Fólk muni ekki borga 200 þúsund fyrir „heimili sem það notar sem sumarbústað“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2024 11:42 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar. Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir að leiguverð sem fasteignafélagið Þórkatla hafi sett á seldar eignir í bænum alltof hátt - og alls ekki til þess fallið að fá fólk til að snúa aftur í bæinn. Hann reiknar ekki með að margir nýti sér úrræðið en fyrri eigendum húsanna býðst að leigja þau á 625 krónur fermetrann. Þórkatla, fasteignafélagið sem sér um kaup á húsnæði Grindvíkinga, tilkynnti í gær að það hefði nú samþykkt kaup á 660 eignum og undirritað 471 kaupsamning. Þórkatla muni jafnframt leigja út þær fasteignir sem félagið hefur keypt, fyrst um sinn eingöngu til fyrri eigenda. Leigan verði í kringum 625 krónur á fermetra út árið, auk þess sem leigutaki greiði hita og rafmagn. Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs Grindavíkur segir segir marga Grindvíkinga hafa keypt hús annars staðar. Þeir sjái ekki fyrir sér að geta borgað þetta háa leigu samhliða rekstri nýja heimilisins. „Fólk vildi leigja húsin sín áfram upp á von um að koma til baka. En ef þetta er leiguverðið, ef við tökum bara 200 fermetra hús, þá ertu að borga 200 þúsund á mánuði,“ segir Hjálmar. „Þannig að þetta er alltof hátt verð og engan veginn til þess fallið að fólk vilji koma til baka. Þetta er það sem ég heyri allt í kringum mig, að verðið sé alltof hátt, því fólk er að reka annað heimili. Það er búið að kaupa sér annars staðar hús og það er ekki að fara að borga 200 þúsund krónur fyrir heimili sem það notar sem sumarbústað.“ Hjálmar reiknar því ekki með að margir nýti sér úrræðið og hvetur Þórkötlu til að endurskoða skilmálana. Sjálfur hefur Hjálmar meira og minna búið í Grindavík síðustu mánuði og segir óvissuna í kringum jarðhræringarnar nú afar óþægilega. „Þetta er alls ekki nógu gott, nú er búin að vera spá um eldgos og búin að hanga lengi yfir. Ekkert hefur gerst í Grindavík en það er rétt hjá þér, það eru allir að bíða eftir að eitthvað gerist og fólk er með varann á sér. Þetta er óþægilegt ástand. Það er búið að liggja yfir spá og milljónir rúmmetra streyma inn en það gerist ekkert hér.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Þórkatla, fasteignafélagið sem sér um kaup á húsnæði Grindvíkinga, tilkynnti í gær að það hefði nú samþykkt kaup á 660 eignum og undirritað 471 kaupsamning. Þórkatla muni jafnframt leigja út þær fasteignir sem félagið hefur keypt, fyrst um sinn eingöngu til fyrri eigenda. Leigan verði í kringum 625 krónur á fermetra út árið, auk þess sem leigutaki greiði hita og rafmagn. Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs Grindavíkur segir segir marga Grindvíkinga hafa keypt hús annars staðar. Þeir sjái ekki fyrir sér að geta borgað þetta háa leigu samhliða rekstri nýja heimilisins. „Fólk vildi leigja húsin sín áfram upp á von um að koma til baka. En ef þetta er leiguverðið, ef við tökum bara 200 fermetra hús, þá ertu að borga 200 þúsund á mánuði,“ segir Hjálmar. „Þannig að þetta er alltof hátt verð og engan veginn til þess fallið að fólk vilji koma til baka. Þetta er það sem ég heyri allt í kringum mig, að verðið sé alltof hátt, því fólk er að reka annað heimili. Það er búið að kaupa sér annars staðar hús og það er ekki að fara að borga 200 þúsund krónur fyrir heimili sem það notar sem sumarbústað.“ Hjálmar reiknar því ekki með að margir nýti sér úrræðið og hvetur Þórkötlu til að endurskoða skilmálana. Sjálfur hefur Hjálmar meira og minna búið í Grindavík síðustu mánuði og segir óvissuna í kringum jarðhræringarnar nú afar óþægilega. „Þetta er alls ekki nógu gott, nú er búin að vera spá um eldgos og búin að hanga lengi yfir. Ekkert hefur gerst í Grindavík en það er rétt hjá þér, það eru allir að bíða eftir að eitthvað gerist og fólk er með varann á sér. Þetta er óþægilegt ástand. Það er búið að liggja yfir spá og milljónir rúmmetra streyma inn en það gerist ekkert hér.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira