Getur gosið hvenær sem er Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2024 23:29 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir Sviðsstjóri almannavarna segir að nýtt gos geti hafist á Reykjanesi hvenær sem er. Líklegast sé að gjósi þar sem kvika kemur upp núna á Sundhnúkagígaröðinni. Almannavarnir hafa aukið viðbúnað sinn vegna hættunnar á öðru eldgosi til viðbótar við það sem er þegar í gangi á Reykjanesi. Áframhaldandi landris á svæðinu er sagt auka líkur á öðru kvikuhlaupi. Eftir að fjórða eldgosið hófst þann 16. mars hægði landris verulega á sér fyrst um sinn og nánast stöðvaðist. Það gaf til kynna að jafnvægi væri á innstreymi kviku inn í kvikuhólfið undir Svartsengi og upp á yfirborð í Sundhnúksgígaröðinni. Í byrjun apríl fór landris að aukast aftur og er nú um það bil jafn stór hluti kvikunnar að flæða upp á yfirborð og er að safnast fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi með tilheyrandi auknum kvikuþrýstingi, að því er kom fram á vefsíðu Veðurstofunnar í dag. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að kvikusöfnun væri nú farin að nálgast það sem skilgreint sé sem neðri viðmiðunarmörk. Þá hafi verið tekin ákvörðun um hærra viðbúnaðarstig. „Við horfum á þetta þannig að það geti gosið hvenær sem er, annað hvort stækkað þetta gos sem er eða gosið á nýjum stað, við getum ekki útilokað það. Þess vegna erum við núna tilbúin og við lítum á að við séum búin að fá þær viðvaranir sem við fáum áður en til goss gæti komið,“ sagði Víðir. Líklegast sé að gjósi þar sem kvika kemur nú upp þar sem opið sé fyrir hana þar. „En við erum að horfa á alla þessa Sundhnúkagígaröð og í kringum alla þá staði sem hefur gosið hingað til. Ég held að það sé engan veginn hægt að útiloka með neinum hætti að við gætum verið að horfa á slíkt,“ sagði Víðir. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eiga von á öðru eldgosi Áframhaldandi landris eykur líkur á öðru kvikuhlaupi þó eldgos sé yfirstandandi Meiri óvissa um þróun jarðhræringanna næstu daga eða vikur. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. apríl 2024 15:51 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Almannavarnir hafa aukið viðbúnað sinn vegna hættunnar á öðru eldgosi til viðbótar við það sem er þegar í gangi á Reykjanesi. Áframhaldandi landris á svæðinu er sagt auka líkur á öðru kvikuhlaupi. Eftir að fjórða eldgosið hófst þann 16. mars hægði landris verulega á sér fyrst um sinn og nánast stöðvaðist. Það gaf til kynna að jafnvægi væri á innstreymi kviku inn í kvikuhólfið undir Svartsengi og upp á yfirborð í Sundhnúksgígaröðinni. Í byrjun apríl fór landris að aukast aftur og er nú um það bil jafn stór hluti kvikunnar að flæða upp á yfirborð og er að safnast fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi með tilheyrandi auknum kvikuþrýstingi, að því er kom fram á vefsíðu Veðurstofunnar í dag. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að kvikusöfnun væri nú farin að nálgast það sem skilgreint sé sem neðri viðmiðunarmörk. Þá hafi verið tekin ákvörðun um hærra viðbúnaðarstig. „Við horfum á þetta þannig að það geti gosið hvenær sem er, annað hvort stækkað þetta gos sem er eða gosið á nýjum stað, við getum ekki útilokað það. Þess vegna erum við núna tilbúin og við lítum á að við séum búin að fá þær viðvaranir sem við fáum áður en til goss gæti komið,“ sagði Víðir. Líklegast sé að gjósi þar sem kvika kemur nú upp þar sem opið sé fyrir hana þar. „En við erum að horfa á alla þessa Sundhnúkagígaröð og í kringum alla þá staði sem hefur gosið hingað til. Ég held að það sé engan veginn hægt að útiloka með neinum hætti að við gætum verið að horfa á slíkt,“ sagði Víðir.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eiga von á öðru eldgosi Áframhaldandi landris eykur líkur á öðru kvikuhlaupi þó eldgos sé yfirstandandi Meiri óvissa um þróun jarðhræringanna næstu daga eða vikur. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. apríl 2024 15:51 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Eiga von á öðru eldgosi Áframhaldandi landris eykur líkur á öðru kvikuhlaupi þó eldgos sé yfirstandandi Meiri óvissa um þróun jarðhræringanna næstu daga eða vikur. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. apríl 2024 15:51