Vill að fréttastofa RÚV biðji Maríu Sigrúnu afsökunar Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2024 13:56 Ögmundur Jónasson er fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna. Vísir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, segir að forsvarsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins beri að biðja fréttakonuna Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar fyrir að reka hana úr ritstjórnarteymi fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Yfirlýsing fréttastjóra innihaldi grófar ærumeiðingar um Maríu Sigrúnu. Á föstudag var greint frá því að Maríu Sigrúnu hafi verið rekin úr ritstjórnarteymi Kveiks og að innslag sem hún vann fyrir þáttinn og átti að vera sýnt í lokaþætti Kveiks þennan veturinn hafi aldrei farið í loftið. María Sigrún sagði Ingólf Bjarna Sigfússon, ritstjóra Kveiks, hafa sagt við sig að hæfileikar hennar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku en hún væri hins vegar frábær fréttalesari. Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri fréttastofu RÚV birti svo yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði þáttinn einfaldlega ekki hafa verið tilbúinn til að fara í loftið á þriðjudag. María Sigrún gaf lítið fyrir þá útskýringu og sagði að auðvelt hefði verið að klára þáttinn ef vilji hefði verið fyrir hendi hjá samstarfsmönnum hennar. Alls ekki starfsmannamál Ögmundur birti færslu á vefsíðu sinni í dag þar sem hann segir að ef þátturinn hafi ekki verið tilbúinn hafi það ekki verið rétt að reka Maríu Sigrúnu úr teyminu heldur frekar fresta umfjölluninni hávaðalaust. Þá segir hann málið ekki vera „starfsmannamál“ líkt og Heiðar Örn lýsti í færslu sinni. „Því fer fjarri að þetta sé fyrst og fremst starfsmannamál. Þvert á móti þarf að fá úr því skorið hvort hér sé á ferðinni tilraun til ritskoðunar og þöggunar. Þetta þarf að fá upplýst,“ segir Ögmundur. Vill afsökunarbeiðni Hann segir morgunljóst að um sé að ræða grófa ærumeiðingu um Maríu Sigrúnu að láta það „fylgja með sem klapp á kollinn þegar hún er rekin á dyr, að hún lesi fréttirnar vel og eigi ekki að ætla sér meira en hún hafi burði til.“ „Fréttastofunni ber að biðja Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar og reyndar einnig okkur sem eigum þessa fréttastofu og höfum þá menn í vinnu sem ekkert segjast vilja við okkur tala,“ segir Ögmundur. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Á föstudag var greint frá því að Maríu Sigrúnu hafi verið rekin úr ritstjórnarteymi Kveiks og að innslag sem hún vann fyrir þáttinn og átti að vera sýnt í lokaþætti Kveiks þennan veturinn hafi aldrei farið í loftið. María Sigrún sagði Ingólf Bjarna Sigfússon, ritstjóra Kveiks, hafa sagt við sig að hæfileikar hennar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku en hún væri hins vegar frábær fréttalesari. Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri fréttastofu RÚV birti svo yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði þáttinn einfaldlega ekki hafa verið tilbúinn til að fara í loftið á þriðjudag. María Sigrún gaf lítið fyrir þá útskýringu og sagði að auðvelt hefði verið að klára þáttinn ef vilji hefði verið fyrir hendi hjá samstarfsmönnum hennar. Alls ekki starfsmannamál Ögmundur birti færslu á vefsíðu sinni í dag þar sem hann segir að ef þátturinn hafi ekki verið tilbúinn hafi það ekki verið rétt að reka Maríu Sigrúnu úr teyminu heldur frekar fresta umfjölluninni hávaðalaust. Þá segir hann málið ekki vera „starfsmannamál“ líkt og Heiðar Örn lýsti í færslu sinni. „Því fer fjarri að þetta sé fyrst og fremst starfsmannamál. Þvert á móti þarf að fá úr því skorið hvort hér sé á ferðinni tilraun til ritskoðunar og þöggunar. Þetta þarf að fá upplýst,“ segir Ögmundur. Vill afsökunarbeiðni Hann segir morgunljóst að um sé að ræða grófa ærumeiðingu um Maríu Sigrúnu að láta það „fylgja með sem klapp á kollinn þegar hún er rekin á dyr, að hún lesi fréttirnar vel og eigi ekki að ætla sér meira en hún hafi burði til.“ „Fréttastofunni ber að biðja Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar og reyndar einnig okkur sem eigum þessa fréttastofu og höfum þá menn í vinnu sem ekkert segjast vilja við okkur tala,“ segir Ögmundur.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira