Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Lovísa Arnardóttir skrifar 8. maí 2024 13:38 Lambið var flækt í girðinguna. Myndin er tekin í gær, 7. maí. Mynd/Steinunn Árnadóttir Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. Í tilkynningu frá DÍS segir að sauðféð á bænum sé „í miklum vanhöldum“ og komið utan girðingar þar sem engin beit er við bæinn. Þá kemur fram að ærnar séu margar farnar að bera án eftirlits sem sé brot á reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár. Sauðféð veikt „Nýborin lömb eru að finnast dauð og deyjandi á svæðinu úr vosbúð. Sauðféð er jafnframt margt orðið veikt og ein ær hefur fundist dauð. Um er að ræða mál þar sem dýr hafa verið látin þjást árum saman meðan málið er í ferli hjá yfirvöldum sem tryggja ekki velferð þessara dýra,“ segir í tilkynningu DÍS. Kindurnar geta ekki leitað inn. Myndirnar eru teknar í gær, 7. maí. Mynd/Steinunn Árnadóttir MAST hefur tilkynnt samtökunum að málið sé í ferli en DÍS telur stofnunina þurfa að bregðast strax við. Ef þau geri það ekki sinni þau ekki sínu lögbundna hlutverki að verja velferð dýra og hefur DÍS sent ábendingu þess efnis til umboðsmanns Alþingis. Samtökin segja ástand dýranna afar lélegt og hafa tilkynnt málið til Umboðsmanns Alþingis. Lagaleg skylda að koma dýrunum til bjargar Fjallað var um MAST og viðbrögð stofnunarinnar í stjórnsýsluúttekt hjá Ríkisendurskoðun seint á síðasta ári. Þar kom, meðal annars, fram um eftirlit MAST með velferð búfjár að nálgun stofnunarinnar sé í sumum tilfellum svo varfærnisleg að hún gangi í raun gegn markmiðum laga um velferð dýra. Ærnar bera án eftirlits. Myndin er tekin í gær. Mynd/Steinunn Árnadóttir „Það er lagaleg skylda MAST að koma dýrum í neyð til bjargar, það er ekki síður siðferðisleg skylda samfélagsins alls,“ segir DÍS Það er ákall frá stjórn DÍS að dýrunum að bænum Höfða í Þverárhlíð verði tafarlaust komið til bjargar og lífs með því að yfirvöld bregðist við. Málið þolir enga bið, í húfi er velferð, líf og heilsa dýranna á Höfða. Slæmur aðbúnaður um árabil Áður hefur verið fjallað um aðbúnað dýra á bænum en fyrir tæpu ári síðan vakti dýraverndunarsinninn Steinunn Árnadóttir athygli á slæmum aðbúnaði dýranna. Fleiri Borgfirðingar tóku undir það í viðtölum. Steinunn gerði helst athugasemdir við húsakostinn á bænum en ekki væri pláss fyrir allt féð. Auk þess væri ekkert fylgst með kindunum sem væru á túnum annarra bænda. Í desember í fyrra fór svo hópur dýraverndunarsinna í Þverárhlíð til að bjarga fé sem enn var úti. Ein kindanna var vafin í gaddavír. „Það er orðið mikið fannfergi þarna og við köllum þetta að það sé jarðbann, þær hafa ekkert fóður og ekkert til að næra sig á og þar eru náttúrulega öll lög um velferð dýra brotin. Þetta eru kindur, sem eiga að vera á húsi, þær eiga að hafa fóður og þær eiga að hafa skjól og það er ekki í boði fyrir þær þó maður sé búin að biðja um það,“ sagði Steinunn Árnadóttir þá í viðtali, en hún skipulagði hópferðina. Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð! Við öll er látum okkur málefni dýravelferðar varða, höfum endurtekið séð ábendingar um alvarleg vanhöld skepna á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. 29. apríl 2024 14:00 Meðvirkni og aðgerðarleysi viðhaldi hræðilegu ástandi á Höfða Sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi í Borgarbyggð segir Matvælastofnun bregðast bændum og kindum á Höfða í Borgarfirði og að meðvirkni einkenni málið. Þrátt fyrir yfirlýsingar um aðgerðir hafi stofnunin ekkert gert og ástandið farið versnandi með hverju ári. 2. júní 2023 15:04 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Í tilkynningu frá DÍS segir að sauðféð á bænum sé „í miklum vanhöldum“ og komið utan girðingar þar sem engin beit er við bæinn. Þá kemur fram að ærnar séu margar farnar að bera án eftirlits sem sé brot á reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár. Sauðféð veikt „Nýborin lömb eru að finnast dauð og deyjandi á svæðinu úr vosbúð. Sauðféð er jafnframt margt orðið veikt og ein ær hefur fundist dauð. Um er að ræða mál þar sem dýr hafa verið látin þjást árum saman meðan málið er í ferli hjá yfirvöldum sem tryggja ekki velferð þessara dýra,“ segir í tilkynningu DÍS. Kindurnar geta ekki leitað inn. Myndirnar eru teknar í gær, 7. maí. Mynd/Steinunn Árnadóttir MAST hefur tilkynnt samtökunum að málið sé í ferli en DÍS telur stofnunina þurfa að bregðast strax við. Ef þau geri það ekki sinni þau ekki sínu lögbundna hlutverki að verja velferð dýra og hefur DÍS sent ábendingu þess efnis til umboðsmanns Alþingis. Samtökin segja ástand dýranna afar lélegt og hafa tilkynnt málið til Umboðsmanns Alþingis. Lagaleg skylda að koma dýrunum til bjargar Fjallað var um MAST og viðbrögð stofnunarinnar í stjórnsýsluúttekt hjá Ríkisendurskoðun seint á síðasta ári. Þar kom, meðal annars, fram um eftirlit MAST með velferð búfjár að nálgun stofnunarinnar sé í sumum tilfellum svo varfærnisleg að hún gangi í raun gegn markmiðum laga um velferð dýra. Ærnar bera án eftirlits. Myndin er tekin í gær. Mynd/Steinunn Árnadóttir „Það er lagaleg skylda MAST að koma dýrum í neyð til bjargar, það er ekki síður siðferðisleg skylda samfélagsins alls,“ segir DÍS Það er ákall frá stjórn DÍS að dýrunum að bænum Höfða í Þverárhlíð verði tafarlaust komið til bjargar og lífs með því að yfirvöld bregðist við. Málið þolir enga bið, í húfi er velferð, líf og heilsa dýranna á Höfða. Slæmur aðbúnaður um árabil Áður hefur verið fjallað um aðbúnað dýra á bænum en fyrir tæpu ári síðan vakti dýraverndunarsinninn Steinunn Árnadóttir athygli á slæmum aðbúnaði dýranna. Fleiri Borgfirðingar tóku undir það í viðtölum. Steinunn gerði helst athugasemdir við húsakostinn á bænum en ekki væri pláss fyrir allt féð. Auk þess væri ekkert fylgst með kindunum sem væru á túnum annarra bænda. Í desember í fyrra fór svo hópur dýraverndunarsinna í Þverárhlíð til að bjarga fé sem enn var úti. Ein kindanna var vafin í gaddavír. „Það er orðið mikið fannfergi þarna og við köllum þetta að það sé jarðbann, þær hafa ekkert fóður og ekkert til að næra sig á og þar eru náttúrulega öll lög um velferð dýra brotin. Þetta eru kindur, sem eiga að vera á húsi, þær eiga að hafa fóður og þær eiga að hafa skjól og það er ekki í boði fyrir þær þó maður sé búin að biðja um það,“ sagði Steinunn Árnadóttir þá í viðtali, en hún skipulagði hópferðina.
Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð! Við öll er látum okkur málefni dýravelferðar varða, höfum endurtekið séð ábendingar um alvarleg vanhöld skepna á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. 29. apríl 2024 14:00 Meðvirkni og aðgerðarleysi viðhaldi hræðilegu ástandi á Höfða Sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi í Borgarbyggð segir Matvælastofnun bregðast bændum og kindum á Höfða í Borgarfirði og að meðvirkni einkenni málið. Þrátt fyrir yfirlýsingar um aðgerðir hafi stofnunin ekkert gert og ástandið farið versnandi með hverju ári. 2. júní 2023 15:04 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð! Við öll er látum okkur málefni dýravelferðar varða, höfum endurtekið séð ábendingar um alvarleg vanhöld skepna á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. 29. apríl 2024 14:00
Meðvirkni og aðgerðarleysi viðhaldi hræðilegu ástandi á Höfða Sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi í Borgarbyggð segir Matvælastofnun bregðast bændum og kindum á Höfða í Borgarfirði og að meðvirkni einkenni málið. Þrátt fyrir yfirlýsingar um aðgerðir hafi stofnunin ekkert gert og ástandið farið versnandi með hverju ári. 2. júní 2023 15:04