Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 1. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum í dag, sunnudaginn 21. apríl. Íþróttadeild spáir Val 1. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið verði Íslandsmeistari fjórða árið í röð. Þrátt fyrir að missa sterka leikmenn fyrir síðasta tímabil gáfu Valskonur ekkert eftir og unnu Íslandsmeistaratitilinn nokkuð örugglega, þriðja árið í röð og í fjórða sinn undir stjórn Péturs Péturssonar. grafík/bjarki Líkt og fyrir síðasta tímabil hefur Valur misst sterka pósta í vetur. Arna Sif Ásgrímsdóttir, besti leikmaður Bestu deildarinnar 2022 og 2023, sleit krossband og verður ekkert með, Lára Kristín Pedersen, Málfríður Anna Eiríksdóttir, Þórdís Elva Ágústsdóttir, Ásdís Karen Halldórsdóttir og markadrottningin Bryndís Arna Níelsdóttir fóru út í atvinnumennsku og Ída María Hermannsdóttir gekk í raðir FH. Þetta eru engir smá leikmenn sem Valur hefur misst en liðið hefur einnig fengið sterka leikmenn í vetur. Katie Cousins og Íris Dögg Gunnarsdóttir komu frá Þrótti, Jasmín Erla Ingadóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir frá Stjörnunni, Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir frá Haukum, Camryn Hartmann frá Bandaríkjunum, Hailey Whitaker frá Svíþjóð, Nadía Atladóttir frá Víkingi og svo er Berglind Björg Þorvaldsdóttir væntanlega á heimleið eftir dvöl í atvinnumennsku og barnsburð. Elísa Viðarsdóttir er einnig að koma aftur eftir að hafa eignast barn og sömuleiðis Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. grafík/bjarki grafík/bjarki Þrátt fyrir alla blóðtökuna er Valur enn með feykilega sterkt lið og sennilega enn það besta á landinu. Liðið er vant því að fara í gegnum breytingar og þær setja það sjaldnast út af laginu. Það er því engin ástæða til annars en að Valur verði áfram í fremstu röð og í baráttunni um báða titlana. Nýir leikmenn stíga alltaf upp hjá Val. Í fyrra gerði Bryndís Arna það heldur betur og í sumar gæti verið komið að Guðrúnu Elísabetu Björgvinsdóttur eða Ísabellu Söru Tryggvadóttur. View this post on Instagram A post shared by Svipmyndir úr Valsfótboltanum (@valurfotbolti) Amanda Andradóttir verður líka núna með frá byrjun og verður væntanlega einn allra besti leikmaður deildarinnar. Hún sýndi frábæra takta í Meistaraleiknum gegn Víkingi og það verður afar fróðlegt að fylgjast með þessum hæfileikaríka leikmanni í sumar. Lykilmenn Fanney Inga Birkisdóttir, 19 ára markvörður Anna Björk Kristjánsdóttir, 34 ára varnarmaður Amanda Andradóttir, 20 ára sóknarmaður Fylgist með Valur klófesti einn efnilegasta leikmann landsins þegar félagið fékk Ragnheiði Þórunni Jónsdóttur frá Haukum í vetur. Hún er sextán ára framherji sem skoraði þrettán mörk í 2. deildinni í fyrra auk þriggja marka í tveimur bikarleikjum. Ragnheiður hefur leikið 25 leiki fyrir yngri landsliðin og skorað fimm mörk. Er þarna komin fram ný Sara Björk Gunnarsdóttir eða Alexandra Jóhannsdóttir? Í besta/versta falli Valur verður alltaf í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar. Annað er nánast óhugsandi. Og eins og staðan er núna er líklegra að 1. sætið verði niðurstaðan á Hlíðarenda, fjórða árið í röð. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum í dag, sunnudaginn 21. apríl. Íþróttadeild spáir Val 1. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið verði Íslandsmeistari fjórða árið í röð. Þrátt fyrir að missa sterka leikmenn fyrir síðasta tímabil gáfu Valskonur ekkert eftir og unnu Íslandsmeistaratitilinn nokkuð örugglega, þriðja árið í röð og í fjórða sinn undir stjórn Péturs Péturssonar. grafík/bjarki Líkt og fyrir síðasta tímabil hefur Valur misst sterka pósta í vetur. Arna Sif Ásgrímsdóttir, besti leikmaður Bestu deildarinnar 2022 og 2023, sleit krossband og verður ekkert með, Lára Kristín Pedersen, Málfríður Anna Eiríksdóttir, Þórdís Elva Ágústsdóttir, Ásdís Karen Halldórsdóttir og markadrottningin Bryndís Arna Níelsdóttir fóru út í atvinnumennsku og Ída María Hermannsdóttir gekk í raðir FH. Þetta eru engir smá leikmenn sem Valur hefur misst en liðið hefur einnig fengið sterka leikmenn í vetur. Katie Cousins og Íris Dögg Gunnarsdóttir komu frá Þrótti, Jasmín Erla Ingadóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir frá Stjörnunni, Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir frá Haukum, Camryn Hartmann frá Bandaríkjunum, Hailey Whitaker frá Svíþjóð, Nadía Atladóttir frá Víkingi og svo er Berglind Björg Þorvaldsdóttir væntanlega á heimleið eftir dvöl í atvinnumennsku og barnsburð. Elísa Viðarsdóttir er einnig að koma aftur eftir að hafa eignast barn og sömuleiðis Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. grafík/bjarki grafík/bjarki Þrátt fyrir alla blóðtökuna er Valur enn með feykilega sterkt lið og sennilega enn það besta á landinu. Liðið er vant því að fara í gegnum breytingar og þær setja það sjaldnast út af laginu. Það er því engin ástæða til annars en að Valur verði áfram í fremstu röð og í baráttunni um báða titlana. Nýir leikmenn stíga alltaf upp hjá Val. Í fyrra gerði Bryndís Arna það heldur betur og í sumar gæti verið komið að Guðrúnu Elísabetu Björgvinsdóttur eða Ísabellu Söru Tryggvadóttur. View this post on Instagram A post shared by Svipmyndir úr Valsfótboltanum (@valurfotbolti) Amanda Andradóttir verður líka núna með frá byrjun og verður væntanlega einn allra besti leikmaður deildarinnar. Hún sýndi frábæra takta í Meistaraleiknum gegn Víkingi og það verður afar fróðlegt að fylgjast með þessum hæfileikaríka leikmanni í sumar. Lykilmenn Fanney Inga Birkisdóttir, 19 ára markvörður Anna Björk Kristjánsdóttir, 34 ára varnarmaður Amanda Andradóttir, 20 ára sóknarmaður Fylgist með Valur klófesti einn efnilegasta leikmann landsins þegar félagið fékk Ragnheiði Þórunni Jónsdóttur frá Haukum í vetur. Hún er sextán ára framherji sem skoraði þrettán mörk í 2. deildinni í fyrra auk þriggja marka í tveimur bikarleikjum. Ragnheiður hefur leikið 25 leiki fyrir yngri landsliðin og skorað fimm mörk. Er þarna komin fram ný Sara Björk Gunnarsdóttir eða Alexandra Jóhannsdóttir? Í besta/versta falli Valur verður alltaf í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar. Annað er nánast óhugsandi. Og eins og staðan er núna er líklegra að 1. sætið verði niðurstaðan á Hlíðarenda, fjórða árið í röð.
Fanney Inga Birkisdóttir, 19 ára markvörður Anna Björk Kristjánsdóttir, 34 ára varnarmaður Amanda Andradóttir, 20 ára sóknarmaður