„Margar fínar stöður sem við náum ekki að nýta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. apríl 2024 22:39 Glæsilegur Arnar Grétarsson skartaði skemmtilegum skóbúnaði á hliðarlínunni í kvöld. vísir / hulda margrét Arnar Grétarsson þjálfari Vals fannst Valsmenn eiga meira skilið úr leik liðsins gegn Fylki í kvöld en markalaust jafntefli. Hann sagði sína menn ekki hafa verið nógu beitta á síðasta þriðungi vallarins. „Já, ég held það nú,“ sagði Arnar þegar hann var spurður hvort honum hafi fundist Valsmenn átt meira skilið úr leiknum. „Þetta var leikur þar sem hver átti sín tækifæri og upphlaup. Heilt yfir stjórnum við leiknum, vorum mun meira með boltann og vorum að komast trekk í trekk afturfyrir þá. Það vantaði færi á síðasta þriðjung til að klára.“ Fylkismenn voru skeinuhættir í skyndisóknum í leiknum og sköpuðu sér í nokkur skipti góð færi. Það gerðu Valsmenn einnig og meðal annars átti Gylfi Þór Sigurðsson tvö góð skot í fyrri hálfleiknum sem Ólafur Kristófer Helgason í marki Fylkis náði að verja. „Ég held við höfum alveg fengið færi í fyrri og seinni til að klára en þeir áttu sín upphlaup. Þegar þú sækir á mörgum þá eru þeir mjög fljótir fram á við. Ég held að við hefðum viljað fá þrjú stig úr þessum leik.“ Arnar var svekktur út í sína menn að hafa ekki nýtt góðar stöður betur. „Við erum trekk í trekk að komast afturfyrir þá og eigum sendingar í fyrri hálfleik inni í vítateig. Þá erum við of lengi að senda og þeir komast fyrir alla bolta, það er svekkjandi.“ „Svo eru margar fínar stöður sem við náum ekki að nýta. Það er það sem skilur á milli, á síðasta þriðjungi vorum við ekki nógu beinskeyttir og beittir. Við vorum ekki nógu ferskir í fyrri hálfleik og vorum í basli þegar það komu langir boltar. Þeir voru að vinna seinni boltann og voru hættulegir. Þeir áttu klárlega sín tækifæri í þessum leik,“ en Fylkismenn misnotuðu meðal annars vítaspyrnu í leiknum. Valsmenn fengu fjölmargar hornspyrnur í leiknum sem lítið kom út úr. Gylfi Þór Sigurðsson tók þær flestar en Adam Ægir Pálsson tók við eftir að Gylfi var tekinn af velli. Þurfa Valsmenn að æfa föstu leikatriðin betur? „Það er alveg klárt að við fengum ansi mikið af hornspyrnum en það komu engin dauðafæri út úr því. Þannig að það segir sig sjálft.“ Besta deild karla Valur Fylkir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
„Já, ég held það nú,“ sagði Arnar þegar hann var spurður hvort honum hafi fundist Valsmenn átt meira skilið úr leiknum. „Þetta var leikur þar sem hver átti sín tækifæri og upphlaup. Heilt yfir stjórnum við leiknum, vorum mun meira með boltann og vorum að komast trekk í trekk afturfyrir þá. Það vantaði færi á síðasta þriðjung til að klára.“ Fylkismenn voru skeinuhættir í skyndisóknum í leiknum og sköpuðu sér í nokkur skipti góð færi. Það gerðu Valsmenn einnig og meðal annars átti Gylfi Þór Sigurðsson tvö góð skot í fyrri hálfleiknum sem Ólafur Kristófer Helgason í marki Fylkis náði að verja. „Ég held við höfum alveg fengið færi í fyrri og seinni til að klára en þeir áttu sín upphlaup. Þegar þú sækir á mörgum þá eru þeir mjög fljótir fram á við. Ég held að við hefðum viljað fá þrjú stig úr þessum leik.“ Arnar var svekktur út í sína menn að hafa ekki nýtt góðar stöður betur. „Við erum trekk í trekk að komast afturfyrir þá og eigum sendingar í fyrri hálfleik inni í vítateig. Þá erum við of lengi að senda og þeir komast fyrir alla bolta, það er svekkjandi.“ „Svo eru margar fínar stöður sem við náum ekki að nýta. Það er það sem skilur á milli, á síðasta þriðjungi vorum við ekki nógu beinskeyttir og beittir. Við vorum ekki nógu ferskir í fyrri hálfleik og vorum í basli þegar það komu langir boltar. Þeir voru að vinna seinni boltann og voru hættulegir. Þeir áttu klárlega sín tækifæri í þessum leik,“ en Fylkismenn misnotuðu meðal annars vítaspyrnu í leiknum. Valsmenn fengu fjölmargar hornspyrnur í leiknum sem lítið kom út úr. Gylfi Þór Sigurðsson tók þær flestar en Adam Ægir Pálsson tók við eftir að Gylfi var tekinn af velli. Þurfa Valsmenn að æfa föstu leikatriðin betur? „Það er alveg klárt að við fengum ansi mikið af hornspyrnum en það komu engin dauðafæri út úr því. Þannig að það segir sig sjálft.“
Besta deild karla Valur Fylkir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki