10 ár af matargleði: Eldum rétt býður í milljón króna ferðalag Eldum rétt 17. apríl 2024 11:03 „Ég hoppaði inn til að hjálpa í nokkra daga en svo fór ég bara aldrei,‟ segir Oddur Örnólfsson, framleiðslustjóri Eldum rétt sem á 10 ára afmæli í ár. „Verandi sjálfur með lítil börn veit ég ekki hvernig við gætum látið hversdagslífið ganga upp ef við værum ekki í svona áskrift,‟ segir Oddur Örnólfsson, framleiðslustjóri Eldum rétt. Oddur hefur starfað hjá fyrirtækinu nánast frá byrjun en Eldum rétt fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir. „Ég hoppaði inn til að hjálpa í nokkra daga en svo fór ég bara aldrei,‟ segir Oddur og skellir upp úr. Í dag er Oddur yfir allri framleiðslu hjá Eldum rétt og sér til þess að allt rúlli vel á framleiðslugólfinu. Lauma gjöfum í kassana Á þeim áratug sem liðið hefur frá stofnun Eldum rétt hafa tugþúsundir landsmanna sparað sér dýrmætan tíma, orku og kostnað tengt þráláta hausverknum sem allir þekkja: Hvað á að vera í kvöldmatinn? Í tilefni af stórafmælinu ætlar Eldum rétt að fagna áfanganum og gefa fjórum heppnum viðskiptavinum ævintýraleg ferðalög að andvirði einnar milljónar króna hver. Þeir sem versla matarpakka á eldumrett.is á tímabilinu 11. apríl til 8. maí munu því eiga kost á að vinna utanlandsferð ásamt fjöldanum öllum af öðrum spennandi vinningum. Einfaldar hversdagslífið Nánast frá upphafi hefur Eldum rétt notið mikilla vinsælda, enda sjá áskrifendur ekki aðeins fram á lægri matarútgjöld heldur gerir það þeim kleift að takmarka matarsóun og spara dýrmætan tíma sem færi annars í að standa svangir í matvörubúð, sem er eitthvað sem flestir vilja eflaust forðast - sér í lagi barnafjölskyldur. „Okkur reiknast svo til að tæpur þriðjungur þjóðarinnar hafi á einhverjum tímapunkti smakkað Eldum rétt, sem við erum afskaplega stolt af. Út frá því er líka gaman að velta fyrir sér hversu margar stressandi búðarferðir við höfum sparað fólki á þessum tíma en það eru einmitt þessir hlutir sem geta haft mikil áhrif á lífsgæðin,‟ segir Oddur. Litlir aðstoðarkokkar Einn af stærstu viðskiptavinahópum Eldum rétt eru barnafjölskyldur og því er auðvitað sérstaklega mikilvægt að huga að hollum og einföldum réttum. „Við viljum setja saman rétti sem slá í gegn hjá allri fjölskyldunni og fá jafnvel þá matvöndustu til að smakka,‟ segir Oddur og nefnir nokkur dæmi um hvernig megi fá börn til að smakka nýja rétti: „Það getur verið sniðugt að fá krakkana til að hjálpa til í eldhúsinu, jafnvel bara þó þau fylgist með matseldinni og haki til dæmis við skrefin í uppskriftinni. Þá eru þau oft líklegri til að vilja smakka matinn og prufa þannig nýja rétti.‟ Fjölbreytnin skiptir meginmáli Hjá Eldum rétt starfar teymi sem sér alfarið um að þróa nýjar og spennandi máltíðir. „Fjölbreytnin skiptir öllu máli svo fólk fái ekki leið á réttunum,‟ segir Oddur en á undanförnum áratug hefur Eldum rétt þróað rúmlega 1900 mismunandi uppskriftir. „Það þýðir að þú gætir eldað mismunandi rétt á hverjum einasta degi í yfir fimm ár‟ segir Oddur. Hjá Eldum rétt er lögð mikil áhersla á að bjóða mismunandi valmöguleika og rétti frá öllum heimshornum. Þar að auki er ávallt í boði fiskur eða réttir með sjávarfangi. „Í hverri viku er hægt að velja úr 22 réttum, þar af þremur vegan réttum, þremur ketó og a.m.k. þremur svokölluðum einfaldir og fljótlegir réttir,‟ segir Oddur. „Stundum erum við líka með lúxusrétti eins og nautalund eða humar og þegar góða veðrið lætur sjá sig bjóðum við gjarnan upp á eitthvað gott á grillið.‟ Bjóða í draumafríið Síðastliðin ár hefur skapast hefð fyrir því að Eldum rétt gleðji viðskiptavini sína á afmælinu, meðal annars með því að lauma vinningsferðum í kassana. Vinningarnir í ár eru þeir stærstu hingað til en um er að ræða fjóra aðalvinninga sem eru ferðalög að verðmæti ein milljón króna hver. „Okkur fannst upplagt að lauma af handahófi fjórum risastórum ferðavinningum í nokkra kassa og bjóða þannig heppnum viðskiptavinum í draumaferðalagið, þar sem þau þurfa ekki að hugsa út í neitt - bara njóta lífsins með fjölskyldunni. Sem er auðvitað alveg í anda Eldum rétt!‟ Matur Fjölskyldumál Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna Sjá meira
Oddur hefur starfað hjá fyrirtækinu nánast frá byrjun en Eldum rétt fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir. „Ég hoppaði inn til að hjálpa í nokkra daga en svo fór ég bara aldrei,‟ segir Oddur og skellir upp úr. Í dag er Oddur yfir allri framleiðslu hjá Eldum rétt og sér til þess að allt rúlli vel á framleiðslugólfinu. Lauma gjöfum í kassana Á þeim áratug sem liðið hefur frá stofnun Eldum rétt hafa tugþúsundir landsmanna sparað sér dýrmætan tíma, orku og kostnað tengt þráláta hausverknum sem allir þekkja: Hvað á að vera í kvöldmatinn? Í tilefni af stórafmælinu ætlar Eldum rétt að fagna áfanganum og gefa fjórum heppnum viðskiptavinum ævintýraleg ferðalög að andvirði einnar milljónar króna hver. Þeir sem versla matarpakka á eldumrett.is á tímabilinu 11. apríl til 8. maí munu því eiga kost á að vinna utanlandsferð ásamt fjöldanum öllum af öðrum spennandi vinningum. Einfaldar hversdagslífið Nánast frá upphafi hefur Eldum rétt notið mikilla vinsælda, enda sjá áskrifendur ekki aðeins fram á lægri matarútgjöld heldur gerir það þeim kleift að takmarka matarsóun og spara dýrmætan tíma sem færi annars í að standa svangir í matvörubúð, sem er eitthvað sem flestir vilja eflaust forðast - sér í lagi barnafjölskyldur. „Okkur reiknast svo til að tæpur þriðjungur þjóðarinnar hafi á einhverjum tímapunkti smakkað Eldum rétt, sem við erum afskaplega stolt af. Út frá því er líka gaman að velta fyrir sér hversu margar stressandi búðarferðir við höfum sparað fólki á þessum tíma en það eru einmitt þessir hlutir sem geta haft mikil áhrif á lífsgæðin,‟ segir Oddur. Litlir aðstoðarkokkar Einn af stærstu viðskiptavinahópum Eldum rétt eru barnafjölskyldur og því er auðvitað sérstaklega mikilvægt að huga að hollum og einföldum réttum. „Við viljum setja saman rétti sem slá í gegn hjá allri fjölskyldunni og fá jafnvel þá matvöndustu til að smakka,‟ segir Oddur og nefnir nokkur dæmi um hvernig megi fá börn til að smakka nýja rétti: „Það getur verið sniðugt að fá krakkana til að hjálpa til í eldhúsinu, jafnvel bara þó þau fylgist með matseldinni og haki til dæmis við skrefin í uppskriftinni. Þá eru þau oft líklegri til að vilja smakka matinn og prufa þannig nýja rétti.‟ Fjölbreytnin skiptir meginmáli Hjá Eldum rétt starfar teymi sem sér alfarið um að þróa nýjar og spennandi máltíðir. „Fjölbreytnin skiptir öllu máli svo fólk fái ekki leið á réttunum,‟ segir Oddur en á undanförnum áratug hefur Eldum rétt þróað rúmlega 1900 mismunandi uppskriftir. „Það þýðir að þú gætir eldað mismunandi rétt á hverjum einasta degi í yfir fimm ár‟ segir Oddur. Hjá Eldum rétt er lögð mikil áhersla á að bjóða mismunandi valmöguleika og rétti frá öllum heimshornum. Þar að auki er ávallt í boði fiskur eða réttir með sjávarfangi. „Í hverri viku er hægt að velja úr 22 réttum, þar af þremur vegan réttum, þremur ketó og a.m.k. þremur svokölluðum einfaldir og fljótlegir réttir,‟ segir Oddur. „Stundum erum við líka með lúxusrétti eins og nautalund eða humar og þegar góða veðrið lætur sjá sig bjóðum við gjarnan upp á eitthvað gott á grillið.‟ Bjóða í draumafríið Síðastliðin ár hefur skapast hefð fyrir því að Eldum rétt gleðji viðskiptavini sína á afmælinu, meðal annars með því að lauma vinningsferðum í kassana. Vinningarnir í ár eru þeir stærstu hingað til en um er að ræða fjóra aðalvinninga sem eru ferðalög að verðmæti ein milljón króna hver. „Okkur fannst upplagt að lauma af handahófi fjórum risastórum ferðavinningum í nokkra kassa og bjóða þannig heppnum viðskiptavinum í draumaferðalagið, þar sem þau þurfa ekki að hugsa út í neitt - bara njóta lífsins með fjölskyldunni. Sem er auðvitað alveg í anda Eldum rétt!‟
Matur Fjölskyldumál Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna Sjá meira