Sauð upp úr milli bónda og dýraverndunarsinna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. maí 2024 15:33 Litlu munaði að til átaka kæmi þegar dýraverndarsinnar rifust við bóndann á Höfða í Þverárhlíð um meinta vanrækslu hennar á sauðfé. Hægra megin stendur kind yfir látnu lambi. Vísir Lögreglan var kölluð til þegar upp úr sauð milli dýraverndunarsinna og ábúenda á sveitabæ í Borgarfirði í gær. Dýraverndarsinnar fóru með hey til til kindanna og ábúandi kom og ógnaði þeim með spjóti. Mikið hefur verið fjallað um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum síðustu daga. Kindurnar á bænum Höfða í Þverárhlíð eru sagðar veikar, horaðar, og í miklum vanhöldum. MAST hefur verið sökuð um að leyfa dýraníði að viðgangast, en þvertekur fyrir það. Nú síðast á fimmtudaginn heimsótti fréttastofa Stöðvar 2 bæinn og tók myndefni. Ingiveig Gunnarsdóttir er í forsvari fyrir hóp sem heitir „Björgum dýrum í neyð“ á Facebook. Hún fór ásamt föruneyti á sveitabæinn Höfða til að gefa kindunum á bænum hey. Hún segir að þau hafi ekki stigið fæti inn á einkalóð heldur verið á þjóðveginum allan tímann. Þau hafi þó komið heyi yfir girðinguna þar sem kindurnar voru. Þegar lögreglan kom á vettvang hafi hún bent á að það væri ólöglegt. „Þau eru ekki að deyja úr hungri!“ Skömmu eftir að Ingiveig og föruneyti höfðu komið heyinu til kindanna kom ábúandinn á Höfða akandi á móti þeim, og stöðvaði bifreið sína þannig að þau kæmust ekki í burtu. Hún var fokreið yfir háttsemi dýraverndunarsinnanna og ekki leið á langt þar til upp úr sauð. Vísir hefur undir höndum myndband af samskiptum fólksins. Vanræktar kindur á bænum, fyrir framan hey sem Ingiveig segir ónýttSteinunn Árnadóttir „Við höfum aðstoð, sauðburður er búinn hjá okkur, og ég bara vil ekki þessa djöfulsins afskiptasemi. Þessi djöfulsins píka, Steinunn Árnadóttir, er búin að vera leggja okkur í einelti,“ segir bóndinn. Hún segir að MAST hafi sinnt lögbundnu eftirliti hjá þeim eins og öllum öðrum. Það sé á færi þeirra að meta aðstæður og veita aðstoð ef þurfa þykir. Rifrildið hélt svo áfram þar sem Ingiveig og María vildu endilega að bóndinn myndi þiggja heyið sem þau höfðu komið með. Bóndinn þvertók fyrir það að ástand sauðfésins væri slæmt og vildi ekkert kannast við það að lömb væru að deyja úr hungri. Mikill hiti var í samræðunum og fór það svo að bóndinn veittist að Ingiveigu sem sat í bílnum með priki, þegar hún hafði sakað bóndann um vanrækslu. Bóndinn vildi ekki kannast við að hafa vanrækt kindur sínar og ógnaði bílstjóranum með prikiVísir Ingiveig hafi þá hringt á lögregluna, og þegar hún kom á vettvang hafi hún sagt þeim að fjarlægja heyið, þar sem lóðin væri einkalóð. Meint vanræksla kindanna skipti engu máli hvað það varðar. Þangað settu Ingiveig og föruneyti heyiðIngiveig Hræ af lambiIngiveig Hræ af kindIngiveig Ekki er fyrirséð hvernig þetta mál mun þróast áfram en ljóst er að dýraverndarsinnum víða um land blöskrar meðferðin og ástand dýranna sem birtist miðlunum. Matvælastofnun hefur verið gefið að sök að leyfa þessu að viðgangast í að verða um tuttugu ár. MAST hefur hafnað því að þau fylgist ekki með velferð dýranna á þessum bæ. Stofnunin gaf frá sér tilkynningu á miðvikudaginn sem sagði að þau hefðu gert margvíslegar athugasemdir og ítrekað kröfur um úrbætur á bænum. Fyrri fréttir af málinu má sjá hér að neðan. Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38 Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Kindurnar á bænum Höfða í Þverárhlíð eru sagðar veikar, horaðar, og í miklum vanhöldum. MAST hefur verið sökuð um að leyfa dýraníði að viðgangast, en þvertekur fyrir það. Nú síðast á fimmtudaginn heimsótti fréttastofa Stöðvar 2 bæinn og tók myndefni. Ingiveig Gunnarsdóttir er í forsvari fyrir hóp sem heitir „Björgum dýrum í neyð“ á Facebook. Hún fór ásamt föruneyti á sveitabæinn Höfða til að gefa kindunum á bænum hey. Hún segir að þau hafi ekki stigið fæti inn á einkalóð heldur verið á þjóðveginum allan tímann. Þau hafi þó komið heyi yfir girðinguna þar sem kindurnar voru. Þegar lögreglan kom á vettvang hafi hún bent á að það væri ólöglegt. „Þau eru ekki að deyja úr hungri!“ Skömmu eftir að Ingiveig og föruneyti höfðu komið heyinu til kindanna kom ábúandinn á Höfða akandi á móti þeim, og stöðvaði bifreið sína þannig að þau kæmust ekki í burtu. Hún var fokreið yfir háttsemi dýraverndunarsinnanna og ekki leið á langt þar til upp úr sauð. Vísir hefur undir höndum myndband af samskiptum fólksins. Vanræktar kindur á bænum, fyrir framan hey sem Ingiveig segir ónýttSteinunn Árnadóttir „Við höfum aðstoð, sauðburður er búinn hjá okkur, og ég bara vil ekki þessa djöfulsins afskiptasemi. Þessi djöfulsins píka, Steinunn Árnadóttir, er búin að vera leggja okkur í einelti,“ segir bóndinn. Hún segir að MAST hafi sinnt lögbundnu eftirliti hjá þeim eins og öllum öðrum. Það sé á færi þeirra að meta aðstæður og veita aðstoð ef þurfa þykir. Rifrildið hélt svo áfram þar sem Ingiveig og María vildu endilega að bóndinn myndi þiggja heyið sem þau höfðu komið með. Bóndinn þvertók fyrir það að ástand sauðfésins væri slæmt og vildi ekkert kannast við það að lömb væru að deyja úr hungri. Mikill hiti var í samræðunum og fór það svo að bóndinn veittist að Ingiveigu sem sat í bílnum með priki, þegar hún hafði sakað bóndann um vanrækslu. Bóndinn vildi ekki kannast við að hafa vanrækt kindur sínar og ógnaði bílstjóranum með prikiVísir Ingiveig hafi þá hringt á lögregluna, og þegar hún kom á vettvang hafi hún sagt þeim að fjarlægja heyið, þar sem lóðin væri einkalóð. Meint vanræksla kindanna skipti engu máli hvað það varðar. Þangað settu Ingiveig og föruneyti heyiðIngiveig Hræ af lambiIngiveig Hræ af kindIngiveig Ekki er fyrirséð hvernig þetta mál mun þróast áfram en ljóst er að dýraverndarsinnum víða um land blöskrar meðferðin og ástand dýranna sem birtist miðlunum. Matvælastofnun hefur verið gefið að sök að leyfa þessu að viðgangast í að verða um tuttugu ár. MAST hefur hafnað því að þau fylgist ekki með velferð dýranna á þessum bæ. Stofnunin gaf frá sér tilkynningu á miðvikudaginn sem sagði að þau hefðu gert margvíslegar athugasemdir og ítrekað kröfur um úrbætur á bænum. Fyrri fréttir af málinu má sjá hér að neðan.
Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38 Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38
Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19