Stöðugt landris og hugað að rýmingu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. maí 2024 21:29 Víðir Reynisson segir viðbragðsaðila og Grindvíkinga reiðubúna fyrir næsta gos. Vísir/Arnar Víðir Reynisson sviðstjóri Almannavarna segir viðbragðsaðila undirbúa rýmingu í Grindavík. Stöðugt landris hefur verið á svæðinu og kvikumagnið slíkt að miklar líkur eru taldar á gosi á allra næstu dögum. „Kvikugangur getur farið að myndast, og í raun gerst hvenær sem er úr þessu. Þetta gerist með mismunandi hætti en við getum ekki gefið okkur neitt langan tíma í rýmingu, við miðum við klukkutíma frá því að atburðarás fer í gang þar til allir eiga að vera farnir. Þannig við erum að minna fólk á að vera tilbúið,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina, sem hófst þann 16. mars, sé nú lokið. Enn er kvikusöfnun í kvikuhólfi undir Svartsengi, eins og áður segir og því líklegt að annað kvikuhlaup hefjist áður en langt er um liðið. „Við staðfestum það í morgun að þessu gosi væri lokið. En þetta virðist vera þannig að þegar við höldum að það sé kominn einhver taktur í þetta þá breytist eitthvað. Gosin á undan voru stutt og kröftug en svo kom þetta gos sem stóð í 54 daga. Þannig við vitum ekkert hverju við eigum von á næst. En fyrst er það að rýma til að geta metið stöðuna, síðan verður hægt að endurmeta það.“ Talið er að dvalið sé í 25 húsum í Grindavík. „Það er lítil starfsemi í bænum. Í dag var auðvitað frídagur og svo var rafmagnslaust í bænum vegna breytinga á háspennulögninni. En við eigum von á því að starfsemi verði með eðlilegum hætti á morgun,“ segir Víðir. „Náttúran fylgir engum tölum, hún gerir bara það sem hún gerir og við verðum að vera tilbúin að bregðast við. Allir eru tilbúnir, Grindvíkar í bænum, þeir sem eru með starfsemi í Svartsengi eru tilbúnir, lögregla og viðbragðsaðilar líka. Við sjáum bara hvað verður.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Flæði innan við einn rúmmetri á sekúndu Niðurstöður mælinga á hraunflæði í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni benda til þess hraunflæði fyrsta klukkutíma gossins hafi verið 1100 til 1200 rúmmetrar á sekúndu en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í um 100 rúmmetra eftir sex til átta klukkustundir. Áfram hafi dregið úr hraunrennsli og meðaltalið 17. til 20. mars um fimmtán rúmmetrar. Fyrri hluta apríl hafi það verið þrír til fjórir rúmmetrar og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við einn rúmmetri síðustu tvær vikurnar. 8. maí 2024 16:37 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
„Kvikugangur getur farið að myndast, og í raun gerst hvenær sem er úr þessu. Þetta gerist með mismunandi hætti en við getum ekki gefið okkur neitt langan tíma í rýmingu, við miðum við klukkutíma frá því að atburðarás fer í gang þar til allir eiga að vera farnir. Þannig við erum að minna fólk á að vera tilbúið,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina, sem hófst þann 16. mars, sé nú lokið. Enn er kvikusöfnun í kvikuhólfi undir Svartsengi, eins og áður segir og því líklegt að annað kvikuhlaup hefjist áður en langt er um liðið. „Við staðfestum það í morgun að þessu gosi væri lokið. En þetta virðist vera þannig að þegar við höldum að það sé kominn einhver taktur í þetta þá breytist eitthvað. Gosin á undan voru stutt og kröftug en svo kom þetta gos sem stóð í 54 daga. Þannig við vitum ekkert hverju við eigum von á næst. En fyrst er það að rýma til að geta metið stöðuna, síðan verður hægt að endurmeta það.“ Talið er að dvalið sé í 25 húsum í Grindavík. „Það er lítil starfsemi í bænum. Í dag var auðvitað frídagur og svo var rafmagnslaust í bænum vegna breytinga á háspennulögninni. En við eigum von á því að starfsemi verði með eðlilegum hætti á morgun,“ segir Víðir. „Náttúran fylgir engum tölum, hún gerir bara það sem hún gerir og við verðum að vera tilbúin að bregðast við. Allir eru tilbúnir, Grindvíkar í bænum, þeir sem eru með starfsemi í Svartsengi eru tilbúnir, lögregla og viðbragðsaðilar líka. Við sjáum bara hvað verður.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Flæði innan við einn rúmmetri á sekúndu Niðurstöður mælinga á hraunflæði í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni benda til þess hraunflæði fyrsta klukkutíma gossins hafi verið 1100 til 1200 rúmmetrar á sekúndu en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í um 100 rúmmetra eftir sex til átta klukkustundir. Áfram hafi dregið úr hraunrennsli og meðaltalið 17. til 20. mars um fimmtán rúmmetrar. Fyrri hluta apríl hafi það verið þrír til fjórir rúmmetrar og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við einn rúmmetri síðustu tvær vikurnar. 8. maí 2024 16:37 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Flæði innan við einn rúmmetri á sekúndu Niðurstöður mælinga á hraunflæði í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni benda til þess hraunflæði fyrsta klukkutíma gossins hafi verið 1100 til 1200 rúmmetrar á sekúndu en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í um 100 rúmmetra eftir sex til átta klukkustundir. Áfram hafi dregið úr hraunrennsli og meðaltalið 17. til 20. mars um fimmtán rúmmetrar. Fyrri hluta apríl hafi það verið þrír til fjórir rúmmetrar og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við einn rúmmetri síðustu tvær vikurnar. 8. maí 2024 16:37