„Hún á eftir að fá að skína aðeins meira“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 12:30 Bergdís Sveinsdóttir hefur staðið sig vel á miðju Víkingsliðsins og fékk hrós í Bestu mörkunum. Vísir/Diego Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir töluðu báðar vel um Víkingsliðið sem vann Stjörnuna í fyrsta leik sínum í Bestu deild kvenna í sumar. Víkingur er nýliði í deildinni en varð bikarmeistari í fyrra og vann Meistarakeppni KSÍ á dögunum. Sérfræðingar Bestu markanna ræddu Víkingsliðið sem vann 2-1 útisigur á Stjörnunni í frumraun sinni í Bestu. „Það er greinilegt að þetta lið veit nákvæmlega hvernig á að spila. Það kann takmörk sín,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Hlutverki mjög skýr „Mér finnst þær ofboðslega vel skipulagðar og hlutverkin eru mjög skýr. Þær vita hvenær þær eiga að pressa og hvernig þær eiga að gera það,“ sagði Margrét Lára. Margrét fór síðan yfir pressu Víkingsliðsins og hrósaði henni. Tók sem dæmi sigurmarkið sem kom einmitt eftir hápressu. „Það er ákveðin trú í liðinu. Þær urðu meistarar meistaranna nýlega og það er eins og þær hafi trú á öllum verkefnum sem þær fara í,“ sagði Helena. Vísir/Diego Ekki mikið talað um Bergdísi „Ég held að þetta sé svolítið eins og Margrét segir. Ef maður veit sitt hlutverk, veit hvar maður á að vera og veit hvar hinir liðsfélags manns eru. Þá veit maður að maður getur farið alla leið í sína pressu,“ sagði Sif. Margrét vildi líka nefna sérstaklega hina átján ára gömlu Bergdísi Sveinsdóttur. „Við höfum kannski ekki mikið talað um Bergdísi en hún er búin að standa sig ótrúlega vel í þessum tveimur leikjum sem ég hef séð Víking spila. Þetta er ung stelpa en líka eins og Sigdís (Eva Bárðardóttir) þá er hún svo yfirveguð. Hún velur svo vel augnablikin,“ sagði Margrét. „Það er svo ótrúlega margt spennandi í þessu Víkingsliði,“ sagði Margrét. Brotthvarf Nadíu Nadía Atladóttir yfirgaf Víking skömmu fyrir mót en á Víkingsliðið eftir að sakna hennar og verður Sigdís Eva Bárðardóttir þá stjarnan í fjarveru Nadíu? „Hún verður það klárlega og alla vega ein af þeim. Það sem gerir Víkingsliðið gott er að þær þurfa á öllum að halda til þess að þetta gangi upp,“ sagði Sif og nefnir sem dæmi Hafdísi Báru Höskuldsdóttur sem lék í stöðu Nadíu og skoraði sigurmarkið. „Nadía fer út en það skiptir ekki máli því þá kemur bara einhver önnur inn. Hafdís setti sitt mark á leikinn í fyrstu umferð. Um leið og liðin fara að loka á Sigdísi þá á eftir að opnast fyrir einhvern annan sem við höfum kannski ekki lyft,“ sagði Sif. „Bergdís er búin að vera algjör driffjöður á miðjunni og er búin að standa sig vel með yngri landsliðunum. Hún á eftir að fá að skína aðeins meira held ég,“ sagði Sif. Það má horfa á umfjöllun um Víkingsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umfjöllun um Víkingsstelpurnar eftir sigur í fyrsta leik Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Víkingur er nýliði í deildinni en varð bikarmeistari í fyrra og vann Meistarakeppni KSÍ á dögunum. Sérfræðingar Bestu markanna ræddu Víkingsliðið sem vann 2-1 útisigur á Stjörnunni í frumraun sinni í Bestu. „Það er greinilegt að þetta lið veit nákvæmlega hvernig á að spila. Það kann takmörk sín,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Hlutverki mjög skýr „Mér finnst þær ofboðslega vel skipulagðar og hlutverkin eru mjög skýr. Þær vita hvenær þær eiga að pressa og hvernig þær eiga að gera það,“ sagði Margrét Lára. Margrét fór síðan yfir pressu Víkingsliðsins og hrósaði henni. Tók sem dæmi sigurmarkið sem kom einmitt eftir hápressu. „Það er ákveðin trú í liðinu. Þær urðu meistarar meistaranna nýlega og það er eins og þær hafi trú á öllum verkefnum sem þær fara í,“ sagði Helena. Vísir/Diego Ekki mikið talað um Bergdísi „Ég held að þetta sé svolítið eins og Margrét segir. Ef maður veit sitt hlutverk, veit hvar maður á að vera og veit hvar hinir liðsfélags manns eru. Þá veit maður að maður getur farið alla leið í sína pressu,“ sagði Sif. Margrét vildi líka nefna sérstaklega hina átján ára gömlu Bergdísi Sveinsdóttur. „Við höfum kannski ekki mikið talað um Bergdísi en hún er búin að standa sig ótrúlega vel í þessum tveimur leikjum sem ég hef séð Víking spila. Þetta er ung stelpa en líka eins og Sigdís (Eva Bárðardóttir) þá er hún svo yfirveguð. Hún velur svo vel augnablikin,“ sagði Margrét. „Það er svo ótrúlega margt spennandi í þessu Víkingsliði,“ sagði Margrét. Brotthvarf Nadíu Nadía Atladóttir yfirgaf Víking skömmu fyrir mót en á Víkingsliðið eftir að sakna hennar og verður Sigdís Eva Bárðardóttir þá stjarnan í fjarveru Nadíu? „Hún verður það klárlega og alla vega ein af þeim. Það sem gerir Víkingsliðið gott er að þær þurfa á öllum að halda til þess að þetta gangi upp,“ sagði Sif og nefnir sem dæmi Hafdísi Báru Höskuldsdóttur sem lék í stöðu Nadíu og skoraði sigurmarkið. „Nadía fer út en það skiptir ekki máli því þá kemur bara einhver önnur inn. Hafdís setti sitt mark á leikinn í fyrstu umferð. Um leið og liðin fara að loka á Sigdísi þá á eftir að opnast fyrir einhvern annan sem við höfum kannski ekki lyft,“ sagði Sif. „Bergdís er búin að vera algjör driffjöður á miðjunni og er búin að standa sig vel með yngri landsliðunum. Hún á eftir að fá að skína aðeins meira held ég,“ sagði Sif. Það má horfa á umfjöllun um Víkingsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umfjöllun um Víkingsstelpurnar eftir sigur í fyrsta leik
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn