Grindvíkingar boða til mótmæla gegn Þórkötlu Árni Sæberg skrifar 17. apríl 2024 19:39 Grindvíkingar ætla að mótmæla vinnubrögðum Þórkötlu á Austurvelli á morgun. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri félagsins. Vísir Boðað hefur verið til mótmæla á Austuvelli klukkan 17 á morgun, þar sem vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu verður mótmælt. Borið hefur á mikilli óánægju meðal Grindvíkinga, sem vilja fá eignir sínar keyptar upp sem fyrst. Það er Grindvíkingurinn Sverrir Árnason sem boðar til mótmælanna á Facebook undir yfirskriftinni „Mætum á Austurvöll: Styðjum Grindvíkinga!“. „Mótmælum vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu sem heldur Grindvíkingum í spennutreyju vegna uppkaupa húseigna. Ekkert ætlar að standast af því sem FÞ hefur gefið út! Engar fréttir af framvindu frá félaginu í þessari viku þegar allt átti að vera komið á fullt,“ segir í viðburðinum á Facebook. Keyptu fyrstu eignina í síðustu viku Greint var frá því á föstudag í síðustu viku að Þórkatla hefði gengið frá kaupum á fyrstu eigninni í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur myndu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í þessari viku. Síðan þá hafa litlar sem engar fréttir borist af starfsemi félagsins og ef marka má umræðu meðal Grindvíkinga á samfélagsmiðlum hefur hún ekki verið mikil. Þá hefur Vísi borist fjöldi ábendinga um seinagang hjá félaginu. Missa af eignum vegna seinagangsins Það sem Grindvíkingar hafa helst gagnrýnt er að fólk missir af þegar samþykktum kauptilboðum þar sem erfiðlega gengur að ná fé út úr Þórkötlu. „Margir eru búnir að vera í erfiðri skuldastöðu og lifa frá degi til dags. Þá eru margir eru að missa af eignum vegna þess að dagsetningar í kauptilboðum eru fyrndar og lenda í því að tilboðum er rift og söluverð eigna er hækkað. Enn fleiri munu lenda í þessu ef ekki er settur fullur kraftur í þetta, það þýðir meiri mannskapur og sólarhringsvaktir! Þolinmæðin er þrotin, taugarnar farnar,“ segir í viðburðinum. Að lokum eru allir hvattir til þess að mæta á Austurvöll klukkan 17 á morgun, hvort sem þeir eigi beinna hagsmuna að gæta eða vilji einfaldlega standa með Grindvíkingum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Það er Grindvíkingurinn Sverrir Árnason sem boðar til mótmælanna á Facebook undir yfirskriftinni „Mætum á Austurvöll: Styðjum Grindvíkinga!“. „Mótmælum vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu sem heldur Grindvíkingum í spennutreyju vegna uppkaupa húseigna. Ekkert ætlar að standast af því sem FÞ hefur gefið út! Engar fréttir af framvindu frá félaginu í þessari viku þegar allt átti að vera komið á fullt,“ segir í viðburðinum á Facebook. Keyptu fyrstu eignina í síðustu viku Greint var frá því á föstudag í síðustu viku að Þórkatla hefði gengið frá kaupum á fyrstu eigninni í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur myndu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í þessari viku. Síðan þá hafa litlar sem engar fréttir borist af starfsemi félagsins og ef marka má umræðu meðal Grindvíkinga á samfélagsmiðlum hefur hún ekki verið mikil. Þá hefur Vísi borist fjöldi ábendinga um seinagang hjá félaginu. Missa af eignum vegna seinagangsins Það sem Grindvíkingar hafa helst gagnrýnt er að fólk missir af þegar samþykktum kauptilboðum þar sem erfiðlega gengur að ná fé út úr Þórkötlu. „Margir eru búnir að vera í erfiðri skuldastöðu og lifa frá degi til dags. Þá eru margir eru að missa af eignum vegna þess að dagsetningar í kauptilboðum eru fyrndar og lenda í því að tilboðum er rift og söluverð eigna er hækkað. Enn fleiri munu lenda í þessu ef ekki er settur fullur kraftur í þetta, það þýðir meiri mannskapur og sólarhringsvaktir! Þolinmæðin er þrotin, taugarnar farnar,“ segir í viðburðinum. Að lokum eru allir hvattir til þess að mæta á Austurvöll klukkan 17 á morgun, hvort sem þeir eigi beinna hagsmuna að gæta eða vilji einfaldlega standa með Grindvíkingum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira