Var beðinn um upplýsingar um unga leikmenn vegna veðmáls Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. maí 2024 20:01 Haraldur Árni Hróðmarsson er knattspyrnuþjálfari. arnar halldórsson Knattspyrnuþjálfari hefur lent í því að fá skilaboð þar sem hann var inntur eftir upplýsingum um stöðu leikmanna fyrir fótboltaleik barna og ungmenna í öðrum flokki en fólkið vildi upplýsingar fyrir veðmál. Hann óttast að börn verði fyrir óþægilegum þrýstingi í æskulýðsstarfi. „Þegar ég þjálfaði annan flokk sem eru krakkar á menntaskólaaldri var ég var við að það var verið að veðja á leiki hjá drengjunum sem ég þjálfaði á þeim tíma. Mér er minnisstætt þegar ég fékk skilaboð óvænt frá ansi mörgum mönnum sem ég þekkti og kannaðist við sem sendu mér skilaboð og spurðu út í stöðuna á liðinu mínu í þriðju deild annars flokks. Við vorum að fara að spila leik gegn einu af botnliðunum og þá finn ég fljótlega að það er verið að grennslast fyrir um hvort þetta sé leikur sem fýsilegt sé að veðja á, segir Haraldur Árni Hróðmarsson, knattspyrnuþjálfari. „Greinilega ekki bara mættir fyrir ástina á íþróttinni“ Svo rennur leikdagur upp og í stúkunni, þar sem vanalega voru einungis nokkrar hræður - foreldrar leikmanna og tveir til þrír félagar, var mættur hópur manna. „Þar voru mættir svona yfir fimmtíu karlmenn á aldrinum 25 til 30 ára sem voru greinilega ekki mættir bara fyrir ástina á íþróttinni, þannig það var mjög sérstakt og frekar óþægilegt.“ Skilaboðin sem Haraldur fékk fyrir leikinn innihéldu spurningar um heilsu leikmanna, hvort markahæsti leikmaðurinn myndi ekki örugglega spila og hvort margir væru meiddir. „Það var eins og menn væru að reyna að gulltryggja að ég myndi mæta með mitt sterkasta lið. Svo heyri ég eftir á að þetta snýst um að stuðullinn á að við vinnum með ákveðið mörgum mörkum var það sem menn sáu tækifæri í. Þannig þeir vildu ganga úr skugga um að ég myndi ekki hvíla leikmenn heldur keyra á þetta. Fljótlega renna tvær grímur á mann og maður svarar ekki svona skilaboðum.“ Strákarnir undir lögaldri „Þetta var mjög furðulegt þegar maður er að tala um stráka undir lögaldri sem voru að spila þennan leik, áhugamann sem var að dæma leikinn og við þjálfararnir flestir í hlutastörfum við þetta. Þannig þetta var áhugavert vægast sagt og er áhyggjuefni að þetta sé eitthvað sem menn sjá peninga í.“ Kollegar hans sem þjálfa yngri flokka kannist flestir við háttsemina. „Ég hef helst áhyggjur af því að krakkar sem eru að æfa íþróttir hjá hverfisliðinu, ánægjunnar vegna, séu settir í óeðlilega stöðu. Að þeir séu farnir óbeint að kosta menn peninga eða græða peninga fyrir einhverja aðra og í svona lýðheilsustarfi, eins og íþróttafélögin reka, þá fer þetta ekki saman.“ Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað um veðmálastarfsemi hér á landi. Veistu eitthvað um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Fjárhættuspil Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28 Börn veðji á sína eigin leiki Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. 4. apríl 2023 19:31 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
„Þegar ég þjálfaði annan flokk sem eru krakkar á menntaskólaaldri var ég var við að það var verið að veðja á leiki hjá drengjunum sem ég þjálfaði á þeim tíma. Mér er minnisstætt þegar ég fékk skilaboð óvænt frá ansi mörgum mönnum sem ég þekkti og kannaðist við sem sendu mér skilaboð og spurðu út í stöðuna á liðinu mínu í þriðju deild annars flokks. Við vorum að fara að spila leik gegn einu af botnliðunum og þá finn ég fljótlega að það er verið að grennslast fyrir um hvort þetta sé leikur sem fýsilegt sé að veðja á, segir Haraldur Árni Hróðmarsson, knattspyrnuþjálfari. „Greinilega ekki bara mættir fyrir ástina á íþróttinni“ Svo rennur leikdagur upp og í stúkunni, þar sem vanalega voru einungis nokkrar hræður - foreldrar leikmanna og tveir til þrír félagar, var mættur hópur manna. „Þar voru mættir svona yfir fimmtíu karlmenn á aldrinum 25 til 30 ára sem voru greinilega ekki mættir bara fyrir ástina á íþróttinni, þannig það var mjög sérstakt og frekar óþægilegt.“ Skilaboðin sem Haraldur fékk fyrir leikinn innihéldu spurningar um heilsu leikmanna, hvort markahæsti leikmaðurinn myndi ekki örugglega spila og hvort margir væru meiddir. „Það var eins og menn væru að reyna að gulltryggja að ég myndi mæta með mitt sterkasta lið. Svo heyri ég eftir á að þetta snýst um að stuðullinn á að við vinnum með ákveðið mörgum mörkum var það sem menn sáu tækifæri í. Þannig þeir vildu ganga úr skugga um að ég myndi ekki hvíla leikmenn heldur keyra á þetta. Fljótlega renna tvær grímur á mann og maður svarar ekki svona skilaboðum.“ Strákarnir undir lögaldri „Þetta var mjög furðulegt þegar maður er að tala um stráka undir lögaldri sem voru að spila þennan leik, áhugamann sem var að dæma leikinn og við þjálfararnir flestir í hlutastörfum við þetta. Þannig þetta var áhugavert vægast sagt og er áhyggjuefni að þetta sé eitthvað sem menn sjá peninga í.“ Kollegar hans sem þjálfa yngri flokka kannist flestir við háttsemina. „Ég hef helst áhyggjur af því að krakkar sem eru að æfa íþróttir hjá hverfisliðinu, ánægjunnar vegna, séu settir í óeðlilega stöðu. Að þeir séu farnir óbeint að kosta menn peninga eða græða peninga fyrir einhverja aðra og í svona lýðheilsustarfi, eins og íþróttafélögin reka, þá fer þetta ekki saman.“ Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað um veðmálastarfsemi hér á landi. Veistu eitthvað um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað um veðmálastarfsemi hér á landi. Veistu eitthvað um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Fjárhættuspil Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28 Börn veðji á sína eigin leiki Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. 4. apríl 2023 19:31 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11
Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28
Börn veðji á sína eigin leiki Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. 4. apríl 2023 19:31