Sígó eftir hvern hring og undir lokin þurfti að lyfta Mari upp úr stólnum en hún hljóp af stað Stefán Árni Pálsson skrifar 2. maí 2024 10:30 Mari er andlega sterkari en flest allir. Í gærkvöldi var ný heimildarmynd um ofurhlauparann Mari Järsk frumsýnd á Stöð 2. Mari kom eins og stormsveipur inn í íslenska hlaupasenu og vakti þjóðarathygli þegar hún hljóp tæpa 300 kílómetra í svokölluðu bakgarðshlaupi þar sem hún kveikti sér í sígarettu eftir hvern einasta hring. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fylgir Mari eftir í mikilvægasta hlaup hennar til þessa í Þýskalandi, heimsækir eistneska SOS barnaþorpið sem hún ólst upp í og kafar ofan í magnaða sögu þessarar ótrúlegu íþróttakonu í myndinni. Hlaupið í Þýskalandi síðasta sumar reyndi heldur betur á en Mari var með heljarinnar aðstoðarteymi á svæðinu. Konur sem voru ávallt reiðubúnar að taka á móti henni eftir hvern hring. Þar beið alltaf næring, nudd og sígó. Í bakgarðshlaupi hleypur hver hlaupari 6,7 kílómetra og hefur til þess eina klukkustund. Ef þú kemur fyrr í mark, þýðir það einfaldlega að þú færð meiri hvíld. Mari var ekki í miklum vandræðum með fyrstu hundrað kílómetrana en eftir það fór að bera á ákveðnum vandræðum. Hún var komin með í magann og ældi til að mynda oft á tíðum á miðjum hring. En alltaf fór hún aftur af stað á heila tímanum og til að mynd þurfti einu sinni að bera hana að rásmarkinu, en samt hljóp hún af stað. Hér að neðan má sjá brot úr myndinni sem var á dagskrá í gærkvöldi. Hægt er að sjá myndina í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+ en segja má að ævi Mari hafi verið erfiðari en hjá flestum. Klippa: Sígó eftir hvern hring og undir lokin þurfti að lyfta Mari upp úr stólnum en hún hljóp af stað Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Mari kom eins og stormsveipur inn í íslenska hlaupasenu og vakti þjóðarathygli þegar hún hljóp tæpa 300 kílómetra í svokölluðu bakgarðshlaupi þar sem hún kveikti sér í sígarettu eftir hvern einasta hring. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fylgir Mari eftir í mikilvægasta hlaup hennar til þessa í Þýskalandi, heimsækir eistneska SOS barnaþorpið sem hún ólst upp í og kafar ofan í magnaða sögu þessarar ótrúlegu íþróttakonu í myndinni. Hlaupið í Þýskalandi síðasta sumar reyndi heldur betur á en Mari var með heljarinnar aðstoðarteymi á svæðinu. Konur sem voru ávallt reiðubúnar að taka á móti henni eftir hvern hring. Þar beið alltaf næring, nudd og sígó. Í bakgarðshlaupi hleypur hver hlaupari 6,7 kílómetra og hefur til þess eina klukkustund. Ef þú kemur fyrr í mark, þýðir það einfaldlega að þú færð meiri hvíld. Mari var ekki í miklum vandræðum með fyrstu hundrað kílómetrana en eftir það fór að bera á ákveðnum vandræðum. Hún var komin með í magann og ældi til að mynda oft á tíðum á miðjum hring. En alltaf fór hún aftur af stað á heila tímanum og til að mynd þurfti einu sinni að bera hana að rásmarkinu, en samt hljóp hún af stað. Hér að neðan má sjá brot úr myndinni sem var á dagskrá í gærkvöldi. Hægt er að sjá myndina í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+ en segja má að ævi Mari hafi verið erfiðari en hjá flestum. Klippa: Sígó eftir hvern hring og undir lokin þurfti að lyfta Mari upp úr stólnum en hún hljóp af stað
Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira