Fyrstu kaup Þórkötlu í Grindavík gengin í gegn Lovísa Arnardóttir og Telma Tómasson skrifa 12. apríl 2024 15:15 Fyrstu kaup Þórkötlu eru nú gengin í gegn. Vísir/Arnar Fasteignafélagið Þórkatla gekk í dag frá fyrstu kaupsamningunum um kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur munu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í næstu viku. Í tilkynningu segir að gengið hafi verið frá kaupunum sem rafrænum hætti í samvinnu við Ísland.is. Ferlið sem hefur verið í þróun að undanförnu hjá Ísland.is felur í sér rafrænan kaupsamning, rafrænar undirskriftir og í fyrsta skipti á Íslandi rafræna þinglýsingu kaupsamninga í fasteignaviðskiptum. Markmið Þórkötlu er að klára afgreiðslu þorra þeirra umsókna sem þegar hafa borist í þessum mánuði. Alls liggja nú fyrir 675 umsóknir hjá félaginu en hægt er að sækja um út þetta ár. Í tilkynningu segir að hluti umsókna muni þarfnast sérstakrar skoðunar og að það muni taka aðeins lengri tíma. „Stór hluti umsókna er tiltölulega aðgengilegur og við teljum okkur geta unnið það hratt. Við segjum að við ætlum að komast langt með allar umsóknir sem ekki stoppa á einhverju í aprílmánuði. Ég vona að við getum staðið við það,“ sagði Örn Viðar Skúlason, framkvæmdastjóri Þórkötlu fasteignafélags, í fréttum á Bylgjunni síðdegis. Þegar stjórn Þórkötlu hefur samþykkt umsókn fær fólk senda tilkynningu um að þess bíði skjal til rafrænnar undirritunar. Örn Viðar segir að enginn þurfi að drífa sig og fólk geti lagst yfir kaupsamninginn í rólegheitum. Þegar seljendur og kaupandi hafa skrifað undir fer samningurinn sjálfkrafa í rafræna þinglýsingu. Örn Viðar segir að þegar gengið hafi verið frá kaupsamningi og þinglýsingu taki það í mesta lagi fjóra til fimma daga þar til seljendur fá greidd 95 prósent af kaupverði eignar. Afhending eignar fer fram einum til þremur mánuðum eftir kaupsamingin og afsalsgreiðsla á fimm prósentum kaupverðrsins mánuði eftir afhendingu. Fréttin hefur verið uppfærð með tilvitnunum í framkvæmdastjóra Þórkötlu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir íbúa ekki hugsa hlutina til enda og treysta sérfræðingum í blindni Bæjarfulltrúi í Grindavík veltir fyrir sér hvort íbúar séu of fljótir á sér með uppkaupum húsnæðis og flótta úr bænum. Hann telur íbúa og bæjarstjórn vera áhorfendur að því sem sé að gerast og hlusti á sérfræðinga í blindni án þess að hugsa hlutina til enda. 1. apríl 2024 18:15 546 Grindvíkingar vilja selja Þórkötlu húsið sitt Alls hafa 546 Grindvíkingar óskað eftir því að selja Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. íbúðarhúsnæði sitt. Þrátt fyrir mikinn fjölda umsókna stefnir félagið enn að því að hefja kaupin í byrjun apríl. 27. mars 2024 15:04 Ráðinn framkvæmdastjóri úr hópi 27 umsækjenda Stjórn Fasteignafélagsins Þórkötlu ehf. hefur ráðið Örn Viðar Skúlason sem framkvæmdastjóra. Örn Viðar var á meðal 27 umsækjenda um starfið. Félaginu er ætlað að annast uppkaup ríkisins á fasteignum í Grindavíkurbæ vegna náttúruhamfara á Reykjanesi. 21. mars 2024 16:19 Bjóðast til að kaupa húsnæði Grindvíkinga Ríkissjóður mun bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á því hvíla. Umfang aðgerðarinnar er metið allt að 61 milljarði króna. Frumvarp þessa efnis var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag og hefur verið birt í samráðsgátt. 9. febrúar 2024 16:50 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Í tilkynningu segir að gengið hafi verið frá kaupunum sem rafrænum hætti í samvinnu við Ísland.is. Ferlið sem hefur verið í þróun að undanförnu hjá Ísland.is felur í sér rafrænan kaupsamning, rafrænar undirskriftir og í fyrsta skipti á Íslandi rafræna þinglýsingu kaupsamninga í fasteignaviðskiptum. Markmið Þórkötlu er að klára afgreiðslu þorra þeirra umsókna sem þegar hafa borist í þessum mánuði. Alls liggja nú fyrir 675 umsóknir hjá félaginu en hægt er að sækja um út þetta ár. Í tilkynningu segir að hluti umsókna muni þarfnast sérstakrar skoðunar og að það muni taka aðeins lengri tíma. „Stór hluti umsókna er tiltölulega aðgengilegur og við teljum okkur geta unnið það hratt. Við segjum að við ætlum að komast langt með allar umsóknir sem ekki stoppa á einhverju í aprílmánuði. Ég vona að við getum staðið við það,“ sagði Örn Viðar Skúlason, framkvæmdastjóri Þórkötlu fasteignafélags, í fréttum á Bylgjunni síðdegis. Þegar stjórn Þórkötlu hefur samþykkt umsókn fær fólk senda tilkynningu um að þess bíði skjal til rafrænnar undirritunar. Örn Viðar segir að enginn þurfi að drífa sig og fólk geti lagst yfir kaupsamninginn í rólegheitum. Þegar seljendur og kaupandi hafa skrifað undir fer samningurinn sjálfkrafa í rafræna þinglýsingu. Örn Viðar segir að þegar gengið hafi verið frá kaupsamningi og þinglýsingu taki það í mesta lagi fjóra til fimma daga þar til seljendur fá greidd 95 prósent af kaupverði eignar. Afhending eignar fer fram einum til þremur mánuðum eftir kaupsamingin og afsalsgreiðsla á fimm prósentum kaupverðrsins mánuði eftir afhendingu. Fréttin hefur verið uppfærð með tilvitnunum í framkvæmdastjóra Þórkötlu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir íbúa ekki hugsa hlutina til enda og treysta sérfræðingum í blindni Bæjarfulltrúi í Grindavík veltir fyrir sér hvort íbúar séu of fljótir á sér með uppkaupum húsnæðis og flótta úr bænum. Hann telur íbúa og bæjarstjórn vera áhorfendur að því sem sé að gerast og hlusti á sérfræðinga í blindni án þess að hugsa hlutina til enda. 1. apríl 2024 18:15 546 Grindvíkingar vilja selja Þórkötlu húsið sitt Alls hafa 546 Grindvíkingar óskað eftir því að selja Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. íbúðarhúsnæði sitt. Þrátt fyrir mikinn fjölda umsókna stefnir félagið enn að því að hefja kaupin í byrjun apríl. 27. mars 2024 15:04 Ráðinn framkvæmdastjóri úr hópi 27 umsækjenda Stjórn Fasteignafélagsins Þórkötlu ehf. hefur ráðið Örn Viðar Skúlason sem framkvæmdastjóra. Örn Viðar var á meðal 27 umsækjenda um starfið. Félaginu er ætlað að annast uppkaup ríkisins á fasteignum í Grindavíkurbæ vegna náttúruhamfara á Reykjanesi. 21. mars 2024 16:19 Bjóðast til að kaupa húsnæði Grindvíkinga Ríkissjóður mun bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á því hvíla. Umfang aðgerðarinnar er metið allt að 61 milljarði króna. Frumvarp þessa efnis var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag og hefur verið birt í samráðsgátt. 9. febrúar 2024 16:50 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Segir íbúa ekki hugsa hlutina til enda og treysta sérfræðingum í blindni Bæjarfulltrúi í Grindavík veltir fyrir sér hvort íbúar séu of fljótir á sér með uppkaupum húsnæðis og flótta úr bænum. Hann telur íbúa og bæjarstjórn vera áhorfendur að því sem sé að gerast og hlusti á sérfræðinga í blindni án þess að hugsa hlutina til enda. 1. apríl 2024 18:15
546 Grindvíkingar vilja selja Þórkötlu húsið sitt Alls hafa 546 Grindvíkingar óskað eftir því að selja Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. íbúðarhúsnæði sitt. Þrátt fyrir mikinn fjölda umsókna stefnir félagið enn að því að hefja kaupin í byrjun apríl. 27. mars 2024 15:04
Ráðinn framkvæmdastjóri úr hópi 27 umsækjenda Stjórn Fasteignafélagsins Þórkötlu ehf. hefur ráðið Örn Viðar Skúlason sem framkvæmdastjóra. Örn Viðar var á meðal 27 umsækjenda um starfið. Félaginu er ætlað að annast uppkaup ríkisins á fasteignum í Grindavíkurbæ vegna náttúruhamfara á Reykjanesi. 21. mars 2024 16:19
Bjóðast til að kaupa húsnæði Grindvíkinga Ríkissjóður mun bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á því hvíla. Umfang aðgerðarinnar er metið allt að 61 milljarði króna. Frumvarp þessa efnis var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag og hefur verið birt í samráðsgátt. 9. febrúar 2024 16:50