Fréttaskýring Maríu Sigrúnar kemur út á mánudag Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2024 13:37 Baldvin Þór Bergsson ritstjóri Kastljóss og María Sigrún. En hún fær pláss hjá honum fyrir fréttaskýringu sína um bensínstöðvar og lóðir sem þeim tengjast. vísir María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður á RÚV segir að fréttaskýringin sem hún fékk ekki birta í Kveik, muni koma fyrir sjónir áhorfenda á mánudagskvöld. „Það gleður mig að fréttaskýring sem ég hef unnið að síðustu mánuði verður sýnd í Kastljósi á mánudag kl. 19:40 í þeirri lengd sem til stóð að hún yrði í Kveiksþætti 23. apríl síðastliðinn,“ segir María Sigrún. Samkvæmt skjáskotum sem hún birtir með færslu sinni er víst að þar verður fjallað um bensínstöðvar og umdeildar lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar til þeirra sem hafa haft með þær að gera. Frétt sem Vísir birti fyrir skömmu vakti gríðarmikla athygli og umræður í kjölfarið en María Sigrún greindi frá því í samtali við Vísi að hún hefði verið látin víkja úr Kveik, gegn sínum vilja. Ritstjóri Kveiks mun hafa látið þau ummæli flakka, að sögn Maríu Sigrúnar, að hún væri kannski ekki gerð fyrir rannsóknarblaðamennsku en hún væri frábær fréttalesari. Hafa þau ummæli þótt af mörgum vera til marks um stæka karlrembu og hefur komið fram hávær krafa þess efnis að almenningur ætti í það minnsta kröfu á að vita hvað það væri sem María Sigrún ætlaði að fjalla um. Það liggur nú fyrir. María Sigrún greindi jafnframt frá því að hún bindi vonir við að fréttaskýring hennar yrði sýnd í Kastljósi og nú er sú staðan. Eftir því sem Vísir kemst næst mun Urður Örlygsdóttir fréttamaður ganga til liðs við Kveiksteymið í hennar stað. Uppfært 15:15 Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins sagði engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. Gerði hann grein fyrir þeim sjónarmiðum á Facebook-síðu sinni. Fréttaskýringin hafi ekki verið fullbúin til sýninga fyrir síðasta Kveiksþátt þennan veturinn. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Sjá meira
„Það gleður mig að fréttaskýring sem ég hef unnið að síðustu mánuði verður sýnd í Kastljósi á mánudag kl. 19:40 í þeirri lengd sem til stóð að hún yrði í Kveiksþætti 23. apríl síðastliðinn,“ segir María Sigrún. Samkvæmt skjáskotum sem hún birtir með færslu sinni er víst að þar verður fjallað um bensínstöðvar og umdeildar lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar til þeirra sem hafa haft með þær að gera. Frétt sem Vísir birti fyrir skömmu vakti gríðarmikla athygli og umræður í kjölfarið en María Sigrún greindi frá því í samtali við Vísi að hún hefði verið látin víkja úr Kveik, gegn sínum vilja. Ritstjóri Kveiks mun hafa látið þau ummæli flakka, að sögn Maríu Sigrúnar, að hún væri kannski ekki gerð fyrir rannsóknarblaðamennsku en hún væri frábær fréttalesari. Hafa þau ummæli þótt af mörgum vera til marks um stæka karlrembu og hefur komið fram hávær krafa þess efnis að almenningur ætti í það minnsta kröfu á að vita hvað það væri sem María Sigrún ætlaði að fjalla um. Það liggur nú fyrir. María Sigrún greindi jafnframt frá því að hún bindi vonir við að fréttaskýring hennar yrði sýnd í Kastljósi og nú er sú staðan. Eftir því sem Vísir kemst næst mun Urður Örlygsdóttir fréttamaður ganga til liðs við Kveiksteymið í hennar stað. Uppfært 15:15 Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins sagði engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. Gerði hann grein fyrir þeim sjónarmiðum á Facebook-síðu sinni. Fréttaskýringin hafi ekki verið fullbúin til sýninga fyrir síðasta Kveiksþátt þennan veturinn.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Sjá meira