Innlent

Von­leysi veð­málanna og eigin­manni vísað úr landi

Árni Sæberg skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhuga að taka eigið líf. Vandamálið eigi bara eftir að stækka. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Seint í gær var fjórum nígerískum ríkisborgurum vísað úr landi. Einn þeirra var hinn tvítugi Precious Felix Tanimola. Hann var með atvinnuleyfi og er giftur íslenskri konu sem við ræðum við í kvöldfréttum.

Þá förum við yfir málin sem bíða afgreiðslu nú þegar styttist í þinglok og heyrum í þingmanni sem telur að ríkisstjórnin eigi erfitt með að koma sér saman um umdeild mál. Auk þess hittum við Magnús Scheving sem hefur eignast Latabæ á ný og verðum í beinni frá Kringlunni þar sem verið er að kynna hugmyndir að nýju borgarhverfi með torgum og útisvæðum.

Í Sportpakkanum verðum við í beinni frá Smáranum þar sem risakvöld er fram undan í körfuboltanum og í Íslandi í dag kíkir Kristín Ólafsdóttir í morgunkaffi til Jóns Gnarr og ræðir við hann um ástina og forsetaframboð.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 14. maí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×