Uppgjörið og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 5-1| Blikar kláruðu dæmið í fyrri hálfleik Smári Jökull Jónsson skrifar 8. maí 2024 19:50 Agla María Albertsdóttir skoraði fyrsta og fimmta mark Breiðabliks gegn Stjörnunni. Vísir/Anton Brink Breiðablik vann öruggan 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld þegar liðin mættust á Kópavogsvelli. Breiðablik er því með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en Stjarnan var að tapa sínum þriðja leik. Leikurinn byrjaði ótrúlega. Á fyrstu tæpu fimm mínútum leiksins voru skoruð þrjú mörk og þó gestirnir hafi gert það glæsilegasta gaf það því miður fyrir Stjörnukonur lítil fyrirheit um það sem koma skyldi. Yfirburðir Blika í fyrri hálfleik voru afar miklir og á köflum náði Stjarnan varla að halda boltanum nema í örfáar sekúndur. Breiðablik átti auðvelt með að koma sér í færi og mörkin fimm í fyrri hálfleiknum hefðu getað orðið fleiri. Andrea Rut Bjarnadóttir var frábær á miðjunni og átti hvert hlaupið á fætur öðru innfyrir vörnina sem skapaði usla og öll sóknarlína Blika var í stuði. Í seinni hálfleik róuðust leikar. Blikar áttu ekki eins auðvelt með að koma sér í góðar stöður en voru þó með boltann nær allan tímann. Breiðablik skipti þeim Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur og Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur inn í seinni hálfleik og stuttu síðar kom Katrín Ásbjörnsdóttir inn af bekknum sömuleiðis. Ekki amalegt tríó að eiga inni. Áslaug Munda er að snúa til baka eftir höfuðmeiðsli og frábært að sjá hana aftur á vellinum. Leikurinn fjaraði hægt og rólega út og Breiðablik fagnaði sínum fjórða sigri í Bestu deildinni þegar Bergrós Lilja Unudóttir flautaði til leiksloka. Lokatölur 5-1 og Breiðablik og Valur jöfn að stigum á toppi Bestu deildarinnar. Atvik leiksins Fyrsta mark Blika kom strax á fyrstu mínútu leiksins og gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Það sagði ýmislegt um hvernig Stjörnuliðið mætti til leiks og hvernig lið Blikakvenna var stemmt. Stjörnur og skúrkar Andrea Rut Bjarnadóttir var virkilega góð í liði Blika. Hún var mikið í boltanum á miðjunni og hlaup hennar innfyrir vörnina og í svæðin sköpuðu vandræði fyrir Garðbæinga. Agla María Albertsdóttir var sömuleiðis mjög góð og það var ekki mikið um veika bletti á liði Blika í dag. Stjörnuliðið mætti ekki tilbúið til leiksins í dag. Þær voru búnar að fá á sig þrjú mörk á fyrstu sextán mínútum leiksins og Blikar skoruðu fimm mörk alls í fyrri hálfleiknum. Hvort sem það er taktíkin, stemmningin eða eitthvað annað þá er það á ábyrgð þjálfarans að gera lið sitt tilbúið í slag gegn einu besta liði landsins. Það tókst hinum reynslumikla Kristjáni Guðmundssyni ekki. Dómarinn Bergrós Lilja Unudóttir var með flautuna í dag. Þetta var ekki erfiðasti leikurinn að dæma en Bergrós Lilja var með stjórn á leiknum allan tímann, var dugleg að láta leikinn fljóta og dæmdi heilt yfir mjög vel. Stemmning og umgjörð Það var flott umgjörð hjá Blikum á Kópavogsvelli í kvöld. Tónlistin í stúkunni var spiluð á hæsta styrk fyrir leik og var ekki annað að sjá en áhorfendur kynnu vel að meta. Talandi um áhorfendur þá voru alltof fáir sem sáu sér fært að mæta á leikinn í kvöld. Áhorfendafjöldinn hefur varla náð öðru hundraðinu sem er synd því nóg var af flottum mörkum að sjá. Viðtöl „Það verður mikil samkeppni“ „Við byrjuðum náttúrulega af miklum krafti. Við vorum mjög góð og erum mjög sátt. Við nýttum færin sem við fengum, pressuðum vel og færðum boltann vel á milli leikmanna. Við komumst í svæðin og spiluðum vel,“ sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks um byrjun hans lið í leiknum í kvöld. „Undir lok fyrri hálfleiks og svo gott sem allan seinni hálfleikinn duttum við niður um gír. Við erum ekki ánægð með það því við viljum halda ákveðnum gæðum. Varnarlega vorum við þétt allan tímann og færin sem þær fengu voru eftir okkar mistök.“ Leikur Blika datt aðeins niður í síðari hálfleiknum og Nik var ekki ánægður með þá þróun. „Mjög góður fyrri hálfleikur. Í seinni hálfleik var leikurinn dauður en ég býst við meiru af okkur.“ Nik Chamberlainvísir / anton brink Hann sagðist hafa verið vel undirbúinn fyrir leikinn og sagði að leikaðferð Stjörnunnar þýði að svæði munu opnast. „Við vissum hvernig þær myndu spila. Við erum með leikmenn sem geta fundið svæði og við unnum að því að gera það. Í seinni hálfleik kom Stjarnan hærra upp á völlinn og við náðum ekki að bregðast við því. Það eru vonbrigði og ég tek það á mig. Við sáum svæðin þegar við undirbjuggum okkur og nýttum okkur það.“ Breiðablik er með breiðan og sterkan hóp. Í dag komu Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir inn af bekknum en þær eiga allar landsleiki að baki. Katrín og Áslaug Munda eru að snúa aftur eftir meiðsli og Ólöf úr háskóla í Bandaríkjunum. Er Nik ánægður með hópinn? „Hundrað prósent, við erum með mjög sterkan hóp. Það eru stelpur að koma til baka og það munu einhverjar stelpur þurfa að vera fyrir utan hóp. Það verður mikil samkeppni, leikmenn vita það og ég.“ „Það tekur tíma fyrir leikmennina að komast aftur í form. Katrín er að koma til baka eftir meiðsli og þetta tekur tíma. Þær þurfa að vinna sig inn í liðið. Ef við höldum áfram að vinna og Vigdís og Birta halda áfram að skora þá er engin ástæða til að taka þær úr liðinu. Það er gott að hafa möguleika á bekknum og í framhaldinu þegar þær verða komnar í betra leikform þá munu leikmenn af bekknum geta breytt leikjum hjá okkur.“ Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan
Breiðablik vann öruggan 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld þegar liðin mættust á Kópavogsvelli. Breiðablik er því með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en Stjarnan var að tapa sínum þriðja leik. Leikurinn byrjaði ótrúlega. Á fyrstu tæpu fimm mínútum leiksins voru skoruð þrjú mörk og þó gestirnir hafi gert það glæsilegasta gaf það því miður fyrir Stjörnukonur lítil fyrirheit um það sem koma skyldi. Yfirburðir Blika í fyrri hálfleik voru afar miklir og á köflum náði Stjarnan varla að halda boltanum nema í örfáar sekúndur. Breiðablik átti auðvelt með að koma sér í færi og mörkin fimm í fyrri hálfleiknum hefðu getað orðið fleiri. Andrea Rut Bjarnadóttir var frábær á miðjunni og átti hvert hlaupið á fætur öðru innfyrir vörnina sem skapaði usla og öll sóknarlína Blika var í stuði. Í seinni hálfleik róuðust leikar. Blikar áttu ekki eins auðvelt með að koma sér í góðar stöður en voru þó með boltann nær allan tímann. Breiðablik skipti þeim Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur og Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur inn í seinni hálfleik og stuttu síðar kom Katrín Ásbjörnsdóttir inn af bekknum sömuleiðis. Ekki amalegt tríó að eiga inni. Áslaug Munda er að snúa til baka eftir höfuðmeiðsli og frábært að sjá hana aftur á vellinum. Leikurinn fjaraði hægt og rólega út og Breiðablik fagnaði sínum fjórða sigri í Bestu deildinni þegar Bergrós Lilja Unudóttir flautaði til leiksloka. Lokatölur 5-1 og Breiðablik og Valur jöfn að stigum á toppi Bestu deildarinnar. Atvik leiksins Fyrsta mark Blika kom strax á fyrstu mínútu leiksins og gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Það sagði ýmislegt um hvernig Stjörnuliðið mætti til leiks og hvernig lið Blikakvenna var stemmt. Stjörnur og skúrkar Andrea Rut Bjarnadóttir var virkilega góð í liði Blika. Hún var mikið í boltanum á miðjunni og hlaup hennar innfyrir vörnina og í svæðin sköpuðu vandræði fyrir Garðbæinga. Agla María Albertsdóttir var sömuleiðis mjög góð og það var ekki mikið um veika bletti á liði Blika í dag. Stjörnuliðið mætti ekki tilbúið til leiksins í dag. Þær voru búnar að fá á sig þrjú mörk á fyrstu sextán mínútum leiksins og Blikar skoruðu fimm mörk alls í fyrri hálfleiknum. Hvort sem það er taktíkin, stemmningin eða eitthvað annað þá er það á ábyrgð þjálfarans að gera lið sitt tilbúið í slag gegn einu besta liði landsins. Það tókst hinum reynslumikla Kristjáni Guðmundssyni ekki. Dómarinn Bergrós Lilja Unudóttir var með flautuna í dag. Þetta var ekki erfiðasti leikurinn að dæma en Bergrós Lilja var með stjórn á leiknum allan tímann, var dugleg að láta leikinn fljóta og dæmdi heilt yfir mjög vel. Stemmning og umgjörð Það var flott umgjörð hjá Blikum á Kópavogsvelli í kvöld. Tónlistin í stúkunni var spiluð á hæsta styrk fyrir leik og var ekki annað að sjá en áhorfendur kynnu vel að meta. Talandi um áhorfendur þá voru alltof fáir sem sáu sér fært að mæta á leikinn í kvöld. Áhorfendafjöldinn hefur varla náð öðru hundraðinu sem er synd því nóg var af flottum mörkum að sjá. Viðtöl „Það verður mikil samkeppni“ „Við byrjuðum náttúrulega af miklum krafti. Við vorum mjög góð og erum mjög sátt. Við nýttum færin sem við fengum, pressuðum vel og færðum boltann vel á milli leikmanna. Við komumst í svæðin og spiluðum vel,“ sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks um byrjun hans lið í leiknum í kvöld. „Undir lok fyrri hálfleiks og svo gott sem allan seinni hálfleikinn duttum við niður um gír. Við erum ekki ánægð með það því við viljum halda ákveðnum gæðum. Varnarlega vorum við þétt allan tímann og færin sem þær fengu voru eftir okkar mistök.“ Leikur Blika datt aðeins niður í síðari hálfleiknum og Nik var ekki ánægður með þá þróun. „Mjög góður fyrri hálfleikur. Í seinni hálfleik var leikurinn dauður en ég býst við meiru af okkur.“ Nik Chamberlainvísir / anton brink Hann sagðist hafa verið vel undirbúinn fyrir leikinn og sagði að leikaðferð Stjörnunnar þýði að svæði munu opnast. „Við vissum hvernig þær myndu spila. Við erum með leikmenn sem geta fundið svæði og við unnum að því að gera það. Í seinni hálfleik kom Stjarnan hærra upp á völlinn og við náðum ekki að bregðast við því. Það eru vonbrigði og ég tek það á mig. Við sáum svæðin þegar við undirbjuggum okkur og nýttum okkur það.“ Breiðablik er með breiðan og sterkan hóp. Í dag komu Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir inn af bekknum en þær eiga allar landsleiki að baki. Katrín og Áslaug Munda eru að snúa aftur eftir meiðsli og Ólöf úr háskóla í Bandaríkjunum. Er Nik ánægður með hópinn? „Hundrað prósent, við erum með mjög sterkan hóp. Það eru stelpur að koma til baka og það munu einhverjar stelpur þurfa að vera fyrir utan hóp. Það verður mikil samkeppni, leikmenn vita það og ég.“ „Það tekur tíma fyrir leikmennina að komast aftur í form. Katrín er að koma til baka eftir meiðsli og þetta tekur tíma. Þær þurfa að vinna sig inn í liðið. Ef við höldum áfram að vinna og Vigdís og Birta halda áfram að skora þá er engin ástæða til að taka þær úr liðinu. Það er gott að hafa möguleika á bekknum og í framhaldinu þegar þær verða komnar í betra leikform þá munu leikmenn af bekknum geta breytt leikjum hjá okkur.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti