Sjáðu ótrúlegan vítadóm í Keflavík og fernu Söndru Maríu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2024 11:01 Sandra María Jessen fagnar eftir að hafa skorað fjórða mark sitt í stórsigri Þórs/KA á FH. vísir/hulda margrét Nítján mörk voru skoruð þegar önnur umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fór öll fram í gær. Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, var í miklum ham og eitt ótrúlegasta atvik sumarsins leit dagsins ljós í Keflavík. Sandra María skoraði öll fjögur mörk Þórs/KA þegar liðið vann FH örugglega, 0-4. Leikurinn fór fram á Ásvöllum þar sem Kaplakriki er ekki enn leikfær. Sandra María skoraði eitt mark í 1. umferðinni og er því komin með fimm mörk í Bestu deildinni. Þór/KA og FH eru bæði með þrjú stig. Klippa: FH 0-4 Þór/KA Hannah Sharts kom mikið við sögu þegar Stjarnan vann endurkomusigur á Keflavík, 2-3, suður með sjó. Á 37. mínútu tók Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, markspyrnu og renndi boltanum til hliðar á Sharts. Hún hélt að markspyrnan hefði ekki verið tekin og handlék boltann. Jakub Marcin Róg, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu sem Aníta Lind Daníelsdóttir skoraði úr. Susanna Friedrichs kom Keflvíkingum svo í 2-0 þegar fyrirgjöf hennar fór í netið í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Sharts bætti þó heldur betur fyrir vítið sem hún fékk á sig. Hún jafnaði í 2-2 með tveimur mörkum og lagði svo sigurmark Stjörnukvenna upp fyrir Caitlin Cosme. Stjarnan fékk þar með sín fyrstu stig í deildinni en Keflavík er án stiga. Amanda Andradóttir skoraði sigurmark Íslandsmeistara Vals gegn Þrótti í Laugardalnum, 1-2. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kom Valskonum yfir á 9. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Sierra Lelii metin fyrir Þróttara. Amanda skoraði svo markið sem tryggði meisturunum stigin þrjú á 24. mínútu. Valur er með sex stig eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum á meðan Þróttur er með eitt stig. Klippa: Þróttur 1-2 Valur Breiðablik er einnig með sex stig eftir 3-0 sigur á Tindastóli á Kópavogsvelli. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir og Agla María Albertsdóttir skoruðu mörk Blika. Stólarnir eru án stiga í Bestu deildinni og hafa ekki enn skorað mark. Klippa: Breiðablik 3-0 Tindastóll Þá gerðu Víkingur og Fylkir 2-2 jafntefli í nýliðaslag í Víkinni. Sigdís Eva Bárðardóttir kom Víkingum yfir á 43. mínútu en Mist Funadóttir jafnaði fyrir Fylkiskonur tveimur mínútum síðar. Í upphafi seinni hálfleiks náði Fylkir forystunni þegar fyrirliðinn Eva Rut Ásþórsdóttir skoraði úr vítaspyrnu. En Birta Birgisdóttir tryggði Víkingi stig þegar hún jafnaði með hælspyrnu á 59. mínútu. Víkingur er með fjögur stig í Bestu deildinni en Fylkir tvö. Klippa: Víkingur 2-2 Fylkir Öll mörkin úr leikjum 2. umferðar má sjá hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Tengdar fréttir Sandra María: Vil gera betur en í fyrra Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, fór á kostum í sigri liðsins gegn FH í dag en hún gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk liðsins í 0-4 sigri. 27. apríl 2024 19:35 „Við þurfum að þekkja okkar vitjunartíma og taka færin“ Þróttur tapaði 1-2 gegn Íslandsmeisturum Vals í 2. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var nokkuð brattur eftir leik. 27. apríl 2024 17:21 „Við erum ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót“ Valur vann 1-2 útisigur gegn Þrótti í 2. umferð Bestu deild kvenna. Pétur Pétursson var ánægður með sigurinn og fór yfir nýjustu félagaskiptin þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir Vals. 27. apríl 2024 16:36 Sharts í aðalhlutverki í endurkomusigri Stjörnunnar Hannah Sharts var í aðalhlutverki þegar Stjarnan vann 2-3 endurkomusigur á Keflavík í Bestu deild kvenna í dag. Hún fékk á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik en skoraði tvö mörk í þeim seinni og lagði upp sigurmark Garðbæinga. 27. apríl 2024 16:16 Uppgjörið: Víkingur R. - Fylkir 2-2 | Jafnt í nýliðaslagnum Víkingur og Fylkir skildu jöfn 2-2 í nýliðaslag í 2. umferð Bestu deildar kvenna. 27. apríl 2024 16:16 Uppgjörið og viðtöl: FH - Þór/KA 0-4 | Óvæntur stórsigur gestanna FH tók á móti Þór/KA í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í leik sem búist var við að yrði gríðarlega jafn. Annað kom á daginn en gestirnir unnu ótrúlegan sigur. 27. apríl 2024 18:15 Uppgjör og viðtöl: Breiðablik - Tindastóll 3-0 | Sannfærandi sigur Blika á kraftmiklum Stólum Breiðablik er enn taplaust í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir góðan sigur á Tindastól í dag. Á 82. mínútu var leikurinn í járnum og Tindastóll nær því að jafna en hitt. Á örfáum sekúndum snerust örlög Tindastóls við og öflugt lið Breiðabliks komið í 3-0 forystu. 27. apríl 2024 18:10 Uppgjörið og viðtöl: Þróttur R. - Valur 1-2 | Amanda heldur áfram að skora Valskonur unnu 1-2 útisigur gegn Þrótti á Avis-vellinum. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik og það var Amanda Jacobsen Andradóttir sem gerði sigurmarkið en þetta var hennar þriðja mark á tímabilinu. 27. apríl 2024 16:37 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Sandra María skoraði öll fjögur mörk Þórs/KA þegar liðið vann FH örugglega, 0-4. Leikurinn fór fram á Ásvöllum þar sem Kaplakriki er ekki enn leikfær. Sandra María skoraði eitt mark í 1. umferðinni og er því komin með fimm mörk í Bestu deildinni. Þór/KA og FH eru bæði með þrjú stig. Klippa: FH 0-4 Þór/KA Hannah Sharts kom mikið við sögu þegar Stjarnan vann endurkomusigur á Keflavík, 2-3, suður með sjó. Á 37. mínútu tók Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, markspyrnu og renndi boltanum til hliðar á Sharts. Hún hélt að markspyrnan hefði ekki verið tekin og handlék boltann. Jakub Marcin Róg, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu sem Aníta Lind Daníelsdóttir skoraði úr. Susanna Friedrichs kom Keflvíkingum svo í 2-0 þegar fyrirgjöf hennar fór í netið í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Sharts bætti þó heldur betur fyrir vítið sem hún fékk á sig. Hún jafnaði í 2-2 með tveimur mörkum og lagði svo sigurmark Stjörnukvenna upp fyrir Caitlin Cosme. Stjarnan fékk þar með sín fyrstu stig í deildinni en Keflavík er án stiga. Amanda Andradóttir skoraði sigurmark Íslandsmeistara Vals gegn Þrótti í Laugardalnum, 1-2. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kom Valskonum yfir á 9. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Sierra Lelii metin fyrir Þróttara. Amanda skoraði svo markið sem tryggði meisturunum stigin þrjú á 24. mínútu. Valur er með sex stig eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum á meðan Þróttur er með eitt stig. Klippa: Þróttur 1-2 Valur Breiðablik er einnig með sex stig eftir 3-0 sigur á Tindastóli á Kópavogsvelli. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir og Agla María Albertsdóttir skoruðu mörk Blika. Stólarnir eru án stiga í Bestu deildinni og hafa ekki enn skorað mark. Klippa: Breiðablik 3-0 Tindastóll Þá gerðu Víkingur og Fylkir 2-2 jafntefli í nýliðaslag í Víkinni. Sigdís Eva Bárðardóttir kom Víkingum yfir á 43. mínútu en Mist Funadóttir jafnaði fyrir Fylkiskonur tveimur mínútum síðar. Í upphafi seinni hálfleiks náði Fylkir forystunni þegar fyrirliðinn Eva Rut Ásþórsdóttir skoraði úr vítaspyrnu. En Birta Birgisdóttir tryggði Víkingi stig þegar hún jafnaði með hælspyrnu á 59. mínútu. Víkingur er með fjögur stig í Bestu deildinni en Fylkir tvö. Klippa: Víkingur 2-2 Fylkir Öll mörkin úr leikjum 2. umferðar má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Tengdar fréttir Sandra María: Vil gera betur en í fyrra Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, fór á kostum í sigri liðsins gegn FH í dag en hún gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk liðsins í 0-4 sigri. 27. apríl 2024 19:35 „Við þurfum að þekkja okkar vitjunartíma og taka færin“ Þróttur tapaði 1-2 gegn Íslandsmeisturum Vals í 2. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var nokkuð brattur eftir leik. 27. apríl 2024 17:21 „Við erum ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót“ Valur vann 1-2 útisigur gegn Þrótti í 2. umferð Bestu deild kvenna. Pétur Pétursson var ánægður með sigurinn og fór yfir nýjustu félagaskiptin þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir Vals. 27. apríl 2024 16:36 Sharts í aðalhlutverki í endurkomusigri Stjörnunnar Hannah Sharts var í aðalhlutverki þegar Stjarnan vann 2-3 endurkomusigur á Keflavík í Bestu deild kvenna í dag. Hún fékk á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik en skoraði tvö mörk í þeim seinni og lagði upp sigurmark Garðbæinga. 27. apríl 2024 16:16 Uppgjörið: Víkingur R. - Fylkir 2-2 | Jafnt í nýliðaslagnum Víkingur og Fylkir skildu jöfn 2-2 í nýliðaslag í 2. umferð Bestu deildar kvenna. 27. apríl 2024 16:16 Uppgjörið og viðtöl: FH - Þór/KA 0-4 | Óvæntur stórsigur gestanna FH tók á móti Þór/KA í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í leik sem búist var við að yrði gríðarlega jafn. Annað kom á daginn en gestirnir unnu ótrúlegan sigur. 27. apríl 2024 18:15 Uppgjör og viðtöl: Breiðablik - Tindastóll 3-0 | Sannfærandi sigur Blika á kraftmiklum Stólum Breiðablik er enn taplaust í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir góðan sigur á Tindastól í dag. Á 82. mínútu var leikurinn í járnum og Tindastóll nær því að jafna en hitt. Á örfáum sekúndum snerust örlög Tindastóls við og öflugt lið Breiðabliks komið í 3-0 forystu. 27. apríl 2024 18:10 Uppgjörið og viðtöl: Þróttur R. - Valur 1-2 | Amanda heldur áfram að skora Valskonur unnu 1-2 útisigur gegn Þrótti á Avis-vellinum. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik og það var Amanda Jacobsen Andradóttir sem gerði sigurmarkið en þetta var hennar þriðja mark á tímabilinu. 27. apríl 2024 16:37 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Sandra María: Vil gera betur en í fyrra Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, fór á kostum í sigri liðsins gegn FH í dag en hún gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk liðsins í 0-4 sigri. 27. apríl 2024 19:35
„Við þurfum að þekkja okkar vitjunartíma og taka færin“ Þróttur tapaði 1-2 gegn Íslandsmeisturum Vals í 2. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var nokkuð brattur eftir leik. 27. apríl 2024 17:21
„Við erum ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót“ Valur vann 1-2 útisigur gegn Þrótti í 2. umferð Bestu deild kvenna. Pétur Pétursson var ánægður með sigurinn og fór yfir nýjustu félagaskiptin þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir Vals. 27. apríl 2024 16:36
Sharts í aðalhlutverki í endurkomusigri Stjörnunnar Hannah Sharts var í aðalhlutverki þegar Stjarnan vann 2-3 endurkomusigur á Keflavík í Bestu deild kvenna í dag. Hún fékk á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik en skoraði tvö mörk í þeim seinni og lagði upp sigurmark Garðbæinga. 27. apríl 2024 16:16
Uppgjörið: Víkingur R. - Fylkir 2-2 | Jafnt í nýliðaslagnum Víkingur og Fylkir skildu jöfn 2-2 í nýliðaslag í 2. umferð Bestu deildar kvenna. 27. apríl 2024 16:16
Uppgjörið og viðtöl: FH - Þór/KA 0-4 | Óvæntur stórsigur gestanna FH tók á móti Þór/KA í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í leik sem búist var við að yrði gríðarlega jafn. Annað kom á daginn en gestirnir unnu ótrúlegan sigur. 27. apríl 2024 18:15
Uppgjör og viðtöl: Breiðablik - Tindastóll 3-0 | Sannfærandi sigur Blika á kraftmiklum Stólum Breiðablik er enn taplaust í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir góðan sigur á Tindastól í dag. Á 82. mínútu var leikurinn í járnum og Tindastóll nær því að jafna en hitt. Á örfáum sekúndum snerust örlög Tindastóls við og öflugt lið Breiðabliks komið í 3-0 forystu. 27. apríl 2024 18:10
Uppgjörið og viðtöl: Þróttur R. - Valur 1-2 | Amanda heldur áfram að skora Valskonur unnu 1-2 útisigur gegn Þrótti á Avis-vellinum. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik og það var Amanda Jacobsen Andradóttir sem gerði sigurmarkið en þetta var hennar þriðja mark á tímabilinu. 27. apríl 2024 16:37