Auglýsa eftir „eiganda“ fjármuna Bjarki Sigurðsson skrifar 25. apríl 2024 20:30 Aníta Auðunsdóttir er lögmaður hjá Magna lögmenn. Vísir/Steingrímur Dúi Skiptastjóri veit ekki hvað skal gera með fjármuni sem fundust í búi félags þar sem engin gögn eru til. Geri enginn tilkall til fjármunanna mun skiptastjórinn þurfa sjálfur að velja góðgerðarfélag sem fær peningana. Upp er komin skrítin staða við slit lögmanns á búi Apótekarafélags Íslands. Verið er að slíta þessu rúmlega fimmtíu ára gamla félagi þar sem enginn er skráður í forsvari fyrir það en engin gögn finnast um félagið. Engin stofngögn, engin fundargögn, ekki neitt. Í búinu fundust fjármunir og þar sem engin gögn eru til um félagið, er óvíst hvað verður um þá. „Við gripum þeirra aðgerða, því þetta er félag frá 1970, að kanna hvort einhver gögn, samþykktir, stofngögn eða annað myndi finnast á Þjóðskjalasafninu. Sú vinna bar ekki árangur og að þeirri ástæðu var ákveðið að birta áskorun í Lögbirtingablaðinu því einhver kann að hafa þessi gögn í fórum sér,“ segir Aníta. Enda annars hjá góðgerðarfélagi Hún segist aldrei hafa lent í svipaðri stöðu áður en finnist engin gögn um félagið er það undir henni komið að velja góðgerðafélag sem fjármunirnir renna til. „Reglur ná utan um þetta, ef enginn gefur sig fram sem telur sig hafa tilkall til eigna félagsins á grundvelli samþykktar eða stofnsamnings þá verður sú leið farin með vísan til meginreglna félagaréttar að skiptastjóri hreinlega ákveði hvert fjármunir búsins renna við skiptalok,“ segir Aníta. Liggja mögulega ofan í skúffu Hún vonast til þess að gögnin finnist. „Mögulega liggja þau í skúffu einhvers staðar og það er það sem við erum að falast eftir með þessari áskorun, að einhver komi með gögn til okkar,“ segir Aníta. Að einhver opni rykuga skúffu og finni þetta? „Já, akkúrat.“ Lögmennska Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Upp er komin skrítin staða við slit lögmanns á búi Apótekarafélags Íslands. Verið er að slíta þessu rúmlega fimmtíu ára gamla félagi þar sem enginn er skráður í forsvari fyrir það en engin gögn finnast um félagið. Engin stofngögn, engin fundargögn, ekki neitt. Í búinu fundust fjármunir og þar sem engin gögn eru til um félagið, er óvíst hvað verður um þá. „Við gripum þeirra aðgerða, því þetta er félag frá 1970, að kanna hvort einhver gögn, samþykktir, stofngögn eða annað myndi finnast á Þjóðskjalasafninu. Sú vinna bar ekki árangur og að þeirri ástæðu var ákveðið að birta áskorun í Lögbirtingablaðinu því einhver kann að hafa þessi gögn í fórum sér,“ segir Aníta. Enda annars hjá góðgerðarfélagi Hún segist aldrei hafa lent í svipaðri stöðu áður en finnist engin gögn um félagið er það undir henni komið að velja góðgerðafélag sem fjármunirnir renna til. „Reglur ná utan um þetta, ef enginn gefur sig fram sem telur sig hafa tilkall til eigna félagsins á grundvelli samþykktar eða stofnsamnings þá verður sú leið farin með vísan til meginreglna félagaréttar að skiptastjóri hreinlega ákveði hvert fjármunir búsins renna við skiptalok,“ segir Aníta. Liggja mögulega ofan í skúffu Hún vonast til þess að gögnin finnist. „Mögulega liggja þau í skúffu einhvers staðar og það er það sem við erum að falast eftir með þessari áskorun, að einhver komi með gögn til okkar,“ segir Aníta. Að einhver opni rykuga skúffu og finni þetta? „Já, akkúrat.“
Lögmennska Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda