„Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2024 07:32 Ísak Snær Þorvaldsson leikur með Breiðabliki í sumar, á láni frá Rosenborg. vísir/diego Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. Ísak kom aftur til Breiðabliks í vor á láni frá norska stórliðinu Rosenborg. Hann lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Blika þegar þeir unnu Fylkismenn, 0-3, í Bestu deildinni á sunnudaginn. Albert gaf Ísaki ekki háa einkunn fyrir frammistöðuna í leiknum. „Hann er langt frá því að vera klár. Hann var held ég fimm sinnum rangstæður í fyrri hálfleik. Hann er í engu standi,“ sagði Albert í Stúkunni er talið barst að breiddinni í leikmannahópi Breiðabliks, miðað við hin liðin sem búist er við því að verði í toppbaráttunni. „Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikurinn hans. Hann hefur verið að koma af bekknum ásamt Patrik Johannesen sem er að koma aftur eftir meiðsli. Þegar maður ber þetta saman við hin liðin eiga þeir svolítið í land.“ Albert fór yfir nokkur atvik með Ísaki úr leiknum í Árbænum. „Hérna sjáum við Ísak, hröð sókn en hann er bara á einhverju joggi þarna. Hann var í algjöru rugli í þessum leik. Við vorum að tala um Jón Guðna [Fjóluson, leikmann Víkings] og standið á honum, við erum búin að tala um Kyle McLagan [leikmann Fram], einn besti leikmaður mótsins. Hann er búinn að vera með slitið krossband. Jón Guðni er búinn að vera frá í tvö og hálft ár. Ísak spilaði landsleik í janúar,“ sagði Albert. „Hann er á einhverju rölti inn í teiginn. Ef við förum svo yfir það hvað hann gerði með boltann; hann átti ekki möguleika að komast framhjá mönnum. Hann var langt frá því að vera klár í að spila þennan leik. Ef maður ber Breiðablik saman við Víking og Val og þeir ætla að berjast um eitthvað verða Ísak og Patrik að koma inn. Þeir eru svolítið að bíða eftir sínum tólfta, þrettánda manni til að ögra fyrstu ellefu. Svo er Kristófer [Ingi Kristinsson] alltaf meiddur.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Ísak Albert furðaði sig á því af hverju Ísak væri ekki í betra líkamlegu formi. „Mér finnst nánast til skammar að þú komir úr atvinnumennsku eins og hann er að koma. Fyrir tveimur árum, þegar hann var að birta mynd af sér berum að ofan og tala um að hann væri í toppstandi þegar hann kom fyrst til Breiðabliks, þá held ég að þú [Lárus Orri Sigurðsson] hafir sagt að þetta væri lágmarkskrafa. Þetta er bara ein ástæða fyrir því að hann er kominn aftur til Íslands. Ef þú getur ekki séð betur um þig þegar þú lendir í meiðslum heldur en þetta áttu ekkert heima í atvinnumennsku,“ sagði Albert. Umræðuna um Ísak má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Sjá meira
Ísak kom aftur til Breiðabliks í vor á láni frá norska stórliðinu Rosenborg. Hann lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Blika þegar þeir unnu Fylkismenn, 0-3, í Bestu deildinni á sunnudaginn. Albert gaf Ísaki ekki háa einkunn fyrir frammistöðuna í leiknum. „Hann er langt frá því að vera klár. Hann var held ég fimm sinnum rangstæður í fyrri hálfleik. Hann er í engu standi,“ sagði Albert í Stúkunni er talið barst að breiddinni í leikmannahópi Breiðabliks, miðað við hin liðin sem búist er við því að verði í toppbaráttunni. „Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikurinn hans. Hann hefur verið að koma af bekknum ásamt Patrik Johannesen sem er að koma aftur eftir meiðsli. Þegar maður ber þetta saman við hin liðin eiga þeir svolítið í land.“ Albert fór yfir nokkur atvik með Ísaki úr leiknum í Árbænum. „Hérna sjáum við Ísak, hröð sókn en hann er bara á einhverju joggi þarna. Hann var í algjöru rugli í þessum leik. Við vorum að tala um Jón Guðna [Fjóluson, leikmann Víkings] og standið á honum, við erum búin að tala um Kyle McLagan [leikmann Fram], einn besti leikmaður mótsins. Hann er búinn að vera með slitið krossband. Jón Guðni er búinn að vera frá í tvö og hálft ár. Ísak spilaði landsleik í janúar,“ sagði Albert. „Hann er á einhverju rölti inn í teiginn. Ef við förum svo yfir það hvað hann gerði með boltann; hann átti ekki möguleika að komast framhjá mönnum. Hann var langt frá því að vera klár í að spila þennan leik. Ef maður ber Breiðablik saman við Víking og Val og þeir ætla að berjast um eitthvað verða Ísak og Patrik að koma inn. Þeir eru svolítið að bíða eftir sínum tólfta, þrettánda manni til að ögra fyrstu ellefu. Svo er Kristófer [Ingi Kristinsson] alltaf meiddur.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Ísak Albert furðaði sig á því af hverju Ísak væri ekki í betra líkamlegu formi. „Mér finnst nánast til skammar að þú komir úr atvinnumennsku eins og hann er að koma. Fyrir tveimur árum, þegar hann var að birta mynd af sér berum að ofan og tala um að hann væri í toppstandi þegar hann kom fyrst til Breiðabliks, þá held ég að þú [Lárus Orri Sigurðsson] hafir sagt að þetta væri lágmarkskrafa. Þetta er bara ein ástæða fyrir því að hann er kominn aftur til Íslands. Ef þú getur ekki séð betur um þig þegar þú lendir í meiðslum heldur en þetta áttu ekkert heima í atvinnumennsku,“ sagði Albert. Umræðuna um Ísak má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Sjá meira