Hið opinbera skuldi sér og öðrum mæðrum afsökunarbeiðni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. maí 2024 19:02 Ólöf Melkorka Laufeyjardóttir kennslu-og guðfræðingur vill að hið opinbera biðji sig og aðrar konur sem misstu börn sín frá sér á vöggustofur vegna aðstæðna, afsökunar. Aðsend Kona sem missti barn sitt á Vöggustofu vegna veikinda og var þar neitað um að umgangast það fer fram á að Reykjavíkurborg og aðrir opinberir aðilar sem komu að málinu biðji sig afsökunar. Fátækar, einstæðar og veikar mæður sem hafi misst börnin sína á slíkar stofnanir eigi inni afsökunarbeiðni frá hinu opinbera. „Ég grét ekki þegar hún var tekin, ég grét ekki þegar ég horfði á hana gegnum glerið, ég hef aldrei grátið hana. Ég hef aldrei þorað að sakna hennar en ég má það núna eftir þennan þátt,“ segir Ólöf Melkorka Laufeyjardóttir sem sagði frá reynslu sinni af því að missa barn sitt á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins vegna aðstæðna sinna, sem var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún telur að hið opinbera skuldi sér afsökunarbeiðni. „Ósk mín er að fá nafnið mitt til baka, að fá mig til baka. Það verði sagt við mig: Ólöf Melkorka þú ert eðlileg en lentir í áföllum sem breyttu hegðun þinni á þessum tíma. Það er bara hægt með því að hið opinbera kerfi biðji mig afsökunar á hvernig komið var fram við mig á þessum tíma. Ég þarf að fá skilning og virðingu. Að það verði tekið í höndina á mér og ég verði beðin fyrirgefningar. Mér yrði jafnvel hælt fyrir hversu langt ég hef náð í lífinu þrátt fyrir að kerfið hafi traðkað á mér um árabil,“ segir Ólöf Melkorka. Gengu í gegnum logandi helvíti Það sama eigi við um aðrar fátækar, veikar eða einstæðar mæður sem voru í svipaðri stöðu og hún á þessum tíma og misstu barn sitt á Vöggustofu vegna erfiðra aðstæðna. „Kerfið ætti að biðja allar þessar mæður sem gengu í gegnu logandi helvíti, fyrirgefningar. Ég veit það margar eru dánar þetta er svo langur tími sem er liðinn en jafnvel dáin manneskja á fyrirgefningu skilið og enduruppreisn,“ segir hún. Hún segir að reynsla sín hafi haft mikil áhrif á sig allt lífið. „Það er fátt erfiðara en að verða fyrir því að barn er tekið af manni og fylgir manni alla tíð,“ segir Ólöf. Vistheimili Vöggustofur í Reykjavík Tengdar fréttir Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01 Frumsýning á Vísi: Segja þjóðinni loksins frá harðræðinu á vistheimilunum Þúsundir barna hafa verið vistuð á vegum hins opinbera á upptökuheimilum hér og þar um landið í gegnum tíðina. Í fyrsta sinn fær fólkið sem lifði af að segja þjóðinni frá því hvaða meðferð það sætti á vistheimilum í heimildaþáttunum Vistheimilin með Berghildi Erlu Bernharðsdóttur. 23. apríl 2024 14:45 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
„Ég grét ekki þegar hún var tekin, ég grét ekki þegar ég horfði á hana gegnum glerið, ég hef aldrei grátið hana. Ég hef aldrei þorað að sakna hennar en ég má það núna eftir þennan þátt,“ segir Ólöf Melkorka Laufeyjardóttir sem sagði frá reynslu sinni af því að missa barn sitt á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins vegna aðstæðna sinna, sem var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún telur að hið opinbera skuldi sér afsökunarbeiðni. „Ósk mín er að fá nafnið mitt til baka, að fá mig til baka. Það verði sagt við mig: Ólöf Melkorka þú ert eðlileg en lentir í áföllum sem breyttu hegðun þinni á þessum tíma. Það er bara hægt með því að hið opinbera kerfi biðji mig afsökunar á hvernig komið var fram við mig á þessum tíma. Ég þarf að fá skilning og virðingu. Að það verði tekið í höndina á mér og ég verði beðin fyrirgefningar. Mér yrði jafnvel hælt fyrir hversu langt ég hef náð í lífinu þrátt fyrir að kerfið hafi traðkað á mér um árabil,“ segir Ólöf Melkorka. Gengu í gegnum logandi helvíti Það sama eigi við um aðrar fátækar, veikar eða einstæðar mæður sem voru í svipaðri stöðu og hún á þessum tíma og misstu barn sitt á Vöggustofu vegna erfiðra aðstæðna. „Kerfið ætti að biðja allar þessar mæður sem gengu í gegnu logandi helvíti, fyrirgefningar. Ég veit það margar eru dánar þetta er svo langur tími sem er liðinn en jafnvel dáin manneskja á fyrirgefningu skilið og enduruppreisn,“ segir hún. Hún segir að reynsla sín hafi haft mikil áhrif á sig allt lífið. „Það er fátt erfiðara en að verða fyrir því að barn er tekið af manni og fylgir manni alla tíð,“ segir Ólöf.
Vistheimili Vöggustofur í Reykjavík Tengdar fréttir Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01 Frumsýning á Vísi: Segja þjóðinni loksins frá harðræðinu á vistheimilunum Þúsundir barna hafa verið vistuð á vegum hins opinbera á upptökuheimilum hér og þar um landið í gegnum tíðina. Í fyrsta sinn fær fólkið sem lifði af að segja þjóðinni frá því hvaða meðferð það sætti á vistheimilum í heimildaþáttunum Vistheimilin með Berghildi Erlu Bernharðsdóttur. 23. apríl 2024 14:45 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01
Frumsýning á Vísi: Segja þjóðinni loksins frá harðræðinu á vistheimilunum Þúsundir barna hafa verið vistuð á vegum hins opinbera á upptökuheimilum hér og þar um landið í gegnum tíðina. Í fyrsta sinn fær fólkið sem lifði af að segja þjóðinni frá því hvaða meðferð það sætti á vistheimilum í heimildaþáttunum Vistheimilin með Berghildi Erlu Bernharðsdóttur. 23. apríl 2024 14:45