Hið opinbera skuldi sér og öðrum mæðrum afsökunarbeiðni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. maí 2024 19:02 Ólöf Melkorka Laufeyjardóttir kennslu-og guðfræðingur vill að hið opinbera biðji sig og aðrar konur sem misstu börn sín frá sér á vöggustofur vegna aðstæðna, afsökunar. Aðsend Kona sem missti barn sitt á Vöggustofu vegna veikinda og var þar neitað um að umgangast það fer fram á að Reykjavíkurborg og aðrir opinberir aðilar sem komu að málinu biðji sig afsökunar. Fátækar, einstæðar og veikar mæður sem hafi misst börnin sína á slíkar stofnanir eigi inni afsökunarbeiðni frá hinu opinbera. „Ég grét ekki þegar hún var tekin, ég grét ekki þegar ég horfði á hana gegnum glerið, ég hef aldrei grátið hana. Ég hef aldrei þorað að sakna hennar en ég má það núna eftir þennan þátt,“ segir Ólöf Melkorka Laufeyjardóttir sem sagði frá reynslu sinni af því að missa barn sitt á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins vegna aðstæðna sinna, sem var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún telur að hið opinbera skuldi sér afsökunarbeiðni. „Ósk mín er að fá nafnið mitt til baka, að fá mig til baka. Það verði sagt við mig: Ólöf Melkorka þú ert eðlileg en lentir í áföllum sem breyttu hegðun þinni á þessum tíma. Það er bara hægt með því að hið opinbera kerfi biðji mig afsökunar á hvernig komið var fram við mig á þessum tíma. Ég þarf að fá skilning og virðingu. Að það verði tekið í höndina á mér og ég verði beðin fyrirgefningar. Mér yrði jafnvel hælt fyrir hversu langt ég hef náð í lífinu þrátt fyrir að kerfið hafi traðkað á mér um árabil,“ segir Ólöf Melkorka. Gengu í gegnum logandi helvíti Það sama eigi við um aðrar fátækar, veikar eða einstæðar mæður sem voru í svipaðri stöðu og hún á þessum tíma og misstu barn sitt á Vöggustofu vegna erfiðra aðstæðna. „Kerfið ætti að biðja allar þessar mæður sem gengu í gegnu logandi helvíti, fyrirgefningar. Ég veit það margar eru dánar þetta er svo langur tími sem er liðinn en jafnvel dáin manneskja á fyrirgefningu skilið og enduruppreisn,“ segir hún. Hún segir að reynsla sín hafi haft mikil áhrif á sig allt lífið. „Það er fátt erfiðara en að verða fyrir því að barn er tekið af manni og fylgir manni alla tíð,“ segir Ólöf. Vistheimili Vöggustofur í Reykjavík Tengdar fréttir Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01 Frumsýning á Vísi: Segja þjóðinni loksins frá harðræðinu á vistheimilunum Þúsundir barna hafa verið vistuð á vegum hins opinbera á upptökuheimilum hér og þar um landið í gegnum tíðina. Í fyrsta sinn fær fólkið sem lifði af að segja þjóðinni frá því hvaða meðferð það sætti á vistheimilum í heimildaþáttunum Vistheimilin með Berghildi Erlu Bernharðsdóttur. 23. apríl 2024 14:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
„Ég grét ekki þegar hún var tekin, ég grét ekki þegar ég horfði á hana gegnum glerið, ég hef aldrei grátið hana. Ég hef aldrei þorað að sakna hennar en ég má það núna eftir þennan þátt,“ segir Ólöf Melkorka Laufeyjardóttir sem sagði frá reynslu sinni af því að missa barn sitt á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins vegna aðstæðna sinna, sem var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún telur að hið opinbera skuldi sér afsökunarbeiðni. „Ósk mín er að fá nafnið mitt til baka, að fá mig til baka. Það verði sagt við mig: Ólöf Melkorka þú ert eðlileg en lentir í áföllum sem breyttu hegðun þinni á þessum tíma. Það er bara hægt með því að hið opinbera kerfi biðji mig afsökunar á hvernig komið var fram við mig á þessum tíma. Ég þarf að fá skilning og virðingu. Að það verði tekið í höndina á mér og ég verði beðin fyrirgefningar. Mér yrði jafnvel hælt fyrir hversu langt ég hef náð í lífinu þrátt fyrir að kerfið hafi traðkað á mér um árabil,“ segir Ólöf Melkorka. Gengu í gegnum logandi helvíti Það sama eigi við um aðrar fátækar, veikar eða einstæðar mæður sem voru í svipaðri stöðu og hún á þessum tíma og misstu barn sitt á Vöggustofu vegna erfiðra aðstæðna. „Kerfið ætti að biðja allar þessar mæður sem gengu í gegnu logandi helvíti, fyrirgefningar. Ég veit það margar eru dánar þetta er svo langur tími sem er liðinn en jafnvel dáin manneskja á fyrirgefningu skilið og enduruppreisn,“ segir hún. Hún segir að reynsla sín hafi haft mikil áhrif á sig allt lífið. „Það er fátt erfiðara en að verða fyrir því að barn er tekið af manni og fylgir manni alla tíð,“ segir Ólöf.
Vistheimili Vöggustofur í Reykjavík Tengdar fréttir Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01 Frumsýning á Vísi: Segja þjóðinni loksins frá harðræðinu á vistheimilunum Þúsundir barna hafa verið vistuð á vegum hins opinbera á upptökuheimilum hér og þar um landið í gegnum tíðina. Í fyrsta sinn fær fólkið sem lifði af að segja þjóðinni frá því hvaða meðferð það sætti á vistheimilum í heimildaþáttunum Vistheimilin með Berghildi Erlu Bernharðsdóttur. 23. apríl 2024 14:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01
Frumsýning á Vísi: Segja þjóðinni loksins frá harðræðinu á vistheimilunum Þúsundir barna hafa verið vistuð á vegum hins opinbera á upptökuheimilum hér og þar um landið í gegnum tíðina. Í fyrsta sinn fær fólkið sem lifði af að segja þjóðinni frá því hvaða meðferð það sætti á vistheimilum í heimildaþáttunum Vistheimilin með Berghildi Erlu Bernharðsdóttur. 23. apríl 2024 14:45
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent