Gáttaðar á því að fyrirliði Víkings var settur á bekkinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 14:00 Selma Dögg Björgvinsdóttir missti sæti sitt í byrjunarliðinu og sérfræðingar Bestu markanna voru hissa á því. Vísir/Diego Víkingskonur eru þegar búnir að missa einn fyrirliða frá sér á vormánuðunum þegar Nadía Atladóttir fór í Val og í annarri umferð Bestu deildarinnar var fyrirliði liðsns settur á varamannabekkinn. Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum voru gáttaðir á þessu. Víkingskonur unnu 2-1 sigur á Stjörnunni í sínum fyrsta leik í efstu deild í 41 ár en gerðu svo 2-2 jafntefli við Fylki í annarri umferðinni í Bestu deildinni um helgina. Sérfræðingar Bestu markanna bentu á það að fyrirliði Víkings, Selma Dögg Björgvinsdóttir, var sett á bekkinn fyrir Fylkisleikinn. Hún kom svo inn á völlinn snemma í seinni hálfleiknum. Í stað Selmu bar hin sautján ára gamla Bergdís Sveinsdóttir fyrirliðabandið í leiknum eða þar til að Selma kom inn á völlinn. „Það vakti athygli okkar byrjunarlið Víkings. Selma fyrirliði ekki þar,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Fyrirliði Víkings sett á bekkinn „Hann setur Töru (Jónsdóttir) og Huldu (Ösp Ágústsdóttir) inn í byrjunarliðið sem eru bara fínir leikmenn. Hann tekur fyrirliða sinn út úr liðinu og Freyju Stefánsdóttur sem er búin að vera að spila hægri væng hjá þeim. Kom reyndar inn á sem senter,“ sagði Bára Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum Mér finnst það rosalega sérstakt „Hann tekur fyrirliða sinn úr liðinu og setur þessar tvær inn á völlinn á 55. mínútu. Mér finnst það rosalega sérstakt. Á þessum tímapunkti komandi inn í mótið, af hverju ertu ekki spila sterkasta liðinu þínu? Þessir tveir leikmenn voru augljóslega ekki meiddir og á bekknum af þeim ástæðum,“ sagði Bára. „Var ætlunin að hvíla þær eða gefa einhverjum öðrum mínútur. Mér finnst þetta rosalega áhugavert. Freyja er ungur leikmaður, allt í lagi, en fyrirliðinn finnst mér persónulega mjög spes,“ sagði Bára. Driffjöðurin á miðjunni „Selma er líka mikill driffjöður á þessari miðju,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Þær eru sammála því að Selma ætti að vera fyrst á blaði þegar þjálfari Víkings velur byrjunarlið sitt. „Ég velti því fyrir mér hver hugsunin sé þarna á bak við. Er það til þess að gefa hinum leikmönnunum mínútur? Er þetta vanmat? Hvar liggur þetta,“ spurði Bára. „Þetta er líka svolítið sérstakt af því að þetta er nýliðaslagur. Hefði Víkingur unnið þennan leik þá væru þær strax komnar með fimm stiga forskot á hina nýliðana í Fylki. Eins og við vitum þá eru nýliðar oft í vandræðum á fyrsta ári þótt að öðrum sé jafnvel spáð falli,“ sagði Helena. Spes fyrir þetta lið „Ég er bara hálfgáttuð á því að Selma hafi ekki byrjað. Ég væri til í að vita hvort hún hafi verið að glíma við einhver meiðsli í aðdragandanum því mér finnst þetta það skrýtið,“ sagði Mist. „Það er þá svo skrýtið að koma þá inn þegar það er eiginlega heill hálfleikur eftir. Þá ertu ekki það mikið meidd. Þetta er spes fyrir þetta lið,“ sagði Bára. Það má sjá þessa umræðu þeirra hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Víkingur Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Víkingskonur unnu 2-1 sigur á Stjörnunni í sínum fyrsta leik í efstu deild í 41 ár en gerðu svo 2-2 jafntefli við Fylki í annarri umferðinni í Bestu deildinni um helgina. Sérfræðingar Bestu markanna bentu á það að fyrirliði Víkings, Selma Dögg Björgvinsdóttir, var sett á bekkinn fyrir Fylkisleikinn. Hún kom svo inn á völlinn snemma í seinni hálfleiknum. Í stað Selmu bar hin sautján ára gamla Bergdís Sveinsdóttir fyrirliðabandið í leiknum eða þar til að Selma kom inn á völlinn. „Það vakti athygli okkar byrjunarlið Víkings. Selma fyrirliði ekki þar,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Fyrirliði Víkings sett á bekkinn „Hann setur Töru (Jónsdóttir) og Huldu (Ösp Ágústsdóttir) inn í byrjunarliðið sem eru bara fínir leikmenn. Hann tekur fyrirliða sinn út úr liðinu og Freyju Stefánsdóttur sem er búin að vera að spila hægri væng hjá þeim. Kom reyndar inn á sem senter,“ sagði Bára Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum Mér finnst það rosalega sérstakt „Hann tekur fyrirliða sinn úr liðinu og setur þessar tvær inn á völlinn á 55. mínútu. Mér finnst það rosalega sérstakt. Á þessum tímapunkti komandi inn í mótið, af hverju ertu ekki spila sterkasta liðinu þínu? Þessir tveir leikmenn voru augljóslega ekki meiddir og á bekknum af þeim ástæðum,“ sagði Bára. „Var ætlunin að hvíla þær eða gefa einhverjum öðrum mínútur. Mér finnst þetta rosalega áhugavert. Freyja er ungur leikmaður, allt í lagi, en fyrirliðinn finnst mér persónulega mjög spes,“ sagði Bára. Driffjöðurin á miðjunni „Selma er líka mikill driffjöður á þessari miðju,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Þær eru sammála því að Selma ætti að vera fyrst á blaði þegar þjálfari Víkings velur byrjunarlið sitt. „Ég velti því fyrir mér hver hugsunin sé þarna á bak við. Er það til þess að gefa hinum leikmönnunum mínútur? Er þetta vanmat? Hvar liggur þetta,“ spurði Bára. „Þetta er líka svolítið sérstakt af því að þetta er nýliðaslagur. Hefði Víkingur unnið þennan leik þá væru þær strax komnar með fimm stiga forskot á hina nýliðana í Fylki. Eins og við vitum þá eru nýliðar oft í vandræðum á fyrsta ári þótt að öðrum sé jafnvel spáð falli,“ sagði Helena. Spes fyrir þetta lið „Ég er bara hálfgáttuð á því að Selma hafi ekki byrjað. Ég væri til í að vita hvort hún hafi verið að glíma við einhver meiðsli í aðdragandanum því mér finnst þetta það skrýtið,“ sagði Mist. „Það er þá svo skrýtið að koma þá inn þegar það er eiginlega heill hálfleikur eftir. Þá ertu ekki það mikið meidd. Þetta er spes fyrir þetta lið,“ sagði Bára. Það má sjá þessa umræðu þeirra hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Víkingur Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti