Fylgjast grannt með gangi mála Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. maí 2024 21:48 Fjárhundur sem komst í lamb sem hafði drepist í sauðburði. Hægra meginn er lamb sem hafði flækst í girðingunni. Aðsend/Steinunn Árnadóttir Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) sakaði Matvælastofnun fyrr í dag um að hafa ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða. Stjórn samtakanna hefur sent frá sér ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar, en bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn í árabil. Sagt hefur verið að slæmur aðbúnaður dýranna hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. Myndir af sauðfé í slæmu ásigkomulagi fara reglulega í dreifingu á netinu og vekja vitaskuld upp mikla reiði. Stjórnvöld hafa verið sökuð um að aðhafast ekkert í þessu meinta dýraníði. Þá hefur Matvælastofnun verið sökuð um að hafa sýnt „langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant.“ Hafa gert athugasemdir og ítrekað kröfur um úrbætur MAST svaraði fyrir sig í dag en í tilkynningu frá þeim segir að Matvælastofnun hafi „á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjársbúskap á bæ í Borgarfirði.“ Starfsmenn stofnunarinnar hafi farið í eftirlitsferðir á viðkomandi bú þar sem gerðar voru athugasemdir m.a. við aðbúnað af ýmsu tagi. Þær hafi í vissum tilfellum verið framkvæmdar, en ekki alltaf. Þá segir að kröfur um úrbætur hafi þá verið ítrekaðar og stuttur frestur gefinn til framkvæmda, og að gripið hafi verið til þvingana ef ekki hafi verið brugðist við „á ásættanlegan hátt.“ „Gerðar hafa verið kröfur um að ábúendur sæki sér aðstoð við búskapinn, einkum yfir sauðburð og hefur verið gert þar sem fylgst er með sauðburði, lömb mörkuð og gefin lyf. Áhersla hefur verið lögð á að fé sé haldið innan girðingar þar til lömb væru orðin sæmilega stálpuð. Séð hefur verið til þess að dýrin hafi ávallt aðgang að nægu heilnæmu vatni og fóðri,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að Matvælastofnun taki allar ábendingar alvarlega sem berist til stofnunarinnar. Sagt er að stofnunin hafi málið til meðferðar og fylgist grannt með framgangi mála. Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38 Upplýsingafulltrúi væri kærkomin viðbót hjá MAST Forstjóri Matvælastofnunar segir að ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, þar sem ýmsar athugasemdir eru gerðar við starfsemi stofnunarinnar, varpi fyrst og fremst ljósi á viðvarandi fjárskort MAST. Stofnunin muni taka ábendingar í skýrslunni til sín, sem gefi mögulega tilefni til þess að endurskoða þörf á upplýsingafulltrúa. 17. nóvember 2023 11:54 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) sakaði Matvælastofnun fyrr í dag um að hafa ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða. Stjórn samtakanna hefur sent frá sér ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar, en bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn í árabil. Sagt hefur verið að slæmur aðbúnaður dýranna hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. Myndir af sauðfé í slæmu ásigkomulagi fara reglulega í dreifingu á netinu og vekja vitaskuld upp mikla reiði. Stjórnvöld hafa verið sökuð um að aðhafast ekkert í þessu meinta dýraníði. Þá hefur Matvælastofnun verið sökuð um að hafa sýnt „langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant.“ Hafa gert athugasemdir og ítrekað kröfur um úrbætur MAST svaraði fyrir sig í dag en í tilkynningu frá þeim segir að Matvælastofnun hafi „á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjársbúskap á bæ í Borgarfirði.“ Starfsmenn stofnunarinnar hafi farið í eftirlitsferðir á viðkomandi bú þar sem gerðar voru athugasemdir m.a. við aðbúnað af ýmsu tagi. Þær hafi í vissum tilfellum verið framkvæmdar, en ekki alltaf. Þá segir að kröfur um úrbætur hafi þá verið ítrekaðar og stuttur frestur gefinn til framkvæmda, og að gripið hafi verið til þvingana ef ekki hafi verið brugðist við „á ásættanlegan hátt.“ „Gerðar hafa verið kröfur um að ábúendur sæki sér aðstoð við búskapinn, einkum yfir sauðburð og hefur verið gert þar sem fylgst er með sauðburði, lömb mörkuð og gefin lyf. Áhersla hefur verið lögð á að fé sé haldið innan girðingar þar til lömb væru orðin sæmilega stálpuð. Séð hefur verið til þess að dýrin hafi ávallt aðgang að nægu heilnæmu vatni og fóðri,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að Matvælastofnun taki allar ábendingar alvarlega sem berist til stofnunarinnar. Sagt er að stofnunin hafi málið til meðferðar og fylgist grannt með framgangi mála.
Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38 Upplýsingafulltrúi væri kærkomin viðbót hjá MAST Forstjóri Matvælastofnunar segir að ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, þar sem ýmsar athugasemdir eru gerðar við starfsemi stofnunarinnar, varpi fyrst og fremst ljósi á viðvarandi fjárskort MAST. Stofnunin muni taka ábendingar í skýrslunni til sín, sem gefi mögulega tilefni til þess að endurskoða þörf á upplýsingafulltrúa. 17. nóvember 2023 11:54 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19
Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38
Upplýsingafulltrúi væri kærkomin viðbót hjá MAST Forstjóri Matvælastofnunar segir að ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, þar sem ýmsar athugasemdir eru gerðar við starfsemi stofnunarinnar, varpi fyrst og fremst ljósi á viðvarandi fjárskort MAST. Stofnunin muni taka ábendingar í skýrslunni til sín, sem gefi mögulega tilefni til þess að endurskoða þörf á upplýsingafulltrúa. 17. nóvember 2023 11:54