniskólinn og FSu hafa lagt alla andstæðina að velli hingað til. Úrslitin munu eiga sér stað næstkomandi miðvikudag, 17. apríl kl. 19:30 en hægt verður að fylgjast með þeim í beinni útsendingu á streymisrás Rafíþróttasambands Íslands og á Stöð 2 Esports. Þar að auki verður hægt að mæta á Arena, þjóðarleikvang rafíþrótta á Íslandi, til þess að horfa á leikina í eigin persónu þar sem að úrslitaliðin munu spila leiki sína. Arena er staðsett á Smáratorgi 3 í Kópavogi. Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Framhaldsskólar Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti
FG og FSu voru í 2. og 3. sæti hvort fyrir sig í undankeppni leikanna. Keppt var í Valorant, Counter-Strike 2 og síðan Rocket League að lokum. Viðureignin hófst með sigri FSu í Valorant á kortinu ,,Ascent” en fór leikurinn 13-7 fyrir Framhaldsskóla Suðurlands þar sem FG valdi varnarhelming. Mikið var í húfi fyrir FG þar sem að skólinn þurfti að vinna Counter-Strike til þess að halda sér í viðureigninni en Fjölbrautaskólanum í Garðabæ tókst að klóra sig í gegnum Counter-Strike leikinn 13-11 eftir harða baráttu. Valdi FG einnig varnarhelming í þeim leik. Valt því sigur viðureignarinnar á niðurstöðu Rocket League leikjanna. Fyrsta leikinn unnu FSu með naumindum 3-2 en FG harðneituðu að láta senda sig heim og svöruðu mótherjum sínum með tæpum 2-1 sigri í öðrum leiknum. Þó dugði það ekki til þar sem að FSu unnu þriðja leikinn 3-1 og með sigrinum tryggði skólinn sig í úrslit gegn Tækniskólanum með 2-1 sigri í viðureigninni. Tækniskólinn og FSu hafa lagt alla andstæðina að velli hingað til. Úrslitin munu eiga sér stað næstkomandi miðvikudag, 17. apríl kl. 19:30 en hægt verður að fylgjast með þeim í beinni útsendingu á streymisrás Rafíþróttasambands Íslands og á Stöð 2 Esports. Þar að auki verður hægt að mæta á Arena, þjóðarleikvang rafíþrótta á Íslandi, til þess að horfa á leikina í eigin persónu þar sem að úrslitaliðin munu spila leiki sína. Arena er staðsett á Smáratorgi 3 í Kópavogi.
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Framhaldsskólar Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti