Fólk muni ekki borga 200 þúsund fyrir „heimili sem það notar sem sumarbústað“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2024 11:42 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar. Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir að leiguverð sem fasteignafélagið Þórkatla hafi sett á seldar eignir í bænum alltof hátt - og alls ekki til þess fallið að fá fólk til að snúa aftur í bæinn. Hann reiknar ekki með að margir nýti sér úrræðið en fyrri eigendum húsanna býðst að leigja þau á 625 krónur fermetrann. Þórkatla, fasteignafélagið sem sér um kaup á húsnæði Grindvíkinga, tilkynnti í gær að það hefði nú samþykkt kaup á 660 eignum og undirritað 471 kaupsamning. Þórkatla muni jafnframt leigja út þær fasteignir sem félagið hefur keypt, fyrst um sinn eingöngu til fyrri eigenda. Leigan verði í kringum 625 krónur á fermetra út árið, auk þess sem leigutaki greiði hita og rafmagn. Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs Grindavíkur segir segir marga Grindvíkinga hafa keypt hús annars staðar. Þeir sjái ekki fyrir sér að geta borgað þetta háa leigu samhliða rekstri nýja heimilisins. „Fólk vildi leigja húsin sín áfram upp á von um að koma til baka. En ef þetta er leiguverðið, ef við tökum bara 200 fermetra hús, þá ertu að borga 200 þúsund á mánuði,“ segir Hjálmar. „Þannig að þetta er alltof hátt verð og engan veginn til þess fallið að fólk vilji koma til baka. Þetta er það sem ég heyri allt í kringum mig, að verðið sé alltof hátt, því fólk er að reka annað heimili. Það er búið að kaupa sér annars staðar hús og það er ekki að fara að borga 200 þúsund krónur fyrir heimili sem það notar sem sumarbústað.“ Hjálmar reiknar því ekki með að margir nýti sér úrræðið og hvetur Þórkötlu til að endurskoða skilmálana. Sjálfur hefur Hjálmar meira og minna búið í Grindavík síðustu mánuði og segir óvissuna í kringum jarðhræringarnar nú afar óþægilega. „Þetta er alls ekki nógu gott, nú er búin að vera spá um eldgos og búin að hanga lengi yfir. Ekkert hefur gerst í Grindavík en það er rétt hjá þér, það eru allir að bíða eftir að eitthvað gerist og fólk er með varann á sér. Þetta er óþægilegt ástand. Það er búið að liggja yfir spá og milljónir rúmmetra streyma inn en það gerist ekkert hér.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Þórkatla, fasteignafélagið sem sér um kaup á húsnæði Grindvíkinga, tilkynnti í gær að það hefði nú samþykkt kaup á 660 eignum og undirritað 471 kaupsamning. Þórkatla muni jafnframt leigja út þær fasteignir sem félagið hefur keypt, fyrst um sinn eingöngu til fyrri eigenda. Leigan verði í kringum 625 krónur á fermetra út árið, auk þess sem leigutaki greiði hita og rafmagn. Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs Grindavíkur segir segir marga Grindvíkinga hafa keypt hús annars staðar. Þeir sjái ekki fyrir sér að geta borgað þetta háa leigu samhliða rekstri nýja heimilisins. „Fólk vildi leigja húsin sín áfram upp á von um að koma til baka. En ef þetta er leiguverðið, ef við tökum bara 200 fermetra hús, þá ertu að borga 200 þúsund á mánuði,“ segir Hjálmar. „Þannig að þetta er alltof hátt verð og engan veginn til þess fallið að fólk vilji koma til baka. Þetta er það sem ég heyri allt í kringum mig, að verðið sé alltof hátt, því fólk er að reka annað heimili. Það er búið að kaupa sér annars staðar hús og það er ekki að fara að borga 200 þúsund krónur fyrir heimili sem það notar sem sumarbústað.“ Hjálmar reiknar því ekki með að margir nýti sér úrræðið og hvetur Þórkötlu til að endurskoða skilmálana. Sjálfur hefur Hjálmar meira og minna búið í Grindavík síðustu mánuði og segir óvissuna í kringum jarðhræringarnar nú afar óþægilega. „Þetta er alls ekki nógu gott, nú er búin að vera spá um eldgos og búin að hanga lengi yfir. Ekkert hefur gerst í Grindavík en það er rétt hjá þér, það eru allir að bíða eftir að eitthvað gerist og fólk er með varann á sér. Þetta er óþægilegt ástand. Það er búið að liggja yfir spá og milljónir rúmmetra streyma inn en það gerist ekkert hér.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira