Landris stöðugt og hraunbreiðan sex ferkílómetrar Árni Sæberg skrifar 18. apríl 2024 21:11 Hraunbreiðan hefur breitt hressilega úr sér. Vísir/Vilhelm Landris í Svartsengi heldur áfram á stöðugum hraða. Flatarmál hraunbreiðunnar á svæðinu er nú 6,15 ferkílómetrar og rúmmál hennar 33,2 milljón rúmmetrar. Í uppfærðri færslu á vef Veðurstofu Íslands segir að elgosið við Sundhnúksgígaröðina sé stöðugt og gjósi úr einum gíg skammt austan við Sundhnúk. Hraunbreiðan haldi áfram að byggjast upp nærri gígunum en hraun renni einnig í lokuðum rásum um einn kílómetra í suðaustur og virk svæði séu í hraunbreiðunni til móts við Hagafell. Mældu flatar- og rúmmál Mánudaginn 15. apríl hafi myndmælingateymi Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands farið í flug yfir gosstöðvarnar. Niðurstöður mælingaflugsins sýni að flatarmál hraunbreiðunnar þann 15. apríl hafi verið 6,15 ferkílómetrar og rúmmál 33,2 ± 0,8 milljón rúmmetrar. Útbreiðslu og þykkt hraunbreiðunnar má sjá á kortinu hér að neðan. Kort sem sýnir útbreiðslu og þykkt þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofa Íslands Meðalhraunflæði frá gígnum yfir tímabilið 8. til 15. apríl hafi verið metið 3,2 ± 0,2 rúmmetrar á sekúndu. Það sé lítil breyting miðað við meðalhraunflæði tímabilið frá 3. til 8. apríl sem hafi verið metið 3,6 ± 0,7 rúmmetrar á sekúndu. Kvikan skiptist til helminga Þá segir að landris í Svartsengi haldi áfram á stöðugum hraða. Það bendi til þess að um það bil helmingur af kvikunni sem kemur af dýpi sé að safnast fyrir í kvikuhólfinu en hinn helmingur að flæða upp á yfirborð i Sundhnúksgígaröðinni. Þá segir að áfram sé hætta á gasmengun frá eldgosinu sem geti valdið mengun í byggð á Reykjanesskaganum. Fólki á svæðinu er bent á að fylgjast með á Loftgæðum.is og kynna sér þar viðbrögð við loftmengun frá eldgosinu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Í uppfærðri færslu á vef Veðurstofu Íslands segir að elgosið við Sundhnúksgígaröðina sé stöðugt og gjósi úr einum gíg skammt austan við Sundhnúk. Hraunbreiðan haldi áfram að byggjast upp nærri gígunum en hraun renni einnig í lokuðum rásum um einn kílómetra í suðaustur og virk svæði séu í hraunbreiðunni til móts við Hagafell. Mældu flatar- og rúmmál Mánudaginn 15. apríl hafi myndmælingateymi Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands farið í flug yfir gosstöðvarnar. Niðurstöður mælingaflugsins sýni að flatarmál hraunbreiðunnar þann 15. apríl hafi verið 6,15 ferkílómetrar og rúmmál 33,2 ± 0,8 milljón rúmmetrar. Útbreiðslu og þykkt hraunbreiðunnar má sjá á kortinu hér að neðan. Kort sem sýnir útbreiðslu og þykkt þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofa Íslands Meðalhraunflæði frá gígnum yfir tímabilið 8. til 15. apríl hafi verið metið 3,2 ± 0,2 rúmmetrar á sekúndu. Það sé lítil breyting miðað við meðalhraunflæði tímabilið frá 3. til 8. apríl sem hafi verið metið 3,6 ± 0,7 rúmmetrar á sekúndu. Kvikan skiptist til helminga Þá segir að landris í Svartsengi haldi áfram á stöðugum hraða. Það bendi til þess að um það bil helmingur af kvikunni sem kemur af dýpi sé að safnast fyrir í kvikuhólfinu en hinn helmingur að flæða upp á yfirborð i Sundhnúksgígaröðinni. Þá segir að áfram sé hætta á gasmengun frá eldgosinu sem geti valdið mengun í byggð á Reykjanesskaganum. Fólki á svæðinu er bent á að fylgjast með á Loftgæðum.is og kynna sér þar viðbrögð við loftmengun frá eldgosinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira