Auknar líkur á gosi sem gæti hafist án fyrirvara Árni Sæberg skrifar 13. maí 2024 11:54 Land rís stöðugt í Svartsengi. Vísir/Vilhelm Land rís í Svartsengi með sama hraða og áður. Frá 16. mars, þegar síðasta eldgos hófst, hefur land risið um tæplega tuttugu sentimetra. Kvikusöfnun heldur því áfram og auknar líkur eru á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. Gossprungur gætu opnast með mjög litlum fyrirvara, jafnvel engum. Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands segir að í fyrri kvikuhlaupum og eldgosum hafi um átta til þrettán milljónir rúmmetra bæst við í kvikuhólfið undir Svartsengi milli atburða áður en kvikan hleypur úr kvikuhólfinu yfir í Sundhnúksgígaröðina. Nú sé magn kviku sem bæst hefur við frá 16. mars komið upp fyrir efri mörkin. Vakta stöðuna vel Skjálftavirkni sé nokkuð svipuð á milli daga. Síðustu viku hafi um fimmtíu til áttatíu skjálftar mælst á sólarhring, flestir þeirra á svæðunum milli Stóra-Skógfells og Hagafells annars vegar og sunnan Þorbjarnar hins vegar. Flestir skjálftanna hafi verið undir 1,0 að stærð en stöku skjálftar nærri 2,0 að stærð hafi mælst. Merki um nýtt kvikuhlaup væru, líkt og áður, staðbundin smáskjálftahrina í og við kvikuganginn, hröðun í aflögun og þrýstingsbreytingar í borholum á svæðinu. Sólarhringsvakt Veðurstofunnar fylgist náið með virkninni. Nýjar gossprungur gætu opnast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og hraunflæði gæti orðið sambærilegt við upphafsfasa síðustu eldgosa á svæðinu. Það gæti gerst með mjög stuttum, jafnvel engum fyrirvara. Sólstormurinn setti strik í reikninginn Í tilkynningu segir að mælingar á landrisi byggi á því að reikna út breytingar á þeim tíma sem það tekur merkið að berast frá gervitunglum sem eru á sveimi umhverfis jörðina í GPS mæla á jörðu niðri. Ef tíminn sem það tekur merkið að ferðast á milli tungls og mælis styttist, þýði það að land hefur risið. Um helgina hafi einn öflugasti segulstormur síðustu ára orðið þegar sólvindar frá stærðarinnar sólblettum á sólinni skullu á jörðinni. Síðast hafi svo sterkur segulstormur orðið þann 30. október 2003. Sterkir sólvindar sendi hlaðnar agnir inn í segulsvið jarðar, sem hafi áhrif á merkjasendingar milli GPS mæla á jörðu niðri og gervitungla. Þessi truflun hafi áhrif á ferðatíma merkisins og komi fram eins og að dregið hafi úr kvikusöfnuninni. Það sé þó ekki raunin, enda sé nýr punktur sem reiknaður var í morgun, á „eðlilegum“ stað miðað við fyrri mælingar. Truflanir vegna sólstorma hafi ekki áhrif á getu Veðurstofunnar til að vara við yfirvofandi kvikuhlaupi eða eldgosi. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands segir að í fyrri kvikuhlaupum og eldgosum hafi um átta til þrettán milljónir rúmmetra bæst við í kvikuhólfið undir Svartsengi milli atburða áður en kvikan hleypur úr kvikuhólfinu yfir í Sundhnúksgígaröðina. Nú sé magn kviku sem bæst hefur við frá 16. mars komið upp fyrir efri mörkin. Vakta stöðuna vel Skjálftavirkni sé nokkuð svipuð á milli daga. Síðustu viku hafi um fimmtíu til áttatíu skjálftar mælst á sólarhring, flestir þeirra á svæðunum milli Stóra-Skógfells og Hagafells annars vegar og sunnan Þorbjarnar hins vegar. Flestir skjálftanna hafi verið undir 1,0 að stærð en stöku skjálftar nærri 2,0 að stærð hafi mælst. Merki um nýtt kvikuhlaup væru, líkt og áður, staðbundin smáskjálftahrina í og við kvikuganginn, hröðun í aflögun og þrýstingsbreytingar í borholum á svæðinu. Sólarhringsvakt Veðurstofunnar fylgist náið með virkninni. Nýjar gossprungur gætu opnast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og hraunflæði gæti orðið sambærilegt við upphafsfasa síðustu eldgosa á svæðinu. Það gæti gerst með mjög stuttum, jafnvel engum fyrirvara. Sólstormurinn setti strik í reikninginn Í tilkynningu segir að mælingar á landrisi byggi á því að reikna út breytingar á þeim tíma sem það tekur merkið að berast frá gervitunglum sem eru á sveimi umhverfis jörðina í GPS mæla á jörðu niðri. Ef tíminn sem það tekur merkið að ferðast á milli tungls og mælis styttist, þýði það að land hefur risið. Um helgina hafi einn öflugasti segulstormur síðustu ára orðið þegar sólvindar frá stærðarinnar sólblettum á sólinni skullu á jörðinni. Síðast hafi svo sterkur segulstormur orðið þann 30. október 2003. Sterkir sólvindar sendi hlaðnar agnir inn í segulsvið jarðar, sem hafi áhrif á merkjasendingar milli GPS mæla á jörðu niðri og gervitungla. Þessi truflun hafi áhrif á ferðatíma merkisins og komi fram eins og að dregið hafi úr kvikusöfnuninni. Það sé þó ekki raunin, enda sé nýr punktur sem reiknaður var í morgun, á „eðlilegum“ stað miðað við fyrri mælingar. Truflanir vegna sólstorma hafi ekki áhrif á getu Veðurstofunnar til að vara við yfirvofandi kvikuhlaupi eða eldgosi.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira