Byrjaði að hlaupa til að sýna fyrrverandi í tvo heimana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2024 13:00 Mari Järsk hlaupagarpur mætti í fyrsta langhlaupið nánast í bikiníi, eins og hún lýsir því. Vísir/Einar Ofurhlaupakonan Mari Järsk tók þátt í sínu fyrsta langhlaupi eftir að fyrrverandi kærastinn hennar tjáði henni að hann ætlaði að taka þátt í Esju Ultra hlaupinu. Hún skráði sig til leiks án þess að hafa nokkra reynslu og endaði í þriðja sæti. Frá þessu greinir Mari í heimildamynd um hana sem var frumsýnd á Stöð 2 í síðustu viku. Í myndinni spyr Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, sem fylgdist með henni þegar hún tók þátt í bakgarðshlaupi í Þýskalandi, hvenær hún hafi áttað sig á því að hún væri betri í íþróttum en aðrir. „Ég hef nú aldrei hugsað þannig. Ég vissi alltaf innst inni að ég hefði þetta í mér,“ segir Mari í heimildamyndinni. Mari sigraði Bakgarðshlaupið, sem fór fram í Öskjuhlíð um helgina, og setti nýtt Íslandsmet í leiðinni. Hún hljóp tæplega 382 kílómetra og hafði þá verið vakandi í 57 klukkustundir, frá því að hlaupið hófst klukkan níu á laugardagsmorgun. Mari segist ekki hafa byrjað að hlaupa af ráði fyrr en seint og um síðir. Hún var á krossgötum, nýhætt í sambandi en fyrrverandi kærastinn tilkynnti henni stuttu eftir sambandsslitin að hann ætlaði að taka þátt í Esju Ultra hlaupinu og stefndi á tvær ferðir upp og niður. „Og ég bara: Já ókei, ég ætla sko meira en þú. Þannig að ég mætti, næstum því í bikiníi, mjög stuttum buxum og pínkulitlum topp með bakpoka á bakinu að fara að keppa í Esju Ultra maraþoninu. Ég vissi ekkert um hlaup,“ segir Mari. Hvernig gekk það? „Það gekk svo vel að ég var í þriðja sæti. Þarna byrjaði mín ástríða.“ Næsta markmið var að klára 50 kílómetra í Hengill Ultra, þar næsta var að klára 100 kílómetra. „Ég var sú manneskja strax að ég vildi meira. Mér fannst, þegar ég er búin með 50 kílómetra þá má ég hoppa í 100.“ Horfa má á brot úr heimildamyndinni í spilaranum hér að neðan. Myndina má sjá á Stöð 2+. Bakgarðshlaup Hlaup Ástin og lífið Tengdar fréttir „Sögulegir skór“ Mari Järsk á uppboði Hlaupaskórnir sem Mari Järsk var klædd í þegar hún hljóp 57 hringi í Bakgarðshlaupinu og sló Íslandsmet eru nú á uppboði. Uppboðið er á vegum góðgerðardags Hagaskóla, sem fór reyndar fram í fyrradag. 9. maí 2024 09:31 Stuðningurinn ómetanlegur: „Farið í dýpstu leyndarmálin“ Kvíði, grátur, hlý samvera og gleði er á meðal þess sem situr eftir hjá hlaupahetjunni Mari Järsk er hún hljóp sólarhringum saman og fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð um helgina, á nýju Íslandsmeti. 8. maí 2024 08:00 Gat ekki staðið upp til að taka við bikarnum Mari Järsk gat ekki staðið upp í kvöld til að taka við verðlaunum sem sigurvegari Bakgarðshlaupsins í ár. Mari vann hlaupið eftir að hafa lokið 57 hringjum. Mari sagði fætur hennar hafa bólgnað svo upp eftir hlaupin að hún gæti ekki staðið upp. 6. maí 2024 22:55 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Sjá meira
Frá þessu greinir Mari í heimildamynd um hana sem var frumsýnd á Stöð 2 í síðustu viku. Í myndinni spyr Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, sem fylgdist með henni þegar hún tók þátt í bakgarðshlaupi í Þýskalandi, hvenær hún hafi áttað sig á því að hún væri betri í íþróttum en aðrir. „Ég hef nú aldrei hugsað þannig. Ég vissi alltaf innst inni að ég hefði þetta í mér,“ segir Mari í heimildamyndinni. Mari sigraði Bakgarðshlaupið, sem fór fram í Öskjuhlíð um helgina, og setti nýtt Íslandsmet í leiðinni. Hún hljóp tæplega 382 kílómetra og hafði þá verið vakandi í 57 klukkustundir, frá því að hlaupið hófst klukkan níu á laugardagsmorgun. Mari segist ekki hafa byrjað að hlaupa af ráði fyrr en seint og um síðir. Hún var á krossgötum, nýhætt í sambandi en fyrrverandi kærastinn tilkynnti henni stuttu eftir sambandsslitin að hann ætlaði að taka þátt í Esju Ultra hlaupinu og stefndi á tvær ferðir upp og niður. „Og ég bara: Já ókei, ég ætla sko meira en þú. Þannig að ég mætti, næstum því í bikiníi, mjög stuttum buxum og pínkulitlum topp með bakpoka á bakinu að fara að keppa í Esju Ultra maraþoninu. Ég vissi ekkert um hlaup,“ segir Mari. Hvernig gekk það? „Það gekk svo vel að ég var í þriðja sæti. Þarna byrjaði mín ástríða.“ Næsta markmið var að klára 50 kílómetra í Hengill Ultra, þar næsta var að klára 100 kílómetra. „Ég var sú manneskja strax að ég vildi meira. Mér fannst, þegar ég er búin með 50 kílómetra þá má ég hoppa í 100.“ Horfa má á brot úr heimildamyndinni í spilaranum hér að neðan. Myndina má sjá á Stöð 2+.
Bakgarðshlaup Hlaup Ástin og lífið Tengdar fréttir „Sögulegir skór“ Mari Järsk á uppboði Hlaupaskórnir sem Mari Järsk var klædd í þegar hún hljóp 57 hringi í Bakgarðshlaupinu og sló Íslandsmet eru nú á uppboði. Uppboðið er á vegum góðgerðardags Hagaskóla, sem fór reyndar fram í fyrradag. 9. maí 2024 09:31 Stuðningurinn ómetanlegur: „Farið í dýpstu leyndarmálin“ Kvíði, grátur, hlý samvera og gleði er á meðal þess sem situr eftir hjá hlaupahetjunni Mari Järsk er hún hljóp sólarhringum saman og fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð um helgina, á nýju Íslandsmeti. 8. maí 2024 08:00 Gat ekki staðið upp til að taka við bikarnum Mari Järsk gat ekki staðið upp í kvöld til að taka við verðlaunum sem sigurvegari Bakgarðshlaupsins í ár. Mari vann hlaupið eftir að hafa lokið 57 hringjum. Mari sagði fætur hennar hafa bólgnað svo upp eftir hlaupin að hún gæti ekki staðið upp. 6. maí 2024 22:55 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Sjá meira
„Sögulegir skór“ Mari Järsk á uppboði Hlaupaskórnir sem Mari Järsk var klædd í þegar hún hljóp 57 hringi í Bakgarðshlaupinu og sló Íslandsmet eru nú á uppboði. Uppboðið er á vegum góðgerðardags Hagaskóla, sem fór reyndar fram í fyrradag. 9. maí 2024 09:31
Stuðningurinn ómetanlegur: „Farið í dýpstu leyndarmálin“ Kvíði, grátur, hlý samvera og gleði er á meðal þess sem situr eftir hjá hlaupahetjunni Mari Järsk er hún hljóp sólarhringum saman og fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð um helgina, á nýju Íslandsmeti. 8. maí 2024 08:00
Gat ekki staðið upp til að taka við bikarnum Mari Järsk gat ekki staðið upp í kvöld til að taka við verðlaunum sem sigurvegari Bakgarðshlaupsins í ár. Mari vann hlaupið eftir að hafa lokið 57 hringjum. Mari sagði fætur hennar hafa bólgnað svo upp eftir hlaupin að hún gæti ekki staðið upp. 6. maí 2024 22:55