Atvinnurekendur í Grindavík krefjast úrræða Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2024 23:16 Mikil óvissa er enn um framtíð atvinnureksturs í bænum þrátt fyrir að 163 dagar séu liðnir frá hinum örlagaríka tíunda nóvember. Vísir/Arnar Hópur grindvískra atvinnurekenda segir fyrirtæki í Grindavík komin að þolmörkum og kalla eftir að úrræði sem kynnt verða fyrir þinglok verði úrræði sem miða að fyrirtækjum sem geta og vilja starfa í Grindavík, fyrirtækjum sem þurfa að flytja starfsemi sína og þeim sem sjá hvorki rekstrargrundvöll í né utan Grindavíkur og vilja uppkaup á atvinnuhúsnæði. Hópurinn krefst þess að þingmenn og ráðherrar Suðurkjördæmis mæti á fund bæjarstjórnar með grindvískum fyrirtækjum sem haldinn verður þriðjudaginn næsta og hlusti á þau. Ragnheiður Þóra Ólafsdóttir, grindvíkingur sem rekur hárgreiðslustofu í bænum, segir uppkaup á íbúðarhúsnæði ekki nægja. „Þetta er ótrúlega snúin staða. Það er ekki nóg að kaupa okkur út úr íbúðarhúsnæði því svo situr fólk eftir með fyrirtækin sín og við getum ekki búið okkur til atvinnustarfsemi annars staðar því það er enginn sem tekur við neinu hjá okkur því allt er verðlaust í Grindavík í dag,“ segir hún. Hún segir atvinnurekendur bæjarins ekki geta beðið lengur eftir úrræðum. Rekstrargrundvöllur lítilla og miðlungsstórra fyrirtækja í Grindavík sé ýmist horfinn eða brostinn og óvissan en gríðarleg þrátt fyrir að 163 dagar séu liðnir frá hinum örlagaríka tíunda nóvember þegar bærinn var rýmdur. „Það eru í rauninni þrjár leiðir sem við sjáum fyrir fyrirtækin. Við erum mörg fyrirtæki og með mismunandi þarfir. Fyrsta úrræðið er fyrir fyrirtæki sem geta starfað í Grindavík. Svo er fyrir fyrirtæki sem þurfa að flytja og svo þau sem sjá ekki rekstrargrundvöll í Grindavík eða utan Grindavíkur og þau vilja uppkaup á húsnæði,“ segir Ragnheiður í samtali við fréttastofu. „Á sama tíma og 76,4 prósent af íbúum hafa óskað eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði þola þessi mál enga bið,“ segir í bréfi sem hópurinn stílaði á þingmenn Suðurkjördæmis, bæjarstjórn Grindavíkur og atvinnuteymi Grindavíkurbæjar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Sjá meira
Hópurinn krefst þess að þingmenn og ráðherrar Suðurkjördæmis mæti á fund bæjarstjórnar með grindvískum fyrirtækjum sem haldinn verður þriðjudaginn næsta og hlusti á þau. Ragnheiður Þóra Ólafsdóttir, grindvíkingur sem rekur hárgreiðslustofu í bænum, segir uppkaup á íbúðarhúsnæði ekki nægja. „Þetta er ótrúlega snúin staða. Það er ekki nóg að kaupa okkur út úr íbúðarhúsnæði því svo situr fólk eftir með fyrirtækin sín og við getum ekki búið okkur til atvinnustarfsemi annars staðar því það er enginn sem tekur við neinu hjá okkur því allt er verðlaust í Grindavík í dag,“ segir hún. Hún segir atvinnurekendur bæjarins ekki geta beðið lengur eftir úrræðum. Rekstrargrundvöllur lítilla og miðlungsstórra fyrirtækja í Grindavík sé ýmist horfinn eða brostinn og óvissan en gríðarleg þrátt fyrir að 163 dagar séu liðnir frá hinum örlagaríka tíunda nóvember þegar bærinn var rýmdur. „Það eru í rauninni þrjár leiðir sem við sjáum fyrir fyrirtækin. Við erum mörg fyrirtæki og með mismunandi þarfir. Fyrsta úrræðið er fyrir fyrirtæki sem geta starfað í Grindavík. Svo er fyrir fyrirtæki sem þurfa að flytja og svo þau sem sjá ekki rekstrargrundvöll í Grindavík eða utan Grindavíkur og þau vilja uppkaup á húsnæði,“ segir Ragnheiður í samtali við fréttastofu. „Á sama tíma og 76,4 prósent af íbúum hafa óskað eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði þola þessi mál enga bið,“ segir í bréfi sem hópurinn stílaði á þingmenn Suðurkjördæmis, bæjarstjórn Grindavíkur og atvinnuteymi Grindavíkurbæjar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Sjá meira