Uppgjörið og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-2 | Blikar enn með fullt hús Dagur Lárusson skrifar 15. maí 2024 18:30 vísir/anton Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa í Bestu deild kvenna eftir 2-0 útisigur gegn Fylki í kvöld. Fyrir leik var Breiðablik í öðru sæti deildarinnar með tólf stig á meðan Fylkir var í sjöunda sætinu með fimm stig. Eins og eflaust við var að búast þá var það Breiðablik sem var meira og minna með boltann í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum en þá má með sanni segja að Fylkir hafi ekki séð til sólar. Breiðablik hélt boltanum og átti nokkur góð færi á meðan Fylkir átti ekki eitt skot að marki. Eina mark fyrri hálfleiksins kom á 41. mínútu en þá fékk Agla María gott færi inn á teig þar sem hún skallaði að marki en Tinna í marki Fylkis varði frá henni en þá barst boltinn til Birtu Georgsdóttur sem þakkaði fyrir sig og þrumaði boltanum í netið af stuttu færi. Staðan 0-1 í hálfleik og var ljóst að Gunnar Magnús þurfti að breyta eitthvað til í hálfleik. Fylkissliðið byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega og náði tveimur skotum að marki á fyrstu tíu mínútunum en eftir það gerðist ekki mikið hjá liðinu. Breiðablik náði hins vegar að skora annað mark og það af vítapunktinum. Á 56. mínútu tók Agla María hornspyrnu sem endaði á kollinum á Heiðu Ragney sem skallaði boltann í hendina á varnarmanni Fylkis og því var dæmd vítaspyrna. Á punktinn steig Agla María og skoraði af miklu öryggi. Fleiri mörk voru ekki skoruð og fór Breiðablik því með sigur af hólmi Atvik leiksins Það verður að vera vítaspyrnudómurinn. Heiða Ragney virtist skalla boltanum í hendina á varnarmanni Fylkis sem var þó með hendina alveg við líkamann og því hefði alveg verið hægt að sleppa því að dæma víti. Stjörnur og skúrkar Stjarna leiksins var Agla María. Eins og svo oft áður var hún allt í öllu í sóknarleik Blika. Í fyrri markinu var það hún sem átti skallann að marki áður en Birta fékk boltann til sín og skoraði og síðan var það Agla María sem skoraði úr vítinu. Hvað skúrka varðar er erfitt að velja einhvern einn skúrk. Dómararnir Ágætis leikur hjá þeim en vítaspyrnudómurinn fannst mér full harður og hann var ákveðinn vendipunktur í leiknum. Stemningin og umgjörð Stemningin var nokkuð góð í stúkunni en samt vill maður alltaf sjá fleira fólk mæta á völlinn. Umfjörðin var til fyrirmyndar og sjálfboðaliðar að standa sig virkilega vel að vanda. Þetta var þægilegur sigur Nik Chamberlainvísir / anton brink Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður með sigur sín liðs gegn Fylki í Bestu deild kvenna í kvöld. „Fylkir gerði okkur erfitt fyrir á köflum, og voru að loka mikið af svæðum en við vorum líka að gera mikið af mistökum með boltann,“ byrjaðu Nik að segja. „Þær voru þéttar og með mikinn aga í varnarleiknum og við vorum ekki að nota boltann á þann hátt sem við viljum. Þannig það voru nokkrir hlutir hér og þar sem gengu ekki upp hjá okkur, en að lokum var þetta samt sem áður þægilegur sigur,“ hélt Nik áfram að segja. Nik vill meina að liðið sé enn að læra inn á taktíkina hans. „Já það eru hinir og þessir hlutir sem við þurfum að gera betur en það er mjög skiljanlegt, þær eru enn að venjast taktíkinni og þess vegna mun það vera erfitt fyrir okkur í svona leikjum þegar lið verjast með marga leikmenn fyrir aftan boltann en þess vegna var það svo ánægjulegt að ná að vinna þægilega í kvöld,“ endaði Nik á að segja. Töpuðum fyrir besta liði landsins Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis. vísir / anton brink „Ég kýs fyrst og fremst að horfa á frammistöðuna hjá mínum stelpum í kvöld, mér fannst þær frábærar,“ byrjaði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, að segja eftir leik. „Þær lögðu sig allar fram í verkefnið og voru virkilega flottar. Við vorum að spila gegn besta liði landsins að mínu mati og töpum 2-0 í hörkuleik. Við fengum fín færi og þær voru alls ekki að spila sig mikið í gegnum okkur og þess vegna er ég bara virkilega stoltur af stelpunum,“ hélt Gunnar áfram að segja. Fylkir fékk öll sín færi í seinni hálfleiknum en Gunnar vildi þó ekki meina að hann hafi breytt neinu í hálfleik. „Nei við ákváðum bara að skerpa aðeins á hlutunum og eins og þú segir þá fengum við góð færi eins og skot í slá og síðan hér undir lokin sleppur Signý ein í gegn.“ Gunnar talaði síðan aðeins um vítaspyrnudóminn sem var umdeildur. „Við fengum á okkur mjög ódýrt víti sem kemur upp úr horni sem átti ekkert að vera horn og við vorum ósátt við það en svona er nú víst boltinn. Það er skallað í hendina á henni en hún er með hendina upp að líkamanum og þess vegna verð ég að segja að þetta var heldur ódýrt,“ endaði Gunnar Magnús að segja eftir leik. Besta deild kvenna Fylkir Breiðablik
Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa í Bestu deild kvenna eftir 2-0 útisigur gegn Fylki í kvöld. Fyrir leik var Breiðablik í öðru sæti deildarinnar með tólf stig á meðan Fylkir var í sjöunda sætinu með fimm stig. Eins og eflaust við var að búast þá var það Breiðablik sem var meira og minna með boltann í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum en þá má með sanni segja að Fylkir hafi ekki séð til sólar. Breiðablik hélt boltanum og átti nokkur góð færi á meðan Fylkir átti ekki eitt skot að marki. Eina mark fyrri hálfleiksins kom á 41. mínútu en þá fékk Agla María gott færi inn á teig þar sem hún skallaði að marki en Tinna í marki Fylkis varði frá henni en þá barst boltinn til Birtu Georgsdóttur sem þakkaði fyrir sig og þrumaði boltanum í netið af stuttu færi. Staðan 0-1 í hálfleik og var ljóst að Gunnar Magnús þurfti að breyta eitthvað til í hálfleik. Fylkissliðið byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega og náði tveimur skotum að marki á fyrstu tíu mínútunum en eftir það gerðist ekki mikið hjá liðinu. Breiðablik náði hins vegar að skora annað mark og það af vítapunktinum. Á 56. mínútu tók Agla María hornspyrnu sem endaði á kollinum á Heiðu Ragney sem skallaði boltann í hendina á varnarmanni Fylkis og því var dæmd vítaspyrna. Á punktinn steig Agla María og skoraði af miklu öryggi. Fleiri mörk voru ekki skoruð og fór Breiðablik því með sigur af hólmi Atvik leiksins Það verður að vera vítaspyrnudómurinn. Heiða Ragney virtist skalla boltanum í hendina á varnarmanni Fylkis sem var þó með hendina alveg við líkamann og því hefði alveg verið hægt að sleppa því að dæma víti. Stjörnur og skúrkar Stjarna leiksins var Agla María. Eins og svo oft áður var hún allt í öllu í sóknarleik Blika. Í fyrri markinu var það hún sem átti skallann að marki áður en Birta fékk boltann til sín og skoraði og síðan var það Agla María sem skoraði úr vítinu. Hvað skúrka varðar er erfitt að velja einhvern einn skúrk. Dómararnir Ágætis leikur hjá þeim en vítaspyrnudómurinn fannst mér full harður og hann var ákveðinn vendipunktur í leiknum. Stemningin og umgjörð Stemningin var nokkuð góð í stúkunni en samt vill maður alltaf sjá fleira fólk mæta á völlinn. Umfjörðin var til fyrirmyndar og sjálfboðaliðar að standa sig virkilega vel að vanda. Þetta var þægilegur sigur Nik Chamberlainvísir / anton brink Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður með sigur sín liðs gegn Fylki í Bestu deild kvenna í kvöld. „Fylkir gerði okkur erfitt fyrir á köflum, og voru að loka mikið af svæðum en við vorum líka að gera mikið af mistökum með boltann,“ byrjaðu Nik að segja. „Þær voru þéttar og með mikinn aga í varnarleiknum og við vorum ekki að nota boltann á þann hátt sem við viljum. Þannig það voru nokkrir hlutir hér og þar sem gengu ekki upp hjá okkur, en að lokum var þetta samt sem áður þægilegur sigur,“ hélt Nik áfram að segja. Nik vill meina að liðið sé enn að læra inn á taktíkina hans. „Já það eru hinir og þessir hlutir sem við þurfum að gera betur en það er mjög skiljanlegt, þær eru enn að venjast taktíkinni og þess vegna mun það vera erfitt fyrir okkur í svona leikjum þegar lið verjast með marga leikmenn fyrir aftan boltann en þess vegna var það svo ánægjulegt að ná að vinna þægilega í kvöld,“ endaði Nik á að segja. Töpuðum fyrir besta liði landsins Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis. vísir / anton brink „Ég kýs fyrst og fremst að horfa á frammistöðuna hjá mínum stelpum í kvöld, mér fannst þær frábærar,“ byrjaði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, að segja eftir leik. „Þær lögðu sig allar fram í verkefnið og voru virkilega flottar. Við vorum að spila gegn besta liði landsins að mínu mati og töpum 2-0 í hörkuleik. Við fengum fín færi og þær voru alls ekki að spila sig mikið í gegnum okkur og þess vegna er ég bara virkilega stoltur af stelpunum,“ hélt Gunnar áfram að segja. Fylkir fékk öll sín færi í seinni hálfleiknum en Gunnar vildi þó ekki meina að hann hafi breytt neinu í hálfleik. „Nei við ákváðum bara að skerpa aðeins á hlutunum og eins og þú segir þá fengum við góð færi eins og skot í slá og síðan hér undir lokin sleppur Signý ein í gegn.“ Gunnar talaði síðan aðeins um vítaspyrnudóminn sem var umdeildur. „Við fengum á okkur mjög ódýrt víti sem kemur upp úr horni sem átti ekkert að vera horn og við vorum ósátt við það en svona er nú víst boltinn. Það er skallað í hendina á henni en hún er með hendina upp að líkamanum og þess vegna verð ég að segja að þetta var heldur ódýrt,“ endaði Gunnar Magnús að segja eftir leik.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti