Halla vill skikka ungmenni í samfélagsþjónustu Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2024 10:26 Halla Tómasdóttir við það tækifæri þegar landskjörstjórn úrskurði um gildi forsetaframboða á fundi í Þjóðminjasafni Íslands. vísir/vilhelm Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var í Spjallinu hjá Frosta Logasyni og viðraði þar þá hugmynd sína að hér verði tekin upp samfélagsþjónusta til árs fyrir unga fólkið. Forsetakosningarnar eru gósentíð fyrir fjölmiðla og ekki síður þá sem eru með hlaðvörp. Ellefu í framboði, einn búinn að kæra niðurstöður landstjórnar og allir vilja þeir láta á sér bera. Kynna sig og sín áhersluefni, eins og það heitir. Stundum er eins og forsetaembættið sé miklu viðameira en það er. Frosti er einn þeirra hlaðvarpara sem nú ræðir við forsetaframbjóðendur eins og hann eigi lífið að leysa og Halla var í stólnum hjá honum nýverið þar sem hún viðraði þá hugmynd að hér yrði tekin upp samfélagsþjónusta fyrir ungt fólk. Sem er nýstárleg hugmynd, minnir á herskyldu en er þó ekkert slíkt í huga Höllu. „Sundruð þjóð á aldrei eftir að nýta þau tækifæri sem blasa við. Við þurfum að koma upp úr skurðunum sem við höfum verið að grafa og byggja brýr milli hópa og kynslóða.“ Halla vill taka alvöru samtal um þetta og að því gefnu bíður Íslands ekkert annað en ótrúlega björt framtíð. Og liður í því gæti verið samfélagsþjónusta. „Þegar við styttum framhaldsskólann okkar er ýmislegt sem bendir til þess að það hafi ekki endilega verið góð ákvörðun; aukið álag, stress og jafnvel minnkað námsgetu sem reyndar aukin samfélagsmiðlanotkun virðist vera að gera.“ Halla segir okkur minna úti við og unga fólkið okkar er að standa sig verr í skóla. „En ef við myndum gefa ungu fólki kost á árs samfélagsþjónustu að loknum menntaskóla áður en það fer í háskóla; vinna með eldri borgum, vinna með unga fólkinu okkar, vinna einhverja samfélagsþjónustu, pikka upp rusl, hvað sem er, vinna í leikskólum … þá myndi það bæði hjálpa til við að finna tilgang og tengingu við sitt samfélag – það er líklega ekkert mikilvægara fyrir okkur en gera gagn og láta gott af okkur leiða. Og finna sér farveg.“ Halla segir iðngreinar hafi verið út undan áratugum saman og við séum að súpa seyðið af því nú. „Það eru svo mörg mál sem mætti lyfta upp með samfélagsþjónustu,“ segir Halla. Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Forsetakosningarnar eru gósentíð fyrir fjölmiðla og ekki síður þá sem eru með hlaðvörp. Ellefu í framboði, einn búinn að kæra niðurstöður landstjórnar og allir vilja þeir láta á sér bera. Kynna sig og sín áhersluefni, eins og það heitir. Stundum er eins og forsetaembættið sé miklu viðameira en það er. Frosti er einn þeirra hlaðvarpara sem nú ræðir við forsetaframbjóðendur eins og hann eigi lífið að leysa og Halla var í stólnum hjá honum nýverið þar sem hún viðraði þá hugmynd að hér yrði tekin upp samfélagsþjónusta fyrir ungt fólk. Sem er nýstárleg hugmynd, minnir á herskyldu en er þó ekkert slíkt í huga Höllu. „Sundruð þjóð á aldrei eftir að nýta þau tækifæri sem blasa við. Við þurfum að koma upp úr skurðunum sem við höfum verið að grafa og byggja brýr milli hópa og kynslóða.“ Halla vill taka alvöru samtal um þetta og að því gefnu bíður Íslands ekkert annað en ótrúlega björt framtíð. Og liður í því gæti verið samfélagsþjónusta. „Þegar við styttum framhaldsskólann okkar er ýmislegt sem bendir til þess að það hafi ekki endilega verið góð ákvörðun; aukið álag, stress og jafnvel minnkað námsgetu sem reyndar aukin samfélagsmiðlanotkun virðist vera að gera.“ Halla segir okkur minna úti við og unga fólkið okkar er að standa sig verr í skóla. „En ef við myndum gefa ungu fólki kost á árs samfélagsþjónustu að loknum menntaskóla áður en það fer í háskóla; vinna með eldri borgum, vinna með unga fólkinu okkar, vinna einhverja samfélagsþjónustu, pikka upp rusl, hvað sem er, vinna í leikskólum … þá myndi það bæði hjálpa til við að finna tilgang og tengingu við sitt samfélag – það er líklega ekkert mikilvægara fyrir okkur en gera gagn og láta gott af okkur leiða. Og finna sér farveg.“ Halla segir iðngreinar hafi verið út undan áratugum saman og við séum að súpa seyðið af því nú. „Það eru svo mörg mál sem mætti lyfta upp með samfélagsþjónustu,“ segir Halla.
Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira