Ræktar 95 tegundir af túlípönum í Mosfellsdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. maí 2024 20:04 Gísli er stærsti túlípanaræktandi landsins með sínu fólki í Dalsgarði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Túlípanar eru alltaf að verða vinsælli og vinsælli til tækifærisgjafa eða bara til að hafa heima á stofuborðinu. Í gróðrarstöð í Mosfellsdal eru ræktaðar 95 mismunandi tegundir af túlípönum. Hér erum við að tala um gróðrarstöðina Dalsgarð í Mosfellsdal í næsta nágrenni við Mosfellsbæ en þar er Gísli Jóhannsson garðyrkjubóndi er að rækta með sínu starfsfólki rósir, túlipana, sumarblóm og jarðarber svo eitthvað sé nefnt. En túlípanarnir vekja alltaf mikla athygli fyrir fegurð sína. „Ég hef verið að rækta 95 tegundir af túlípönum í vetur og þær voru til sýnis í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta, ég gef þeim alltaf eina sýningu,” segir Gísli og bætir við. Í Dalsgarði í Mosfellsdal eru ræktaðar 95 tegundir af túlípönum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vil hafa rautt um jól og gult um páska og svolítið bleikt fyrir konudaginn og þá er þetta bara komið. Já, það eru allskonar litir í gangi í túlipönunum, það má eiginlega segja að það séu allir litir í þessu nema svart.” Og það er nóg að gera í Dalsgarði þessa dagana við að pakka og búnta túlípönum enda mæðradagurinn um næstu helgi. „Fólk er bara að nota mikið túlípana á Íslandi. Við erum held ég þrír til fjórir framleiðendur. Ég er held ég stærstur af þeim og það kæmi mér ekki á óvart að við erum að rækta allavega tvær og hálfa milljón túlípana á Íslandi, þrjár jafnvel en við eigum langt í langt í land en það eru miklir möguleikar enn þá, stækka markaðinn,” segir Gísli. Gísli Jóhannsson garðyrkjubóndi í Dalsgarði í Mosfellsdal, sem elskar túlípana og allt í kringum ræktun þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru Íslendingar duglegir að kaupa blóm og gefa blóm eins og túlípana? „Já, ég held það og bara að kaupa fyrir sjálfan sig líka. Ég horfi á þetta sem neysluvöru, þetta á bara að vera á hverjum heimili, manni líður vel innan um blóm,” segir Gísli garðyrkjubóndi. Það er meira en nóg að gera í túlípönunum þessa dagana því mæðradagurinn er sunnudaginn 12. maí og þá fá margir túlípana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mosfellsbær Garðyrkja Blóm Mæðradagurinn Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Hér erum við að tala um gróðrarstöðina Dalsgarð í Mosfellsdal í næsta nágrenni við Mosfellsbæ en þar er Gísli Jóhannsson garðyrkjubóndi er að rækta með sínu starfsfólki rósir, túlipana, sumarblóm og jarðarber svo eitthvað sé nefnt. En túlípanarnir vekja alltaf mikla athygli fyrir fegurð sína. „Ég hef verið að rækta 95 tegundir af túlípönum í vetur og þær voru til sýnis í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta, ég gef þeim alltaf eina sýningu,” segir Gísli og bætir við. Í Dalsgarði í Mosfellsdal eru ræktaðar 95 tegundir af túlípönum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vil hafa rautt um jól og gult um páska og svolítið bleikt fyrir konudaginn og þá er þetta bara komið. Já, það eru allskonar litir í gangi í túlipönunum, það má eiginlega segja að það séu allir litir í þessu nema svart.” Og það er nóg að gera í Dalsgarði þessa dagana við að pakka og búnta túlípönum enda mæðradagurinn um næstu helgi. „Fólk er bara að nota mikið túlípana á Íslandi. Við erum held ég þrír til fjórir framleiðendur. Ég er held ég stærstur af þeim og það kæmi mér ekki á óvart að við erum að rækta allavega tvær og hálfa milljón túlípana á Íslandi, þrjár jafnvel en við eigum langt í langt í land en það eru miklir möguleikar enn þá, stækka markaðinn,” segir Gísli. Gísli Jóhannsson garðyrkjubóndi í Dalsgarði í Mosfellsdal, sem elskar túlípana og allt í kringum ræktun þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru Íslendingar duglegir að kaupa blóm og gefa blóm eins og túlípana? „Já, ég held það og bara að kaupa fyrir sjálfan sig líka. Ég horfi á þetta sem neysluvöru, þetta á bara að vera á hverjum heimili, manni líður vel innan um blóm,” segir Gísli garðyrkjubóndi. Það er meira en nóg að gera í túlípönunum þessa dagana því mæðradagurinn er sunnudaginn 12. maí og þá fá margir túlípana.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mosfellsbær Garðyrkja Blóm Mæðradagurinn Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira