Gervigreind býr til myndir fyrir DV Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. apríl 2024 15:52 DV hefur notað gervigreind í myndavinnslu við fréttaskrif sín. Vísir/Vilhelm Getty/Andriy Onufriyenko DV hefur gripið til þess ráðs að láta gervigreind búa til myndir sem notaðar eru í fréttavinnslu. Björn Þorfinnsson ritstjóri segir þægilegt að geta notað þessa tækni þegar illa gengur að finna heppilegar myndir í myndabönkum. Í gær birtist frétt á vef DV um það á hvaða aldri ungt fólk flytur að heiman í Evrópu. Forsíðumynd fréttarinnar er ungur maður sem heldur á tveimur kössum fyrir framan reisulegt hús, en gervigreindarforritið OpenartAI er titlað sem höfundur myndarinnar. Frumleg myndanotkun höfuðeinkenni DV Björn Þorfinnsson ritstjóri DV segir miðilinn vera mjög frjálslegan í myndanotkun, klipptar samsettar myndir og önnur frumleg myndanotkun hafi orðið einkenni DV síðastliðin ár. „Við erum búin að vera kaupa oft einhverjar „stock photos“ og slíkt þegar við erum að myndskreyta fréttir sem snúa að einhverjum almennum hlutum eins og til dæmis þessi frétt,“ segir Björn. Hann segir blaðamenn sína undanfarið hafa verið að prófa sig áfram með gervigreindarforritin og athugað hvað kemur út úr þeim, í stað þess að kaupa myndir frá myndabönkum. Björn Þorfinnsson fyrir miðju er ritstjóri DV. Hér sést hann ásamt samstarfsmönnum á DV, Kristni Hauki og Einari Þór. Myndavalið tengist fréttinni óbeint, en myndin er sú eina sem til er í myndabanka Vísis af Birni.Vísir/Vilhelm Björn rifjar það upp þegar blaðamenn DV settu mikið púður í að sviðsetja og sitja jafnvel sjálfir fyrir þegar mynd vantaði fyrir frétt sem verið var að vinna. Þá hafi blaðamenn til dæmis sviðsett vændiskaup, eða sýnt mikla leikræna tilburði og þóst vera mjög miður sín yfir einhverju til að myndskreyta fréttir. Mikil vinna var lögð í þessa myndavinnslu í gamla daga. „Nú er það þannig að maður leitar að svona myndum í myndabönkunum, en gervigreindin kemur með nýja vídd út í þetta,“ segir Björn. Hann segir DV vera feta ótroðnar lendur hvað gervigreindina varðar. Myndin frá DV sem um ræðir, ungur maður flytur að heiman.Kristinn H. Gunnarsson/DV/OpenartAI Miklar tækniframfarir hafa orðið á sviði gervigreindar síðastliðin ár og notkun hennar færst verulega í aukana. Hægt er að nota gervigreind til upplýsingaöflunar, textaskrifa og listasköpunar svo fáein dæmi séu tekin. Björn segir að þetta muni kannski koma til með að leysa „stock photos“ myndabanka af hólmi, en hann dragi mörkin þar. DV ætlar ekki að notfæra sér gervigreindina þegar mynd vantar af einstaklingum eða þess háttar. Veit ekki hver á myndina Björn segir að hann sé ekki búinn að fá það á hreint hvort myndir eftir gervigreindarforrit séu höfundarréttindavarðar, eða þá hver eigi myndina. Óljóst er hvort notandinn sem biður um upplýsingarnar eða gervigreindin sjálf eigi einhvern höfundarrétt á myndinni. „Það er reyndar mjög forvitnilegt að spá í þvi hver eigi réttinn á myndinni, en ég myndi allavega halda að notandinn sem bjó hana til ætti heiðurinn af henni,“ segir Björn. Gervigreind Fjölmiðlar Ljósmyndun Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Í gær birtist frétt á vef DV um það á hvaða aldri ungt fólk flytur að heiman í Evrópu. Forsíðumynd fréttarinnar er ungur maður sem heldur á tveimur kössum fyrir framan reisulegt hús, en gervigreindarforritið OpenartAI er titlað sem höfundur myndarinnar. Frumleg myndanotkun höfuðeinkenni DV Björn Þorfinnsson ritstjóri DV segir miðilinn vera mjög frjálslegan í myndanotkun, klipptar samsettar myndir og önnur frumleg myndanotkun hafi orðið einkenni DV síðastliðin ár. „Við erum búin að vera kaupa oft einhverjar „stock photos“ og slíkt þegar við erum að myndskreyta fréttir sem snúa að einhverjum almennum hlutum eins og til dæmis þessi frétt,“ segir Björn. Hann segir blaðamenn sína undanfarið hafa verið að prófa sig áfram með gervigreindarforritin og athugað hvað kemur út úr þeim, í stað þess að kaupa myndir frá myndabönkum. Björn Þorfinnsson fyrir miðju er ritstjóri DV. Hér sést hann ásamt samstarfsmönnum á DV, Kristni Hauki og Einari Þór. Myndavalið tengist fréttinni óbeint, en myndin er sú eina sem til er í myndabanka Vísis af Birni.Vísir/Vilhelm Björn rifjar það upp þegar blaðamenn DV settu mikið púður í að sviðsetja og sitja jafnvel sjálfir fyrir þegar mynd vantaði fyrir frétt sem verið var að vinna. Þá hafi blaðamenn til dæmis sviðsett vændiskaup, eða sýnt mikla leikræna tilburði og þóst vera mjög miður sín yfir einhverju til að myndskreyta fréttir. Mikil vinna var lögð í þessa myndavinnslu í gamla daga. „Nú er það þannig að maður leitar að svona myndum í myndabönkunum, en gervigreindin kemur með nýja vídd út í þetta,“ segir Björn. Hann segir DV vera feta ótroðnar lendur hvað gervigreindina varðar. Myndin frá DV sem um ræðir, ungur maður flytur að heiman.Kristinn H. Gunnarsson/DV/OpenartAI Miklar tækniframfarir hafa orðið á sviði gervigreindar síðastliðin ár og notkun hennar færst verulega í aukana. Hægt er að nota gervigreind til upplýsingaöflunar, textaskrifa og listasköpunar svo fáein dæmi séu tekin. Björn segir að þetta muni kannski koma til með að leysa „stock photos“ myndabanka af hólmi, en hann dragi mörkin þar. DV ætlar ekki að notfæra sér gervigreindina þegar mynd vantar af einstaklingum eða þess háttar. Veit ekki hver á myndina Björn segir að hann sé ekki búinn að fá það á hreint hvort myndir eftir gervigreindarforrit séu höfundarréttindavarðar, eða þá hver eigi myndina. Óljóst er hvort notandinn sem biður um upplýsingarnar eða gervigreindin sjálf eigi einhvern höfundarrétt á myndinni. „Það er reyndar mjög forvitnilegt að spá í þvi hver eigi réttinn á myndinni, en ég myndi allavega halda að notandinn sem bjó hana til ætti heiðurinn af henni,“ segir Björn.
Gervigreind Fjölmiðlar Ljósmyndun Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira