Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2024 12:00 Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands láta bæði af embætti á þessu sumri. Hann eftir átta ár og hún eftir tólf ár í embætti. Vísir/Vilhelm Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. Seinni umferð biskupskjörs sem hófst á hádegi á fimmtudag í síðustu viku lauk klukkan tólf á hádegi. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir um klukkan hálf eitt. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogi og Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju eru í framboði eftir að hvorki þeim né Elínborgu Sturludóttur presti í Dómkirkjunni tókst að tryggja sér meirihluta atkvæða í fyrri umferð. Ef allt gengur að óskum mun Agnes Sigurðardóttir núverandi biskup Íslands, sem gengt hefur embættinu frá árinu 2012, taka á móti nýjum biskupi á Biskupsstofu klukkan tvö í dag. Hún segir þessi tólf ár hafa verið góðan tíma en það verði ánægjulegt að fagna nýjum biskupi. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands er staðráðin í að einbeita sér á ný að píanóleik þegar hún lætur af embætti. Enda hóf hún ung nám í Tónlistarskólanum á Ísafirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell „Nýr biskup tekur ekki við sömu kirkju og ég gerði fyrir tólf árum. Það hefur allt breyst í kirkjunni. Það er búið að breyta skipulaginu og setja ný lög um kirkjuna,“ segir Agnes. Margar áskoranir bíði nýs biskups bæði inn á við og út á við. Inn á við þurfi að halda góðum anda í stéttinni og kirkjunni í samstarfi við þúsundir frábærra karla og kvenna sem starfi innan kirkjunnar um allt land. Út á við eins og alltaf væri það hlutverk kirkjunnar að boða kristna trú. Þjóðkirkjan eigi enn erindi við þjóðina. „Við erum að flytja alveg frábæran boðskap sem er mannbætandi fyrir alla. Við erum að sinna þjónustu út um allt land sem er líka mannbætandi,“ segir fráfarandi biskup. Þjóðkirkjan þjóni öllum sem það vilji og spyrji ekki hvort fólk sé í þjóðkirkjunni eða ekki. Agnes kvíðir ekki iðjuleysinu þegar embættistíð hennar lýkur. „Kannski skrifa ég nú eitthvað. Það getur vel verið. Ætli ég hverfi ekki bara aftur til fyrri tíðar og taki upp þá iðju sem ég hafði í æsku að spila á píanó. Það verður verkefni hjá mér að æfa upp prógram. Ég er búin að ákveða það,” segirAgnes Sigurðardóttir. Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Trúmál Tengdar fréttir Stóra stundin að renna upp: Bjartsýn en með báða fætur á jörðinni Eftir hádegi á morgun kemur í ljós hver fimmtándi biskup Íslands verður. Valið stendur milli Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Í samtali við fréttastofu segja þau tilfinninguna góða en þora ekki að spá fyrir um hver fari með sigur úr býtum. 6. maí 2024 20:44 Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45 Kosning til biskups Íslands hefst á hádegi í dag Kosning til biskups Íslands hefst klukkan 12 í dag og stendur til klukkan 12 þann 16. apríl. 11. apríl 2024 06:19 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Seinni umferð biskupskjörs sem hófst á hádegi á fimmtudag í síðustu viku lauk klukkan tólf á hádegi. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir um klukkan hálf eitt. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogi og Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju eru í framboði eftir að hvorki þeim né Elínborgu Sturludóttur presti í Dómkirkjunni tókst að tryggja sér meirihluta atkvæða í fyrri umferð. Ef allt gengur að óskum mun Agnes Sigurðardóttir núverandi biskup Íslands, sem gengt hefur embættinu frá árinu 2012, taka á móti nýjum biskupi á Biskupsstofu klukkan tvö í dag. Hún segir þessi tólf ár hafa verið góðan tíma en það verði ánægjulegt að fagna nýjum biskupi. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands er staðráðin í að einbeita sér á ný að píanóleik þegar hún lætur af embætti. Enda hóf hún ung nám í Tónlistarskólanum á Ísafirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell „Nýr biskup tekur ekki við sömu kirkju og ég gerði fyrir tólf árum. Það hefur allt breyst í kirkjunni. Það er búið að breyta skipulaginu og setja ný lög um kirkjuna,“ segir Agnes. Margar áskoranir bíði nýs biskups bæði inn á við og út á við. Inn á við þurfi að halda góðum anda í stéttinni og kirkjunni í samstarfi við þúsundir frábærra karla og kvenna sem starfi innan kirkjunnar um allt land. Út á við eins og alltaf væri það hlutverk kirkjunnar að boða kristna trú. Þjóðkirkjan eigi enn erindi við þjóðina. „Við erum að flytja alveg frábæran boðskap sem er mannbætandi fyrir alla. Við erum að sinna þjónustu út um allt land sem er líka mannbætandi,“ segir fráfarandi biskup. Þjóðkirkjan þjóni öllum sem það vilji og spyrji ekki hvort fólk sé í þjóðkirkjunni eða ekki. Agnes kvíðir ekki iðjuleysinu þegar embættistíð hennar lýkur. „Kannski skrifa ég nú eitthvað. Það getur vel verið. Ætli ég hverfi ekki bara aftur til fyrri tíðar og taki upp þá iðju sem ég hafði í æsku að spila á píanó. Það verður verkefni hjá mér að æfa upp prógram. Ég er búin að ákveða það,” segirAgnes Sigurðardóttir.
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Trúmál Tengdar fréttir Stóra stundin að renna upp: Bjartsýn en með báða fætur á jörðinni Eftir hádegi á morgun kemur í ljós hver fimmtándi biskup Íslands verður. Valið stendur milli Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Í samtali við fréttastofu segja þau tilfinninguna góða en þora ekki að spá fyrir um hver fari með sigur úr býtum. 6. maí 2024 20:44 Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45 Kosning til biskups Íslands hefst á hádegi í dag Kosning til biskups Íslands hefst klukkan 12 í dag og stendur til klukkan 12 þann 16. apríl. 11. apríl 2024 06:19 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Stóra stundin að renna upp: Bjartsýn en með báða fætur á jörðinni Eftir hádegi á morgun kemur í ljós hver fimmtándi biskup Íslands verður. Valið stendur milli Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Í samtali við fréttastofu segja þau tilfinninguna góða en þora ekki að spá fyrir um hver fari með sigur úr býtum. 6. maí 2024 20:44
Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12
Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45
Kosning til biskups Íslands hefst á hádegi í dag Kosning til biskups Íslands hefst klukkan 12 í dag og stendur til klukkan 12 þann 16. apríl. 11. apríl 2024 06:19