Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan atburð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. maí 2024 12:58 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir það verða sífellt ólíklegra að kvikuhlaup leiði einungis til aukins streymis í núverandi gosi. Vísir/Arnar Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni Gosið í Sundhnúksgígum er nú varla sjáanlegt á vefmyndavélum og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir það orðið mjög lítið og rétt malla. „Það er smá hraunrennsli til norðurs en það er orðið ákaflega lítilfjörlegt og ekki langt í að það lokist alveg fyrir,“ segir Magnús Tumi. Kvika virðist nú nær alfarið safnast fyrir undir Svartsengi en ekki fæða gosið samtímis. Fyrst gígurinn er að lokast sé sú sviðsmynd að kvikuhlaup leiði til aukins hraunstreymis í núverandi gosi að verða sífellt ólíklegri. „Og ef það kæmi gos aftur væri líklegt að það yrði svipað og byrjunin á þessu. Opnist löng sprunga með miklum krafti til að byrja með,“ segir Magnús Tumi. Dregið hefur verulega úr krafti eldgossins og það rétt mallar.vísir/Arnar Engin merki séu um að heildaratburðarrásin sé að lognast út af. Líklegast sé að það gjósi á sömu sprungu og þá frekar norðar. Gjósi sunnar og nær Grindavík yrði fyrirvarinn hið minnsta meiri þar sem kvikan þyrfti að brjóta sér leið með tilheyrandi skjálftum. Óvissan sé mikil en miðað við reynsluna segir Magnús Tumi að það megi jafnvel búast við um þriggja kílómetra langri sprungu. „Með þess vegna um þúsund sinnum meira efni en sem er að koma upp núna, það eru svoleiðis stærðargráður sem við sjáum í þessu. Byrjunin á síðasta gosi var um eitt þúsund rúmmetrar á sekúndu og nú erum við með innan við einn rúmmeter á sekúndu. Þannig það eru töluverðar andstæður, hvort við séum að tala um upphafsfasa eða lokin.“ Kvikuhólfið sé komið að þomörkum miðað við fyrri gos en um þrettán milljónir rúmmetrar hafa nú safnast fyrir undir Svartsengi. Magnús Tumi segir að miðað við reynsluna ætti að vera nægur tími til að rýma Grindavík og Bláa lónið komi til goss en að enginn ætti hins vegar að vera við sprunguna. Búast megi við gosi hvað úr hverju. „Það er ekki hægt að útiloka að þetta fari að hegða sér öðru vísi, það verður að koma í ljós, en það er líklegast að eitthvað bresti áður en langt um líður.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Sjá meira
Gosið í Sundhnúksgígum er nú varla sjáanlegt á vefmyndavélum og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir það orðið mjög lítið og rétt malla. „Það er smá hraunrennsli til norðurs en það er orðið ákaflega lítilfjörlegt og ekki langt í að það lokist alveg fyrir,“ segir Magnús Tumi. Kvika virðist nú nær alfarið safnast fyrir undir Svartsengi en ekki fæða gosið samtímis. Fyrst gígurinn er að lokast sé sú sviðsmynd að kvikuhlaup leiði til aukins hraunstreymis í núverandi gosi að verða sífellt ólíklegri. „Og ef það kæmi gos aftur væri líklegt að það yrði svipað og byrjunin á þessu. Opnist löng sprunga með miklum krafti til að byrja með,“ segir Magnús Tumi. Dregið hefur verulega úr krafti eldgossins og það rétt mallar.vísir/Arnar Engin merki séu um að heildaratburðarrásin sé að lognast út af. Líklegast sé að það gjósi á sömu sprungu og þá frekar norðar. Gjósi sunnar og nær Grindavík yrði fyrirvarinn hið minnsta meiri þar sem kvikan þyrfti að brjóta sér leið með tilheyrandi skjálftum. Óvissan sé mikil en miðað við reynsluna segir Magnús Tumi að það megi jafnvel búast við um þriggja kílómetra langri sprungu. „Með þess vegna um þúsund sinnum meira efni en sem er að koma upp núna, það eru svoleiðis stærðargráður sem við sjáum í þessu. Byrjunin á síðasta gosi var um eitt þúsund rúmmetrar á sekúndu og nú erum við með innan við einn rúmmeter á sekúndu. Þannig það eru töluverðar andstæður, hvort við séum að tala um upphafsfasa eða lokin.“ Kvikuhólfið sé komið að þomörkum miðað við fyrri gos en um þrettán milljónir rúmmetrar hafa nú safnast fyrir undir Svartsengi. Magnús Tumi segir að miðað við reynsluna ætti að vera nægur tími til að rýma Grindavík og Bláa lónið komi til goss en að enginn ætti hins vegar að vera við sprunguna. Búast megi við gosi hvað úr hverju. „Það er ekki hægt að útiloka að þetta fari að hegða sér öðru vísi, það verður að koma í ljós, en það er líklegast að eitthvað bresti áður en langt um líður.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Sjá meira