„Spáin hjálpar okkur frekar en eitthvað annað“ Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2024 14:31 Fyrirliðinn Eva Rut Ásþórsdóttir og Signý Lára Bjarnadóttir hafa verið að gera góða hluti með Fylki í upphafi móts í Bestu deildinni. Stöð 2 Sport Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í upphitunarþætti fyrir 4. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Þær Eva Rut Ásþórsdóttir og Signý Lára Bjarnadóttir úr Fylki mættu, ásamt sérfræðingnum Mist Rúnarsdóttur. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en 4. umferðin hefst í dag með þremur leikjum, og tveir leikir eru svo á morgun. Klippa: Upphitun fyrir 4. umferð Bestu deildar kvenna Fylkiskonur hafa blásið á hrakspár í fyrstu umferðum mótsins og enn ekki tapað leik, en þær fara norður á Akureyri á morgun, vegna viðgerða á vellinum á Sauðárkróki, og mæta Tindastóli. Fylki var spáð falli fyrir mótið en hefur gert jafntefli við Þrótt og Víking, og vann svo 4-2 sigur gegn Keflavík í síðustu viku. Eva segir þessa sterku byrjun ekki endilega hafa komið á óvart: „Já og nei. Við förum náttúrulega í alla leiki til að vinna þannig að það er geggjað að þetta hafi byrjað svona vel.“ „Okkur var spáð falli en við höfum ekkert verið að líta á það. Við förum í hvern leik til þess að vinna og erum ótrúlega ánægðar með að vera komnar með þessi stig, en alls ekki búnar. Það er bara upp, upp og áfram,“ segir Signý sem er uppalin í Fylki en lék í tvö ár með Aftureldingu þegar hún var að taka fyrstu skrefin í meistaraflokki, 2021 og 2022. Leikirnir í 4. umferð Bestu deildarinnar eru að sjálfsögðu allir sýndir, og svo gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport á morgun.Stöð 2 Sport Eva er aftur á móti uppalin í Afutreldingu og lék einnig með HK/Víkingi áður en hún fór til Fylkis fyrir sumarið 2020. Með Fylki hefur hún því bæði spilað í efstu deild, farið niður um deild og svo aftur upp í Bestu deildina í fyrra. Fylki er svo spáð aftur niður í ár: „Maður er meðvitaður um þetta, að okkur var spáð falli og það er eðlilegt sem nýliðar, en við erum alls ekkert að pæla í spánni. Við fókusum á okkar markmið og erum mjög samstilltar í því, ásamt þjálfurum okkar,“ segir Signý. „Þetta [spáin] hjálpar okkur frekar en eitthvað annað,“ segir Eva og Signý tekur undir: „Við notum þetta frekar sem pepp en einhverja óþægilega pressu.“ Allir leikirnir í 4. umferð verða gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport á morgun klukkan 18, strax eftir leiki Víkings og Þórs/KA, og Tindastóls og Fylkis. Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en 4. umferðin hefst í dag með þremur leikjum, og tveir leikir eru svo á morgun. Klippa: Upphitun fyrir 4. umferð Bestu deildar kvenna Fylkiskonur hafa blásið á hrakspár í fyrstu umferðum mótsins og enn ekki tapað leik, en þær fara norður á Akureyri á morgun, vegna viðgerða á vellinum á Sauðárkróki, og mæta Tindastóli. Fylki var spáð falli fyrir mótið en hefur gert jafntefli við Þrótt og Víking, og vann svo 4-2 sigur gegn Keflavík í síðustu viku. Eva segir þessa sterku byrjun ekki endilega hafa komið á óvart: „Já og nei. Við förum náttúrulega í alla leiki til að vinna þannig að það er geggjað að þetta hafi byrjað svona vel.“ „Okkur var spáð falli en við höfum ekkert verið að líta á það. Við förum í hvern leik til þess að vinna og erum ótrúlega ánægðar með að vera komnar með þessi stig, en alls ekki búnar. Það er bara upp, upp og áfram,“ segir Signý sem er uppalin í Fylki en lék í tvö ár með Aftureldingu þegar hún var að taka fyrstu skrefin í meistaraflokki, 2021 og 2022. Leikirnir í 4. umferð Bestu deildarinnar eru að sjálfsögðu allir sýndir, og svo gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport á morgun.Stöð 2 Sport Eva er aftur á móti uppalin í Afutreldingu og lék einnig með HK/Víkingi áður en hún fór til Fylkis fyrir sumarið 2020. Með Fylki hefur hún því bæði spilað í efstu deild, farið niður um deild og svo aftur upp í Bestu deildina í fyrra. Fylki er svo spáð aftur niður í ár: „Maður er meðvitaður um þetta, að okkur var spáð falli og það er eðlilegt sem nýliðar, en við erum alls ekkert að pæla í spánni. Við fókusum á okkar markmið og erum mjög samstilltar í því, ásamt þjálfurum okkar,“ segir Signý. „Þetta [spáin] hjálpar okkur frekar en eitthvað annað,“ segir Eva og Signý tekur undir: „Við notum þetta frekar sem pepp en einhverja óþægilega pressu.“ Allir leikirnir í 4. umferð verða gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport á morgun klukkan 18, strax eftir leiki Víkings og Þórs/KA, og Tindastóls og Fylkis.
Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti