„Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. maí 2024 09:46 Daníel E. Arnarsson er framkvæmdastjóri samtakanna '78, sem sendu frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Baldur Þórhallsson. vísir Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallssonar. Fjallað var um gagnrýni vegna þess konar umfjöllunar á Vísi í vikunni. Sólborg Guðbrandsdóttir hélt því fram að Baldur, sem er samkynhneigður, hafi þurft að svara spurningum sem aðrir frambjóðendur hafi ekki þurft að skrifa, og vísar þar til spurninga og umfjöllunar um ferð Baldurs á skemmtistaðar fyrir samkynhneigða í París. „Með sakleysislegri myndum sem hafa verið teknar af mér,“ sagði Baldur spurður út í mynd sem birst hafði á síðu skemmtistaðarins í umræðuþætti mbl.is. „Í vor steig í fyrsta sinn fram opinberlega hinsegin frambjóðandi til forseta Íslands. Þetta eru söguleg tíðindi enda hefði það verið óhugsandi fyrir aðeins fáum árum og væri enn, ef ekki væri fyrir þrotlausa baráttu síðustu áratuga fyrir réttlátara samfélagi,“ segir í yfirlýsingu Samtakanna '78. Það sé stórt skref og til marks um það hversu langt réttindabaráttan hafi náð, en meginmarkmið Samtakanna ‘78 sé að hinsegin fólk sé sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda á öllum sviðum samfélagsins. „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt og að það sé gert að aðalatriði í samtölum sem ættu að snúast um allt annað. Slík framkoma ber vott um fordómafull viðhorf, hvort sem fólk áttar sig á því eða ekki. Það eru því mikil vonbrigði að sjá bæði almenna kjósendur og jafnvel fjölmiðlafólk gera lítið úr hæfni Baldurs Þórhallssonar til þess að gegna embætti forseta Íslands á grundvelli þess að hann er hommi. Stjórn Samtakanna ‘78 hvetur íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig við málefnalega umfjöllun í aðdraganda forsetakosninga og falla ekki í þá gryfju að gera einkalíf frambjóðenda að aðalatriði.“ Hinsegin Forsetakosningar 2024 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fjallað var um gagnrýni vegna þess konar umfjöllunar á Vísi í vikunni. Sólborg Guðbrandsdóttir hélt því fram að Baldur, sem er samkynhneigður, hafi þurft að svara spurningum sem aðrir frambjóðendur hafi ekki þurft að skrifa, og vísar þar til spurninga og umfjöllunar um ferð Baldurs á skemmtistaðar fyrir samkynhneigða í París. „Með sakleysislegri myndum sem hafa verið teknar af mér,“ sagði Baldur spurður út í mynd sem birst hafði á síðu skemmtistaðarins í umræðuþætti mbl.is. „Í vor steig í fyrsta sinn fram opinberlega hinsegin frambjóðandi til forseta Íslands. Þetta eru söguleg tíðindi enda hefði það verið óhugsandi fyrir aðeins fáum árum og væri enn, ef ekki væri fyrir þrotlausa baráttu síðustu áratuga fyrir réttlátara samfélagi,“ segir í yfirlýsingu Samtakanna '78. Það sé stórt skref og til marks um það hversu langt réttindabaráttan hafi náð, en meginmarkmið Samtakanna ‘78 sé að hinsegin fólk sé sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda á öllum sviðum samfélagsins. „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt og að það sé gert að aðalatriði í samtölum sem ættu að snúast um allt annað. Slík framkoma ber vott um fordómafull viðhorf, hvort sem fólk áttar sig á því eða ekki. Það eru því mikil vonbrigði að sjá bæði almenna kjósendur og jafnvel fjölmiðlafólk gera lítið úr hæfni Baldurs Þórhallssonar til þess að gegna embætti forseta Íslands á grundvelli þess að hann er hommi. Stjórn Samtakanna ‘78 hvetur íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig við málefnalega umfjöllun í aðdraganda forsetakosninga og falla ekki í þá gryfju að gera einkalíf frambjóðenda að aðalatriði.“
Hinsegin Forsetakosningar 2024 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira